Fara í efni

Mikill áhugi á heilsuferðaþjónustu

IMG_0723
IMG_0723

Um 90 manns mættu á stofnfund Samataka um heilsuferðaþjónustu sem haldin var í Nauthól við Nauthóslvík í gær. Veruleg tækifæri eru talin felst í þessari tegund ferðamennsku, ekki síst í ljósi þess að hún er síður háð veður fari árstíðabundnum sveiflum.

Tækifærin fyrir hendi
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ávarpaði fundinn og í máli hennar kom fram að að niðurstöður vinnuhóps iðnaðarráðuneytisins sýni að með markaðssetningu undir sameiginlegu merki íslenskrar heilsuferðaþjónustu megi fjölga umtalsvert ferðamönnum sem hingað koma í hressingarmeðferðir ýmis konar.

Mikill áhugi
Katrín segir að þetta verkefni eigi ekki eingöngu að taka til lækningaferðaþjónustu. Skilgreina megi heilsuferðaþjónustu mjög vítt. ?Þarna má fella undir baðmenningu, jarðhita, óspillta náttúru, gæði íslenskra matvæla, útivist og svo framvegis. Við eigum frábæra frumkvöðla í íslenskum ferðaþjónustuiðnaði og vonandi taka þeir sem flestir þátt í starfi hinna nýju samtaka um heilsuferðaþjónustu. Umtalsverð undirbúningsvinna hefur verið unninn í iðnaðarráðuneytinu í tengslum við þetta mál og sé miðað við þátttöku í vinnusmiðju sem haldin var á vegum Ferðamálstofu í nóvember, þá er geysilegur áhugi á meðal íslenskra ferðaþjónustuaðila að sækja inn á þennan markað," segir Katrín.

Að sögn Katrínar verða settar 4 milljónir króna í verkefnið auk þess sem Ferðamálastofa mun leggja til 50% stöðugildi. Starfsmaður verkefnisins verður Sunna Þórðardóttir.

Umhverfi við hæfi
Með sanni má segja að við hæfi hafi verið að vera með fundinn í þessu umhverfi, í einu vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, í návígi við göngustíga, siglingaklúbba, ilströndina, sjóböð o.fl. Til að undirstrika þetta enn frekar fóru ráðherra og fleiri fundarmenn að loknum fundinum í hjólreiðatúr um Nauthólsvíkina.

Stjórn samtakanna
Formaður: Magnús Orri Schram
Aðrir stjórnarmenn:
Íris Elfa Þorkelsdóttir, Icelandair Hotels
Sjöfn Kjartansdóttir, Iceland Pro Travel
Ingi Þór Jónsson, Heilsustofnun NLFÍ
Dagný Pétursdóttir, Bláa Lónið
Anna Sverrisdóttir, Ráðgjafi
Hansína B. Einarsdóttir, Hótel Glymur
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri HR
Stefán Gunnarsson, Jarðböðin við Mývatn
Jón Gunnar Borgþórsson, Ferðamálastofa
Jónína Benediktsdóttir, Detox Jónínu Ben
Eyþór Guðjónsson, Skemmtigarðurinn
Elín María Björnsdóttir, Pure Health
Þorleifur Þór Jónsson, Útflutningsráð
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Deildartunguhver

Þá verður skipuð fimm manna framkvæmdastjórn og þrír undirhópar sem fjalla munu um innra starf, gæðamál og markaðsmál.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum: