Fréttir

Málþing um málefni Hveravalla

Húnavatnshreppur, Hveravallafélagið ehf,  Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vaxtarsamningur Norðurlands vestra halda opið málþing um málefni Hveravalla laugardaginn 23. október næstkomandi klukkan 10:30-16:00 í Húnaveri. Leiðarstef málþingsins er þróun heilsársstarfsemi á Hveravöllum í átt til sjálfbærrar framtíðar með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi. Umferð ferðamanna um Kjöl hefur aukist verulega undanfarin ár, og er nú talið að fjöldi gesta á Hveravöllum sé allt að 30-40 þúsund á sumri. Metnaðarfullt deiliskipulag hefur verið gert fyrir svæðið þar sem gert er ráð fyrir hálendismiðstöð, en sú uppbygging  er kostnaðarsöm og vandséð hvernig að henni verður staðið. Á hinn bóginn er ljóst að bæta verður grunnþjónustu á Hveravöllum, til dæmis hreinlætisaðstöðu. Umtalsverðar úrbætur hafa verið gerðar í því efni til bráðabirgða að undanförnu, og borun eftir neysluvatni síðastliðið vor lofar góðu. Jafnframt var borað eftir heitu vatni sem nýta mætti til raforkuframleiðslu, og tókst það vonum framar. Áður en ráðist verður í frekari uppbyggingu þessara innviða þarf að huga að framtíðarsýn fyrir Hveravelli og leita raunhæfra leiða að henni. Málþinginu er ætlað umtalsvert hlutverk í því efni, og vonast skipuleggjendur þess til góðrar þáttöku af hálfu allra sem láta sig varða uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendinu. Nánari upplýsingar, drög að dagskrá og skráningarform er að finna á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: www.ssnv.is . Athugið að þáttaka í málþinginu er án endurgjalds, en óskað er eftir því að áhugasamir láti vita af áhuga sínum með því að skrá sig á vefsíðu málþingsins .
Lesa meira

Frétt 2

Iceland is not only closer than you think, but far different than you ever imagined. Where else can you witness such marvels of Mother Nature as a tremendous icecap and several glaciers, spouting geysers and steaming solfataras, volcanoes (hopefully dormant), raging rivers and magnificent waterfalls, a multitude of birds, cavorting whales just offshore and many other surprises. And don´t let the name deceive you. Summers are surprisingly warm, when the sun shines virtually round the clock, and winters not as cold as you might expect. Every part of the year has its own special attractions, character and charm. Regardless of when you visit, be assured that the warmth shown by Icelanders, their desire to share their culture and the efforts made to make your stay as pleasant as possible will, like the spectacular landscape, never be forgotten.
Lesa meira

Frétt 1

Iceland is not only closer than you think, but far different than you ever imagined. Where else can you witness such marvels of Mother Nature as a tremendous icecap and several glaciers, spouting geysers and steaming solfataras, volcanoes (hopefully dormant), raging rivers and magnificent waterfalls, a multitude of birds, cavorting whales just offshore and many other surprises. And don´t let the name deceive you. Summers are surprisingly warm, when the sun shines virtually round the clock, and winters not as cold as you might expect. Every part of the year has its own special attractions, character and charm. Regardless of when you visit, be assured that the warmth shown by Icelanders, their desire to share their culture and the efforts made to make your stay as pleasant as possible will, like the spectacular landscape, never be forgotten.
Lesa meira

Ferðasýning í Noregi - janúar 2011

Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðasýningunni Reiseliv sem fram fer í Lillestrom í Noregi dagana 13.-16.janúar 2011. Sýningin er haldin á hverju ári og er stærsta ferðasýningin á norska markaðnum; á síðasta ári sóttu hana um 33 þúsund manns, þar af 4.300 aðilar frá ferðaþjónustufyrirtækjum. Reiseliv býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar, 13.-14. janúar, er helgaður B2B en 15.-16. janúar er sýningin opin almenningi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Sunnu Þórðardóttur hjá Íslandsstofu fyrir 26. október nk., sunna@islandsstofa.is  
Lesa meira

