Fréttir

Ráðsmiðja um fræðandi ferðaþjónustu 20.-22. september 2010

Fræðasetrið í Svartárkoti og Kiðagil munu í samstarfi við Háskólasetrið á Hornafirði og NEED verkefnið (www.need.is) standa fyrir stefnumóti ferðaþjónustuaðila og fræðimanna víðs vegar af landinu á Kiðagili í Bárðardal dagana 20. ? 22. september 2010. Stefnumót þetta hefur hlotið nafnið Ráðsmiðja þar sem um er að ræða sambland af ráðstefnu, námssmiðju og opnum fundi. Ætlunin er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila og fræðimenn til að ræða saman um þróun fræðandi ferðþjónustu á Íslandi í dag. Fræðimenn koma úr ýmsum áttum en í dagskrá er einnig gefið gott svigrúm til umræðu ásamt því að farið verður í vettvangsferðir um Bárðardalinn. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. á mann og er innifalið í því gjaldi hádegisverður báða daga ásamt kaffiveitingum og ferðakostnaði í tengslum við vettvangsferðir. Þá er boðið upp á kvöldverð á mánudags- og þriðjudagskvöldi og kostar hvor um sig 2.500 kr. Tilkynna þarf sérstaklega um þátttöku í kvöldverði en ráðstefnugestir eru þó eindregið hvattir til að nýta sér þann vettvang til samræðna og skemmtunar. Einnig er boðið upp á gistingu á Kiðagili og er verðið á mann í tvær nætur, miðað við tveggja manna herbergi 9.500 kr. Fyrir mann í einstaklings herbergi í tvær nætur er verðið 13.000 kr. Morgunverður er innifalinn í gjaldinu. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Tryggvadóttur í síma 895-3293 eða með tölvupósti á netfangið kidagil@thingeyjarsveit.is. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir miðvikudaginn 15. september. Dagskrá ráðsmiðjunnar má skoða hér.  
Lesa meira

Travelreport.se - Svíþjóð

Travelreport.se - Svíþjóð (pdf)    
Lesa meira

Framkvæmdanefnd boðar til fundar 9. sept.

Framkvæmdanefnd Inspired by Iceland óskar eftir fundi með aðstandendum verkefnisinsfimmtudaginn 9. september n.k. kl. 13:30-16:30 á Radisson Blu Hótel Sögu.Tilefni fundarins er að allir sem lögðu fjármuni til verkefnisins fari yfir þann lærdóm sem draga má af því.Niðurstöður fundarins munu verða nýttar til að meta hvernig best er að haga samvinnu á þessu sviði á næstunni. Einar Karl Haraldsson formaður framkvæmdanefndarinnar stýrir fundinum.Iðnaðarráðherra og fulltrúar verkefnisstjórnar, Reykjavíkurborgar, SAF og ferðaþjónustufyrirtækis gera í stuttu máli grein fyrir afmörkuðum hlutum verkefnisins. Í framhaldinu munu Árni Geirsson og Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafar frá Alta,Stýra hópvinnu með World Café fyrirkomulagi - theworldcafe.com Að fundi loknum verður haldið í Iðnó í móttöku í boði iðnaðarráðherra. -----------------------------------------Gert er ráð fyrir að einn eða tveir mæti frá hverju fyrirtæki.Vinsamlegast tilkynnið nöfn þeirra sem koma á postur@idn.stjr.is  
Lesa meira

Travelreport.se - Svíþjóð

Travelreport.se - Svíþjóð (pdf)    
Lesa meira

Travelreport.se - Svíþjóð

Travelreport.se - Svíþjóð (pdf)    
Lesa meira