Fréttir

Þátttökukönnun: Ferðasýningar haust 2013/vor 2014

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðasýningum í haust og næsta vetur.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í apríl

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í apríl síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Margir nýir kaupendur á Vestnorden

Undirbúningur fyrir Vestnorden ferðakaupstefnuna í Nuuk í Grænlandi 21.-22. september gengur vel. Útlit er fyrir að margir nýir kaupendur sæki Vestnorden heim að þessu sinni.
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa gengst fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva miðvikudaginn 12. júní. Námskeiðið verður sent út í gegnum fjarfundabúnað á eftirtalda staði á landinu: Akureyri, Borgarnes, Ísafjörð, Þórshöfn, Egilsstaði, Höfn í Hornafirði og Selfoss.
Lesa meira

Kortavelta ferðamanna á Íslandi birt mánaðarlega

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir nú í fyrsta sinn greiðslukortaveltu íslenskra- og erlendra ferðamanna hér á landi, flokkaða eftir tegundum verslana og þjónustu. Veltutölurnar verða uppfærðar mánaðarlega.
Lesa meira

Unnur Kendall Georgsson látin

Unnur Kendall Georgsson, fyrrverandi forstöðukona skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, lést á sjúkrahúsi í Florída í liðinni viku.
Lesa meira