Fréttir

Metfjöldi í september hjá Upplýsingamiðstöð Ferðamála í Reykjavík

Síðastliðinn september heimsóttu 29.170 manns Upplýsingamiðstöð Ferðamála Aðalstræti 2 og hafa þeir aldrei verið fleiri í septembermánuði frá upphafi mælinga. Fjöldi gesta hefur verið mældur síðan 2002 en komu 7.465 ferðamanna á upplýsingamiðstöðina. ?Þrátt fyrir meðaltalslækkun fyrstu 8 mánuði ársins upp á 8,6% virðist heildarfjöldi heimsókna stefna í yfir  300.000 gesti sem er 2. besta ár hjá Upplýsingamiðstöðinni. Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli virðist reyndin vera sú að markaðsvinna eftir gosið sé að skila sér, hópar sem áttu bókað í vor og urðu að afbóka vegna flugsamgangna eru að skila sér í töluverðum mæli nú í september og október," segir í tilkynningu.  
Lesa meira

Fjöldi erlendra ferðamanna í september

Alls fóru 40.863 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í septembermánuði nýliðnum. Um er að ræða 3,8% færri brottfarir erlendra gesta en í sama mánuði árið 2009 en einungis tvívegis áður hafa þó ferðamenn verið fleiri í september, eða árin 2008 og 2009. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Norður Ameríku (+22,6%) og nokkra fjölgun frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ?Annað? (+7,1%). Bretum fækkar hins vegar umtalsvert eða um 22,6%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu um 13,9% og Norðurlandabúum um 6,2%. Frá áramótum hafa 385.100 erlendir gestir farið frá landinu eða 10.400 færri en á sama tímabili árið áður. Fækkunin nemur 2,6% milli ára. Fækkun hefur verið frá öllum mörkuðum nema Norður- Ameríku en þaðan hefur verið fjölgun upp á 13,5%. Veruleg fjölgun er í brottförum Íslendinga í september en í ár fóru 27.808 Íslendingar frá landinu en í sama mánuði árinu áður fóru tæplega 22 þúsund úr landi. Fjölgunin nemur 28,2% milli ára. Frá áramótum hafa 24.500 fleiri Íslendingar farið utan í ár en á sama tímabili í fyrra. September eftir þjóðernum Janúar-september eftir þjóðernum   Breyting milli ára   Breyting milli ára   2009 2010  Fjöldi  (%)   2009 2010  Fjöldi  (%) Bandaríkin 4.721 5.629 908 19,2 Bandaríkin 37.061   42.262 5.201 14,0 Bretland 4.845 3.749 -1.096 -22,6 Bretland 46.810   45.800 -1.010 -2,2 Danmörk 3.451 3.602 151 4,4 Danmörk 34.312   31.459 -2.853 -8,3 Finnland 1.077 1.004 -73 -6,8 Finnland 9.756     8.835 -921 -9,4 Frakkland 2.249 1.728 -521 -23,2 Frakkland 26.445   26.478 33 0,1 Holland 1.837 1.440 -397 -21,6 Holland 16.257   14.412 -1.845 -11,3 Ítalía 817 542 -275 -33,7 Ítalía 11.976     8.933 -3.043 -25,4 Japan 591 419 -172 -29,1 Japan 5.549     4.306 -1.243 -22,4 Kanada 1.484 1.981 497 33,5 Kanada 10.090   11.242 1.152 11,4 Kína 599 624 25 4,2 Kína 4.307     4.105 -202 -4,7 Noregur 4.341 4.074 -267 -6,2 Noregur 29.435   28.761 -674 -2,3 Pólland 832 738 -94 -11,3 Pólland 11.229   10.403 -826 -7,4 Spánn 1.167 865 -302 -25,9 Spánn 12.835   11.402 -1.433 -11,2 Sviss 582 584 2 0,3 Sviss 8.208     8.636 428 5,2 Svíþjóð 3.290 2.727 -563 -17,1 Svíþjóð 26.087   22.510 -3.577 -13,7 Þýskaland 5.375 5.200 -175 -3,3 Þýskaland 48.126   49.880 1.754 3,6 Annað 5.205 5.957 752 14,4 Annað 57.090   55.712 -1.378 -2,4 Samtals 42.463 40.863 -1.600 -3,8 Samtals 395.573 385.136 -10.437 -2,6 September eftir markaðssvæðum Janúar-september eftir markaðssvæðum   Breyting milli ára   Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)   2009 2010 Fjöldi (%) Norðurlönd 12.159 11.407 -752 -6,2 Norðurlönd    99.590   91.565 -8.025 -8,1 Bretland 4.845 3.749 -1.096 -22,6 Bretland    46.810   45.800 -1.010 -2,2 Mið-/S-Evrópa 12.027 10.359 -1.668 -13,9 Mið-/S-Evrópa  123.847 119.741 -4.106 -3,3 Norður Ameríka 6.205 7.610 1.405 22,6 Norður Ameríka 47.151   53.504 6.353 13,5 Annað 7.227 7.738 511 7,1 Annað    78.175   74.526 -3.649 -4,7 Samtals 42.463 40.863 -1.600 -3,8 Samtals 395.573 385.136 -10.437 -2,6 Ísland 21.688 27.808 6.120 28,2 Ísland 194.133 218.646 24.513 12,6
Lesa meira

