Fara í efni

Golf Iceland opnar fyrir aðild 9 holu golfvalla

Golfvöllur
Golfvöllur

Aðalfundur Golf Iceland var haldinn fyrir skömmu en Golf Iceland  var stofnað 2008 til að vinna enn frekar í samvinnu golfklúbba og ferðaþjónustufyrirtækja að auknum umsvifum í golfferðamennsku á Ísland.

Aðilar að samtökunum eru nú 24. Þrettán golfklúbbar og níu ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands. 

Í samþykktum  samtakanna var einugis gert ráð fyrir aðild 18 holu valla, en á aðalfundinum var samþykkt tilllaga stjórnar um að breyta því í þá veru að nú geti 9 holu vellir sótt um aðild að samtökunum.  Með þessari breytingu gefst nú  tækifæri fyrir velli um allt land til að komast inn í markaðs- og kynningarkerfi Golf Iceland.

Kynningarstarf og aðild að IAGTO
Á vegum Golf Iceland er unnið að kynningu og markaðssetningu á golfi á Íslandi gagnvart erlendum söluaðilum golfferða og einstaklingum. Samtökin svo og allir vellir og ferðaskrifstofur innan þeirra eru aðilar að IAGTO, ( The Global Golf Tourism Organisation),en í þeim samtökum eru um 400 sérhæfðir söluaðilar golfferða um allan heim auk golfvalla og annarra hagsmunaaðila. IAGTO vann á árinu 2009 sérstaka aðgerðar-og þróunaráætlun fyrir Golf Iceland,sem nú er unnið eftir af hálfu samtakanna. Mikil áhersla er lögð á að nýta dreifileiðir IAGTO í öllu kynningar- og markaðsstarfi. Þá hefur verið unnið hefbundið að kynningarstarfi með heimasíðu,gerð DVD myndbands, bæklingum,sýningarþátttöku, beinum auglýsingum erlendis o.fl.

Aukinn áhugi
Veruleg aukning hefur orðið á fjölda þeirra söluaðila sem bjóða golfferðir til Íslands. 10-15 sérhæfðar erlendar ferðaskrifstofur sem ekki hafa boðið golfferðir fyrr til Íslands eru nú með golfferðir til Íslands í sínum sölubæklingum fyrir 2010 og ljóst að mun meira berst nú af fyrirspurnum og bókunum hópa en áður í golf. Stærstu hóparnir sem von er á eru um 70 manns og eru bókanir allt fram í september.

Kynnisferð í júní
Golf Iceland hefur boðið um 20 sérhæfðum söluaðilum golfferða  golfblaðamönnum til Íslands í júní til að kynna sér golf á Íslandi. Alls sóttu 50 aðilar um að komast í ferðina þegar hún var kynnt, sem sýnir áhuga meðal golfferðasala.

Heimasíða: www.golficeland.org