Fara í efni

Kynningar í London

schandinavian show2
schandinavian show2

Íslandsstofa undir merkjum Visit Iceland tók þátt í Scandinavia show sem var haldin í Olympia í London dagana 9.-10. október síðastliðinn. Þar tóku þátt og voru með kynningar fyrirtæki í tísku, hönnun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Mikil ánægja var með hvernig til tókst ekki síst þar sem þessi sýning var sú fyrsta sinnar tegundar. Sýndu breskir„tilvonandi“ ferðamenn til Íslands mikinn áhuga á landi og þjóð og ekki síst Norðurljósunum, hraunmolunum og Eyjafjallajökulsöskunni sem var til sýnis í básnum.

Auk fulltrúa Íslandsstofu, Sigríðar Gróu Þórarinsdóttur, tóku þátt frá Íslandi Þórarinn Þór frá Reykjavik Excursion og Margrét Benediktsdóttir frá Iceland Travel. Auk Íslandsbásins voru á sýningunni ferðaskrifstofurnar Discover the World, Taber Holidays og Best Served Holidays, sem allar selja ferðir til Íslands.

Vel heppnuð kynning
Í tenglsum við ferðina var haldin fræðslukynning fyrir aðila sem selja ferðir til Íslands, í samvinnu við Selling Short Breaks & Holidays tíamritið. Hún hófst með kynningu frá Sigríði Gróu og í kjölfarið voru umræður þar sem tóku þátt fulltrúar Selling Short Breaks & Holidays, 10-15 söluaðilar og fulltrúar frá Reykjavik Excursion, Icelandair, Iceland Express, Kirker Holidays, Regent Holidays, Best Served Holidays, All Iceland, Nordic Experience og Kirker Holidays.