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna 2010

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2010. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök. Tilnefningar sendist á skrifstofu Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík, merktar Umhverfisverðlaun eða með tölvupósti á umhverfisstjóra stofnunarinnar, Svein Rúnar Traustason, á netfangið sveinn@icetourist.is fyrir 30. október næstkomandi. Skjal til útfyllingar og nánari upplýsingarHér að neðan er auglýsing um umhverfisverðlaunin (pdf-skjal) en einnig doc-skjal með spurningum og atriðum sem þurfa að vera í lagi þegar ferðaþjónustuaðilar eru tilnefndir. Skjal til útfyllingar vegna umhverfisverðlauna (Word-skjal) Auglýsing sem PDF til útprentunar Nánari upplýsingar og listi yfir fyrri verðlaunahafa  
Lesa meira

Gistinóttum fækkaði um tæp 9% í ágúst

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í ágúst síðastliðnum. Gistinæturnar þá voru 187.700, samanborið við 205.200 í sama mánuði árið 2009. Fækkun gistinátta í ágúst náði til allra landsvæða en hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Norðurlandi og Austurlandi eða um rúm 18%. Gistinóttum á Norðurlandi fækkaði úr 24.000 í 19.600 og á Austurlandi voru 10.300 gistinætur samanborið við 12.600 í ágúst 2009. Á Suðurlandi fækkaði gistinóttum úr 30.300 í ágúst 2009 í 26.700 eða um 12 %.  Á höfuðborgarsvæðinu voru 113.400 gistinætur í ágúst sem er 6% minna en í fyrra, á Suðurnesjum fækkaði gistinóttum um 4% og á Vesturlandi og Vestfjörðum um tæp 2% samanborið við ágúst 2009. Fækkun gistinátta á hótelum í ágúst nær bæði til erlendra gesta og Íslendinga. Gistinóttum erlendra gesta á hótelum fækkaði um 10% samanborið við ágúst 2009 og  gistinóttum Íslendingar fækkar um 1%. Gistinóttum á hótelum fyrstu átta mánuði ársins fækkar um 3% milli áraGistinætur fyrstu átta mánuði ársins voru 951.800 en voru 978.900 á sama tímabili árið 2009.  Gistinóttum fjölgaði á Vesturlandi og Vestfjörðum um 2% en á Suðurnesjum og Suðurlandi voru gistinætur svipaðar á milli ára. Á Norðurlandi og Austurlandi fækkaði gistinóttum um 5% á milli ára og gistinætur á höfuðborgarsvæðinu voru 3% færri í ár samanborið við fyrstu átta mánuði ársins 2009. Fyrstu átta mánuði ársins fækkar gistinóttum Íslendinga um 8% frá fyrra ári á meðan gistinóttum útlendinga fækkar um 2%.
Lesa meira

Flightglobal.com

Flightglobal.com    
Lesa meira

Flightglobal.com

Flightglobal.com    
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í september

Tæplega 160 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í septembermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru rúmlega 13% fleiri farþegar en í september 2009. Frá áramótum hafa rúmlega 1,4 milljónir farþegar farið um völlinn, 80 þúsund farþegum fleiri en á sma tímabili í fyrra. Þetta gerir 6% aukningu, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir talningu gesta sem fara úr landi um Leifsstöð. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur í ljós hlutfallið milli Íslendinga og erlendra gesta, ásamt því hvernig einstakir markaðir skiptast.   Sept. 10. YTD Sept.09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 65.225 575.621 62.355 579.245 4,60% -0,63% Hingað: 58.821 569.033 54.916 580.520 7,11% 1,47% Áfram: 1.556 15.447 4.127 37.663 -62,30% -58,98% Skipti. 34.355 245.660 19.922 148.220 72,35% 66,74%   159.937 1.425.761 141.320 1.345.638 13,17% 5,95%
Lesa meira

Vestfirðir fá evrópsk ferðamálaverðlaun

Í vikunni voru EDEN ferðaverðlaunin afhent í Brussel. Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn "2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism" og voru Vestfirðir fulltrúar Íslands.
Lesa meira