Fréttir

Gott ár fyrir íslenskra ferðaþjónustu

Íslensk ferðaþjónusta má vel við una eftir árið 2009. Þrátt fyrir hnattræna kreppu og versnandi afkomu ferðaþjónustunnar í Evrópu, óx umfang íslenskrar ferðaþjónustu á síðasta ári.
Lesa meira

Ferðamannamóttökur OR hljóta umhverfisvottun Green Globe

Gestamóttökur virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á  Hellisheiði og Nesjavöllum hafa  hlotið fyrsta stig Green Globe vottunar, Green Globe Benchmarked Bronze Status. Green Globe eru alþjóðleg samtök sem veita vottun fyrirtækjum  í ferðaþjónustu og sveitarfélögum,  sem vilja vinna að sjálfbærri þróun,  stofnuð 1994 í framhaldi af heimsráðstefnunni um umhverfismál í Rio de Janeiro 1992. Í  frátt frá Orkuveitunni kemur fram að fjöldi gesta í Hellisheiðarvirkjun hefur vaxið ár frá ári og árið 2009 voru skráðir gestir 103.232 talsins. Árið áður voru gestirnir 33.500 og hefur gestafjöldinn því þrefaldast á milli ára. Mestur var gestagangurinn á nýliðnu ári 18. dag ágústmánaðar. Þá var um tíma 21 rúta með erlenda ferðamenn fyrir utan stöðvarhús virkjunarinnar og nam gestafjöldinn þann daginn 970 manns.Gestamóttakan er opin alla daga frá kl. 9:00 til 18:00 og starfsfólk hennar er boðið og búið að fræða ferðafólk um grundvallaratriði jarðhitanýtingar og ekki síður að kynna fólki og leiðbeina því um gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Stikaðar gönguleiðir losa 100 kílómetra að lengd. Stöðugar umbætur í umhverfismálumVottunin er þróuð í samvinnu við Alþjóða ferðamálaráðið og byggist á því að fyrirtæki í þeirri atvinnugrein, eða öðrum henni tengdum, sýni fram á stöðugar umbætur eða úrbætur í umhverfismálum.  Fyrirtækjunum er gert að taka tillit til umhverfisins og samfélagsins í daglegum rekstri og að bæta fyrir umhverfislega og félagslega röskun sem getur hlotist af rekstrinum. Nokkur atriði, svokallaðir umhverfisvísar, eru lögð til grundvallar við vottunina. Starfsemi gestamóttökunnar í Hellisheiðarvirkjun féll öll innan marka Green Globe hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, orkunýtingu og -stýringu, bætta nýtingu á ferskvatni, vernd vistkerfis og stjórn landnotkunar, loftgæði og stjórn hávaðamengunar, að draga úr úrgangi, geymslu á hættulegum efnum og loks hvað varðar aðkomu að samfélags- og menningarmálum á starfssvæði sínu. Undir síðasta umhverfisvísinn fellur áhersla á að ráða fólk af athafnasvæði fyrirtækisins og kaupa þjónustu þaðan.  
Lesa meira

Ferðamálaþing á Hilton Reykjavík Nordica

ATH. Ferðamálaþingi, sem fyrirhugað var að halda 14. janúar 2010, hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum og verður ný dagsetning kynnt síðar. Mynd: Frá fjölsóttu ferðamálaþingi sem Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa héldu fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira

Fjölgun styrkumsókna til úrbóta á ferðamannastöðum

Síðastliðinn föstudag rann út skilafrestur vegna umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum 2010. Umsóknir þetta árið voru 251 sem er um 17% aukning frá því í fyrra. Heildarupphæð styrkumsókna 457 milljónir?Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og vilja til að bæta aðstöðu og umhverfi ferðamannastaða vítt og breitt um landið. Þá er augljóst að metnaðurinn við gerð umsókna fer vaxandi sem er einnig fagnaðarefni. Heildarupphæð styrkumsókna fyrir árið 2010 var um 457 milljónir króna. Líkt og fyrri ár er þetta mun hærri ummhæð en er til ráðstöfunar þannig að val um styrkveitingar verður hvorki létt né sársaukalaust,? segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Næstu skref eru þau að nú mun fara fram vinna við flokkun og úrvinnslu umsókna. Ef þörf krefur verður óskað eftir frekari upplýsingum og verða umsækjendur þá að vera fljótir til að svara. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir um val verkefna og styrkþega í kringum 20. febrúar næstkomandi.  
Lesa meira

Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum

Miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 verður haldinn opinn kynningarfundur á Ísafirði um svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins. Áhugasamir utan norðanverðra Vestfjarða geta tekið þátt í fundinum með hjálp fjarfundabúnaðar á Hólmavík, Reykhólum og Patreksfirði. Námið er haldið af Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands sem ber faglega ábyrgð á náminu, og Ferðamálasamtök Vestfjarða. Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Á fyrstu önn koma þátttakendur saman á tveimur helgarlotum, en á annarri og þriðju önn verða þrjár helgarlotur, en námið fer að öðru leyti fram í dreifnámi. Helgarloturnar eru haldnar á mismunandi stöðum á Vestfjörðum. Allar nánari upplýsingar um svæðisleiðsögunámið er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru. Styrkir skiptast í tvo meginflokka: 1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA ER VARÐA ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM:Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði. Ekki er veittur styrkur vegna vinnuframlags. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur. Umsókn skal innihalda:a) Kostnaðar- og framkvæmdaáætlunb) Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisinsc) Teikningar af mannvirkjum, þar sem það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúad) Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðendaEkki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 2. STYRKIR TIL UPPBYGGINGAR Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM OG NÝJUM SVÆÐUM:Veittir verða styrkir til úrbóta í umhverfismálum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið 50% af kostnaðaráætlun. Verkefni þar sem skipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi liggur fyrir njóta áfram forgangs en nú verður einnig hægt að sækja um styrki fyrir skipulags- eða hönnunarvinnu ásamt undirbúningsrannsóknum. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja verkefni sem hafa sjálfbærni og langtímamarkmið í umhverfismálum að leiðarljósi. Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir skipulag og hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. Umsókn skal innihalda:a. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlunb. Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisinsc. Teikningar af mannvirkjum, þegar það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúad. Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðenda Vakin er athygli á að styrkþegi stjórnar framkvæmdum sjálfur og er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkjum er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum líkur. Ekki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi á svæði, og mikilvægi aðgerðanna út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. Umsóknarfrestur:Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2010. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Meðfylgjandi gögn:Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitarfélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. Hvar ber að sækja um:Umsóknir berist með rafrænum hætti á meðfylgjandi umsóknareyðublaði (sjá hér að neðan). Umsóknareyðublöð má einnig fá á skrifstofu stofnunarinnar að Strandgötu 29, 600 Akureyri. Umsókn um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum 2010. Excel-eyðublað til útprentunarÞeir sem vilja eiga útprent af umsókn sinni geta fyllt út meðfylgjandi Excel-eyðublað. Athugið að eftir sem áður er nauðsynlegt að fylla út rafrænu umsóknina hér að ofan. Excel-eyðubað til útprentunar Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5510 eða á sveinn@icetourist.is
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 7% í nóvember

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum. Þar kemur fram að gistnæturnar voru þáu 71.800 en voru 77.500 í sama mánuði árið 2008. Fækkunin nemur rumum 7%. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 45% miðað við nóvember 2008, úr 1.500 í 800. Á höfuðborgarsvæðinu fóru gistinætur úr 60.600 í 54.600 sem er 10% samdráttur milli ára. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 5.700 í 5.400 eða um 6%.  Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi úr 6.700 í 8.000 eða um tæp 20%. Á Norðurlandi voru gistinætur svipaðar milli ára eða um 3.000. Gistinóttum erlendra ríkisborgara fækkaði um tæp 9% milli ára og gistinóttum Íslendinga fækkaði einnig milli ára um 4%. Svipaður fjöldi fyrstu ellefu mánuði ársinsGistinætur fyrstu ellefu mánuði ársins voru 1.278.300 en voru 1.281.000 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 7% og á Suðurlandi um 6%. Á öðrum landsvæðum fækkar gistinóttum eða eru svipaðar milli ára. Mest fækkar gistinóttum á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða eða um 11%.  Fyrstu ellefu mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 10% á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um tæp 3% miðað við sama tímabil árið 2008.
Lesa meira

Ferðamálaþingi frestað

Af óviðráðanlegum orsökum hefur ferðamálaþingi sem Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa áformuðu að gangast fyrir fimmtudaginn 14. janúar á Hilton Reykjavík Nordica verið frestað. Ný dagsetnig verður auglýst síðar. Mynd: Frá fjölsóttu ferðamálaþingi sem Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa héldu fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll 2009

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 1,7 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Þetta er um 16,7% fækkun á milli ára. Alls voru farþegar 1.658.419 á árinu 2009, samanborið við 1.991.338 farþega árið 2008. Fækkun var í öllum mánuðum ársins að desember undanskyldum þegar farþegafjöldinn var nánast sá sami. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir desember en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá mun heildarfjöldi gesta til landsins í fyrra jafnframt liggja fyrir. Nánari skiptingu á farþegum um Keflavíkurflugvöll má sjá í meðfylgjandi töflu.     Des.09. YTD Des.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 33.164 706.027 36.699 867.922 -9,63% -18,65% Hingað: 41.139 714.682 41.047 878.101 0,22% -18,61% Áfram: 3.276 47.020 4.581 39.090 -28,49% 20,29% Skipti. 13.525 190.690 8.611 206.225 57,07% -7,53%   91.104 1.658.419 90.938 1.991.338 0,18% -16,72%
Lesa meira