Kynningar í London

Íslandsstofa undir merkjum Visit Iceland tók þátt í Scandinavia show sem var haldin í Olympia í London dagana 9.-10. október síðastliðinn. Þar tóku þátt og voru með kynningar fyrirtæki í tísku, hönnun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Mikil ánægja var með hvernig til tókst ekki síst þar sem þessi sýning var sú fyrsta sinnar tegundar. Sýndu breskir„tilvonandi“ ferðamenn til Íslands mikinn áhuga á landi og þjóð og ekki síst Norðurljósunum, hraunmolunum og Eyjafjallajökulsöskunni sem var til sýnis í básnum. Auk fulltrúa Íslandsstofu, Sigríðar Gróu Þórarinsdóttur, tóku þátt frá Íslandi Þórarinn Þór frá Reykjavik Excursion og Margrét Benediktsdóttir frá Iceland Travel. Auk Íslandsbásins voru á sýningunni ferðaskrifstofurnar Discover the World, Taber Holidays og Best Served Holidays, sem allar selja ferðir til Íslands. Vel heppnuð kynningÍ tenglsum við ferðina var haldin fræðslukynning fyrir aðila sem selja ferðir til Íslands, í samvinnu við Selling Short Breaks & Holidays tíamritið. Hún hófst með kynningu frá Sigríði Gróu og í kjölfarið voru umræður þar sem tóku þátt fulltrúar Selling Short Breaks & Holidays, 10-15 söluaðilar og fulltrúar frá Reykjavik Excursion, Icelandair, Iceland Express, Kirker Holidays, Regent Holidays, Best Served Holidays, All Iceland, Nordic Experience og Kirker Holidays.
Lesa meira

prufa nýjan 3

prufa nýjan 3
Lesa meira

prufa nýjan 2

prufa 2
Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra ETC laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs Evrópu, The European Travel Commission (ETC). Aðildarlönd eru um 40 talsins, þar með talið Ísland. Um er að ræða spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi en viðkomandi verður staðsettur í Brussel. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember næstkomandi en ráðið er til tveggja ára í senn. Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi PDF-skjali: Auglýsing um starf framkvæmdastjóra ETC
Lesa meira

MK-nemar sem fyrr sterkir í Evrópukeppninni

Nemendur úr Ferðamálasskólanum og Hótel- og matvælaskólanum í MK sýndu frábæran árangur í árlegri nemakeppni AEHT (Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla) sem haldin var í Lissabonn dagana 5.-10. október síðastliðinn og komu heim með silfurverðlaun í eftirréttagerð. Nemakeppnin er liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í eftirréttagerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðakynningum, matreiðslu og stjórnun. Andri Kristjánsson, bakaranemi, keppti í eftirréttagerð ásamt stúlku frá Lettlandi. Verkefni þeirra var að útbúa fjórar tegundir af eftirréttum. Andri byrjaði á að taka einstaklingspróf í faginu og að því loknu fengu þau þrjá og hálan tíma til að útbúa fjóra eftirrétti og bera fyrir dómnefnd. Þau fengu silfurverðlaun fyrir sitt framlag, en dæmt er m.a. eftir bragði og útliti, fagmennsku í vinnubrögðum og samvinnu keppenda. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, nemi í Ferðamálaskóla MK, tók þátt í keppni í ferðakynningum ásamt stúlkum frá Hollandi og Eistlandi. Verkefnið var þrískipt. Nemendur byrjuðu á að taka eintaklingspróf og fengu þeir eftir það 5 klukkutíma til að rannsaka tækifæri og möguleika menningartengdrar ferðamennsku á ferðamannastað sem er á heimsminjaskrá Unesco. Nemendur áttu að lokum að kynna verkefnið frammi fyrir áhorfendum og dómnefnd. Dæmt er eftir fagmennsku í vinnubrögðum, enskukunáttu, framsetningu og samvinnu keppenda. Evrópusamtök hótel og ferðamálaskóla voru stofnuð árið 1988 og voru aðilar þá samtals 24 skólar í 16 Evrópulöndum. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru á fjórða hundrað skólar frá rúmlega 40 löndum í samtökunum. Stór ráðstefna og nemakeppni er haldin í október ár hvert og skiptast aðildarlöndin á um að vera gestgjafar. Ráðstefnugestir voru rúmlega 700, frá 150 skólum í yfir 30 þátttökulöndum.
Lesa meira

Fyrirlestur um viðhald verndaðra svæða

Föstudaginn 15. október næstkomandi í Lögbergi, stofu 102 kl. 12:15 mun Steve McCool halda fyrirlestur með yfirskriftinni Sustaining Protected Areas in an Era of Change, Uncertainty and Opportunity á vegum Líf- og Umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Steve er virtur sérfræðingur á  sviði Þjóðgarðastjórnunar. Hann er prófessors Emeritus við Montana háskóla. (sjá http://www.cfc.umt.edu/spotlight/steve_mccool.aspx ) og hefur  ritað  fjölmargar bækur og greinar  um efnið t.d Tourism in National Parks and Protected Areas og Tourism, Recreation and Sustainability ? Linking Culture and the Environment. Þá hefur hann starfað m.a. fyrir IUCN, International Union for Conservation of Nature http://www.iucn.org/   sem ráðgjafi víða um heim. Þá hefur hann unnið til fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknastörf sín í þágu víðáttu og þjóðgarðastjórnunar.  
Lesa meira