Fara í efni

Fréttatilkynning frá Ferðamálaráði

Ferðamálaráð kom saman til fundar í hádeginu í dag, 16. apríl 2010, og telur ástæðu til þess að vekja ahtygli á að daglegt líf á Íslandi gengur sinn vanagang þrátt fyrir að eldgos í Eyjafjallajökli á suðurströnd Íslands hafi veruleg áhrif og skapi hættu á tilteknu svæði.  Í öðrum landshlutum er  mannlíf í föstum skorðum.

Enda þótt gosið í Eyjafjallajökli sé tiltölulega lítið þá hefur gosaska dreifst víða og truflað flugsamgöngur í Evrópu. Það er sameiginlegt viðfangsefni flugmála- og ferðamálayfirvalda í Evrópu að finna leiðir til þess að koma ferðamönnum til áfangastaða af fullkomnu öryggi. 

Almannavarnir á Íslandi sjá um að fyllsta öryggis sé gætt innanlands og stöðugar upplýsingar berist til allra sem á þeim þurfa að halda. Euro Control og Volcanic Ash Center ákveða um flugheimildir í Evrópu.

Enda þótt gosið yrði langvinnt, sem engin leið er að spá um,  er talið að úr gosöskumyndun dragi þegar forsendur fyrir blöndun vatns og eimyrju eru ekki lengur fyrir hendi.

Ferðamálaráð varar við yfirdrifnum fréttum af gosinu en hvetur ferðamenn til þess að fylgjast vel með þróun þess.

Þeir ferðamenn sem eru á Íslandi um þessar mundir eru í góðu yfirlæti og reynt er að greiða götu þeirra sem best má.

Travellers in Iceland are safe and sound

The Icelandic Tourist Council held a meeting at noon today, 16 April 2010, whereupon it was decided to issue a press release stressing that day-to-day life in Iceland is just as usual, even though the volcanic eruption in Eyjafjallajökull glacier on the south coast of Iceland has made a profound impact and generated dangers in a specified area. In other parts of the country, Icelanders? daily life is proceeding quite normally.

Even though the eruption in Eyjafjallajökull is relatively small, airborne volcanic ash has dispersed over a wide area and disrupted air travel in Europe. It is the joint task of the aviation and tourism authorities in Europe to find ways to transport travellers to their destinations with absolute safety.

It is the task of Iceland?s Civil Protection Department to ensure that the utmost safety measures are followed in Iceland, and to provide a constant flow of information to all parties that need it. Euro Control and the Volcanic Ash Center take decisions on air travel authorisations in Europe.

Even if the eruption is prolonged ? and its duration is impossible to predict ? it is considered likely that volcanic ash formation will taper off once the preconditions for the mixture of water and embers no longer exist.

The Icelandic Tourist Council wishes to forewarn the public of exaggerated news reports on the eruption but encourages travellers to keep abreast of developments.

Travellers currently in Iceland are safe and well-treated, and the appropriate parties are making every effort to make their stay as pleasant and comfortable as possible.

Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Konráðsdóttir formaður Ferðamálaráðs í síma 693 9363