Fara í efni

Fjölbreytt verkefni Iceland Naturally 2010

Iceland Naturally 2010
Iceland Naturally 2010

Stórar kynningarherferðir á íslenskri ferðaþjónustu, kynning á íslenskum sjávarafurðum, kynning á endurnýjanlegri orku og tækni, íslenskir úrvalskokkar sem elda fyrir almenning, tónleikar, kvikmynda- og listahátíðir eru meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem Iceland Naturally hefur skipulagt vestanhafs fyrir árið 2010.

Um Iceland Naturally
Kynningarverkefnið ?Iceland Naturally? er samstarfsverkefni ríkisstjórnar Íslands og íslenskra fyrirtækja sem starfa á mörkuðum Norður Ameríku og er tilgangur þess að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu og efla ímynd Íslands meðal neytenda þar. Verkefnið er rekið af aðalræðisskrifstofu Íslands og skrifstofu Ferðamálastofu í New York. Framkvæmdastjórar verkefnisins eru Einar Gústafsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í Bandaríkjunum og Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi. Formaður stjórnar Iceland Naturally er Pétur Þ. Óskarsson. Meðlimir Iceland Naturally ásamt íslenska ríkinu eru Icelandair, Icelandic USA, Inc., Reykjavíkurborg, 66°Norður, Keflavik Airport, Bláa lónið, Icelandic Glacial Water, Landsvirkjun, Útflutningsráð og nýlega bættist Íslandsbanki við í hópinn.

Öflugri en nokkru sinni fyrr

Iðnaðarráðherra, Mugison og Pétur Óskarsson
við kynningu á verkefninu.
 

?Í ár verðum við öflugri en nokkru sinni fyrr en jákvæð kynning á Íslandi er eitt af lykilatriðum endurreisnar íslensks efnahagslífs. Iceland Naturally kynnir Ísland og íslenska vöru og þjónustu  á neytendamarkaði, en verkefnið nær til 30-40 milljóna manna á ári hverju,? segir Pétur Þ. Óskarsson, formaður stjórnar Iceland Naturally verkefnisins. 

?Iceland Naturally er ekki einungis vel heppnað markaðsverkefni á íslenskri vöru, þjónustu og menningu í Norður-Ameríku heldur er það einnig gott dæmi um hve miklu er hægt að áorka þegar ríki og einkafyrirtæki stilla saman strengi sína,? segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og bætir við að verkefnið hafi skilað gríðarlegum árangri í þann rúma áratug sem það hefur staðið. 

Fjölbreytt og umfangsmikil verkefnaskrá
Verkefnaskrá Iceland Naturally 2010 er jafn fjölbreytt og hún er umfangsmikil. Sem dæmi má nefna íslenska daga, Taste of Iceland, í Boston, Toronto og Seattle ? en þar verða íslensk matvæli matreidd á fjölda veitingastaða af stjörnukokkum á borð við Þórarinn Eggertsson á ORANGE, sem fékk nýlega Conde Nast Traveller viðurkenninguna ?Hottest Tables 2009?. Þá verður ferðaþjónustan og íslenskar vörur kynntar sérstaklega og haldnar verða kvikmyndahátíðir og tónleikar með íslenskum tónlistarmönnum .  

Önnur stór verkefni eru sem dæmi samstarf við listahátíðina Nuna now í Manitoba og víðar í Kanda, kynning á ábyrgum fiskveiðum  og samstarf við Icelandic Music Export í gegnum kynningarátakið Made in Iceland sem miðlar íslenskri tónlist á útvarpsstöðvar ásamt samstarfi við Film in Iceland með kynningu á Íslandi sem tökustað. Þá mun Iceland Naturally standa fyrir margvíslegum viðburðum með meðlimafyrirtækjum verkefnisins. 

