17.09.2010
Nú eru komnar hér inn á vefinn myndir sem teknar voru á Vestnorden 2010 á Akureyri. Kaupstefnan þótti takast með miklum ágætum en þátttakendur voru um 550 talsins.
Kynningar á aðildarlöndum kaupstefnunnar og móttökur fóru fram í nýju og glæsilegu menningarhúsi Akureyringa, Hofi, en kaupstefnan sjálf fór fram í Íþróttahöllinni. Þar var einnig hátíðarkvöldverður í gærkvöld sem var sannarlega glæsilegur lokapunktur á vel heppnuðum dögum. Fram kom að Vestnorden 2011 verður haldið í Færeyjum dagana 13.-14. september á næsta ári.
Skoða myndir frá Vestnorden 2010
Lesa meira
15.09.2010
Vestnorden ferðakaupstefnan var sett í dag á Akureyri . Þar koma saman yfir 550 seljendur ferðaþjónustu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kaupendur víðs vegar að úr heiminum.
Kaupstefnan er einstakt tækifæri fyrir seljendur ferðaþjónustu þessara landa til að komast í tæri við mögulega kaupendur, byggja upp viðskiptasambönd og selja þjónustu sína. Hún er einnig mikilvægt tækifæri fyrir Vestnorrænu löndin að samþætta þjónustu sína og efla samvinnu sín á milli, í samvinnu þessara landa felast mikil ferðaþjónustutækifæri.
Haldin í Hofi og ÍþróttahöllinniKynningar á aðildarlöndum kaupstefnunnar og móttökur fara fram í nýju og glæsilegu menningarhúsi Akureyringa, Hofi, en kaupstefnan sjálf fer fram í Íþróttahöllinni. Þar hefur verið stillt upp glæsilegum sýningarsal fyrir yfir 200 sýnendur, langstærstur hluti þeirra íslenskir ferðaþjónustuaðilar. Íþróttahöllin mun því iða af lífi en kaupstefnan er með þeim stærstu sem sett hefur verið upp í húsinu.
Kaupendur koma víða aðFerðaheildsalarnir eða kaupendurnir eru frá tæplega 100 fyrirtækjum, alls 125 talsins og koma frá 25 löndum, Ástralíu, Bretlandi, Thailandi, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir, alls eru því hátt í 600 manns sem koma að kaupstefnunni með einum eða öðrum hætti.
Formleg dagskrá Vestnorden hófst með ráðstefnu í Hofi fyrir hádegi í dag þar sem meðal annars voru kynningar frá öllum landshlutum. Eftir hádegi hófst hin eiginlega kaupstefna í Íþróttahöllinni með fyrirframbókuðum fundum kaupenda og seljanda, eða ferðaheildsala.
North Atlantic Tourism Association (NATA) stendur fyrir kaupstefnunni en Ísland, Grænland og Færeyjar eru aðilar að NATA. Kaupstefnan er haldin árlega, annað hvert ár á Íslandi og annað hvert ár til skiptis í umsjón Færeyinga og Grænlendinga. Kaupstefnan í ár er sú 25. í röðinni. Kaupstefunni lýkur með hátíðardagskrá á fimmtudagskvöld sem fram fer í Flugsafninu og í Íþróttahöllinni.
Lesa meira
14.09.2010
Tölur Hagstofunnar um gistinætur á hótelum í júlí sýna að þeim fækkaði um 5% á milli ára. Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 193.500 en voru ríflega 203 þúsund í sama mánuði árið 2009.
Fækkun gistinátta í júlí náði til allra landsvæða nema Vesturlands, Vestfjarða og Suðurnesja. Gistinóttum fækkaði mest á Norðurlandi úr 25.000 í 23.000 eða 8%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 117.200 í 109.600 um tæp 7% miðað við sama tímabil árið 2009. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum einnig, úr 12.500 í 11.900 eða um 5%. Á Suðurlandi fækkaði gistinóttum úr 30.900 í 29.800 eða um rúm 3% samanborið við júlí 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um rúmlega 12%, úr 9.400 í 10.500. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum einnig, fóru úr 8.400 í 8.700, 4% milli ára.
Fækkun gistinátta á hótelum í júlí nær bæði til erlendra gesta og Íslendinga. Gistinóttum Íslendinga á hótelum fækkaði um 15% samanborið við júlí 2009 og gistinóttum erlendra gesta fækkar um 4%.
Þróunin fyrstu sjö mánuðinaGistinætur fyrstu sjö mánuði ársins voru 763.700 en voru 773.600 á sama tímabili 2009. Gistinóttum fjölgaði á Vesturlandi og Vestfjörðum ásamt Suðurlandi yfir þetta tímabil um tæp 3%. Fækkun á höfuðborgarsvæðinu er um 3% en gistinætur eru svipaðar í öðrum landshlutum miðað við sama tímabil 2009.
Fyrstu sjö mánuði ársins fækkar gistinóttum Íslendinga um 9% á meðan gistinóttum útlendinga fjölgar um 1% miðað við sama tímabil 2009.
Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira
10.09.2010
Vert era ð vekja athugli á að nú er opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð og verkefnið Átak til atvinnusköpunar. Umsóknarfrestur rennur í báðum tilfellum út síðar í mánuðinum.
Tækniþróunarsjóður Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 75/2007. Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 15. september. Nánar
Átak til atvinnusköpunar Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 21. september 2010. Nánar
Lesa meira
09.09.2010
Starfsgreinasambandið mun halda sérstakt málþing að Hótel Reynihlíð við Mývatn dagana 23. og 24. september nk. um óskráða vinnu í ferðaþjónustu og hvernig taka beri á vandanum. Samtök Ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda, Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnunar auk fulltrúa verklýðshreyfingarinnar taka þátt í fundinum. Eining-Iðja mun senda fjóra fulltrúa á málþingið.
