Fara í efni

Ferðamálaþing 2010 á Hilton Reykjavík Nordica - áhrif eldgossins

Ferðamálaþing 2008
Ferðamálaþing 2008

Þriðjudaginn 4. maí gengst Ferðamálastofa í samvinnu við iðnaðarráðuneytið fyrir ferðamálaþigi á Hilton Reykjavík Nordica. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána sem kynnt verður á næstu dögum en vert er að taka daginn strax frá. Reiknað er með að þingið hefjist um kl. 13 og standi fram eftr degi. Myndin er frá ferðamálaþingi 2008.