Dagskrá málþingsins má skoða hér.
Lesa meira
06.09.2010
Alls fóru 89.600 erlendir gestir frá landinu í nýliðnum ágústmánuði um Leifsstöð eða um 2.500 færri en í ágúst árið 2009. Fækkunin nemur 2,7% millli ára. Mun fleiri Íslendingar eða 23% fleiri fóru utan í ágústmánuði í ár en í fyrra, voru 29.900 í ágúst síðastliðnum en 24.400 á síðasta ári. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá nokkra aukningu frá Norður-Ameríku eða um 13,2%. Norðurlandabúum fjölgar lítilsháttar eða um 2,5% og munar þar mestu um 16% aukningu Norðmanna. Mið- og S-Evrópubúum fækkar um tæp 7% en þar munar mestu um fækkun Ítala, Spánverja og Hollendinga, svipaður fjöldi kemur frá Þýskalandi og Sviss og fleiri Frakkar koma í ár en í fyrra. Bretum fækkar um 11,4% og gestum frá löndum sem flokkast undir ,,Annað ? um 2,7%
Frá áramótum hafa farið 344.300 erlendir gestir frá landinu eða 8.800 færri en árinu áður og nemur fækkunin 2,5%. Mest hefur fækkunin orðið frá Norðurlöndunum eða 8,3% og frá löndum sem flokkast undir "Annað" eða 5,9%. Aukning hefur hins vegar verið í brottförum frá Norður-Ameríku um 12,1%. Svipaður fjöldi Breta hefur komið í ár og í fyrra. Erlendum gestum frá Mið- og S-Evrópu hefur hins vegar fækkað lítilsháttar frá áramótum í samanburði við fyrra ár eða um 2,2%. Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.
Ágúst eftir þjóðernum
Janúar-ágúst eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2009
2010
Fjöldi
(%)
2009
2010
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
7.329
8.363
1.034
14,1
Bandaríkin
32.340
36.633
4.293
13,3
Bretland
7.208
6.383
-825
-11,4
Bretland
41.965
42.051
86
0,2
Danmörk
6.058
5.804
-254
-4,2
Danmörk
30.861
27.857
-3.004
-9,7
Finnland
1.824
1.762
-62
-3,4
Finnland
8.679
7.831
-848
-9,8
Frakkland
8.824
9.103
279
3,2
Frakkland
24.196
24.750
554
2,3
Holland
3.523
3.265
-258
-7,3
Holland
14.420
12.972
-1.448
-10,0
Ítalía
5.895
4.149
-1.746
-29,6
Ítalía
11.159
8.391
-2.768
-24,8
Japan
801
557
-244
-30,5
Japan
4.958
3.887
-1.071
-21,6
Kanada
2.528
2.795
267
10,6
Kanada
8.606
9.261
655
7,6
Kína
1.122
868
-254
-22,6
Kína
3.708
3.481
-227
-6,1
Noregur
4.149
4.822
673
16,2
Noregur
25.094
24.687
-407
-1,6
Pólland
1.686
1.875
189
11,2
Pólland
10.397
9.665
-732
-7,0
Spánn
6.499
5.257
-1.242
-19,1
Spánn
11.668
10.537
-1.131
-9,7
Sviss
2.826
2.829
3
0,1
Sviss
7.626
8.052
426
5,6
Svíþjóð
4.111
4.152
41
1,0
Svíþjóð
22.797
19.783
-3.014
-13,2
Þýskaland
14.330
14.414
84
0,6
Þýskaland
42.751
44.680
1.929
4,5
Annað
13.308
13.160
-148
-1,1
Annað
51.885
49.755
-2.130
-4,1
Samtals
92.021
89.558
-2.463
-2,7
Samtals
353.110
344.273
-8.837
-2,5
Ágúst eftir markaðssvæðum
Janúar-ágúst eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2009
2010
Fjöldi
(%)
2009
2010
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
16.142
16.540
398
2,5
Norðurlönd
87.431
80.158
-7.273
-8,3
Bretland
7.208
6.383
-825
-11,4
Bretland
41.965
42.051
86
0,2
Mið-/S-Evrópa
41.897
39.017
-2.880
-6,9
Mið-/S-Evrópa
111.820
109.382
-2.438
-2,2
Norður Ameríka
9.857
11.158
1.301
13,2
Norður Ameríka
40.946
45.894
4.948
12,1
Annað
16.917
16.460
-457
-2,7
Annað
70.948
66.788
-4.160
-5,9
Samtals
92.021
89.558
-2.463
-2,7
Samtals
353.110
344.273
-8.837
-2,5
Ísland
24.352
29.915
5.563
22,8
Ísland
172.445
190.838
18.393
10,7
Lesa meira
06.09.2010
Líkt og undanfarin ár tekur Visiticeland/Íslandsstofa þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás Íslands gegn föstu gjaldi og nú er komið hér inn á vefinn skráningarblað fyrir sýninguna.
World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 8.-11. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 4 daga fyrir ferðaþjónustuaðila (trade) en af þeim eru 2 síðustu dagarnir einnig fyrir almenning, þá sérstaklega síðasti dagurinn. Ferðamálastofa sér um að útbúa básinn og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best.
Skráningu lýkur 15. septemberHér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2010 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 15. september næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar.
Skráning á WTM 2010 (PDF-skjal)
Heimasíða sýningarinnar
Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsstjóri, siggagroa@islandsstofa.is Sími: 511 4000
Lesa meira