?Við verðum til dæmis með Íslandskynningar og kynningar á íslenskum sjávarafurðum í veitingastöðum í um 40 háskólum á helstu markaðssvæðum Íslands á Austurströndinni og í um 150 stórfyrirtækjum á borð við Bank of America, City Bank, Boeing, Microsoft, Sameinuðu þjóðirnar, Reuters og fleiri,? segir Ævar Agnarsson, forstjóri Icelandic USA og bætir við að  ofantalin verkefni séu aðeins brot af verkefnum ársins. Fyrir tilstuðlan Iceland Naturally og meðlimafyrirtækjanna fær Ísland reglulega umfjöllun í fjölmörgum af helstu fjölmiðlum Norður-Ameríku.

8% fjölgun ferðamanna í ár
Iceland Naturally byggir markaðsaðgerðir sínar á viðamiklum neytendakönnunum sem gerðar hafa verið annað hvert ár síðan 1999. ?Rannsóknirnar sýna að tiltekinn markhópur, fólk sem hefur áhuga á náttúru og útivist,  hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands, og því hefur verið lögð áhersla á þessa þætti ,? segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs hjá Icelandair, en á árinu 2009 varð 8% aukning á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku til Íslands. ?Í Iceland Naturally samstarfinu leggjum við  mikla áherslu á að kynna þá möguleika sem landið hefur uppá að bjóða.?

 Reynslan nýtist víða
?Ímynd Íslands er skemmtilega fjölþætt,? segir Katrín Júlíusdóttir. ?Okkar bíða stór markaðsfæri í til að mynda í orkugeira og ferðaþjónustu eins og endurspeglast í áherslum Iceland Naturally. Verkefnið hefur náð ótrúlega miklum árangri á því sem er í raun mjög skammur tími. Þennan árangur sjáum við ekki einungis í aukinni vitund fólks um Ísland, heldur einnig í auknum útflutningi á íslenskri framleiðslu sem og verkviti ? og stórauknum fjölda ferðamanna. Við viljum nýta okkur þessa reynslu og aðferðafræði sem verkefnið hefur skapað til kynna Ísland um víða veröld..? 

Verkefni IN árið 2010
Iceland Naturally tekur þátt í og skipuleggur fjölda atburða, herferða og verkefna á ári hverju. Í ár kennir ýmissa grasa og má þar helst nefna:

Endurnýjanlegir orkugjafar ? átaksverkefni um sérstöðu Íslands hvað orku varðar, ætlað að efla áhuga fjárfesta á Íslandi og vekja áhuga umhverfissinnaðra ferðalanga.
Mikilvægi sjálfbærra fiskveiða ? átaksverkefni.
Grænn ferðamannaiðnaður ? átaksverkefni.
Íslenskar kvikmyndahátíðir í Fíladelfíu, Pittsburg, Washington DC, New Haven, Jersey City, Chicago og Boston.
Þátttaka íslenskra sérfræðinga og kynningar á fjölda ráðstefnum og sýningum: Finance in Geothermal Conference,  Cod and Cask Festival, RETECH, Earth Day, Film Location Expo, og margar fleiri.
Íslandskynning í 40 háskólum á markaðssvæðum á austurströnd Bandaríkjanna.
Íslandskynning í 150 stórfyrirtækjum á markaðssvæðum Íslands í BNA, til að mynda Bank of America, City Bank, Boeing, Microsoft og Reuters.
Nuna Now ? Listahátíð í Manitoba og víðar í Kanada.
Taste of Iceland dagar í Seattle, Toronto og Boston: Íslenskir eðalkokkar kynna íslensk matvæli á fjölda veitingastaða, sérstakt ferðamálaátök, kvikmyndahátíðir, tónleikar með Mugison og kynningar á íslenskri vöru og þjónustu.
Made in Iceland. Íslenskri tónlist miðlað til bandarískra útvarpsstöðva í samstarfi við IMX.
Kynning á Hörpu ? tónleika og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík.
Food & Fun og Iceland Airwaves eru meðal stuðningsverkefna IN
Kynningarátak við komu á Keflavíkurflugvelli.
Kynningar í NY Times, LA Times, San Fransisco Chronicle og fleiri miðlum auk auglýsingaherferða.
Hámörkun á leitarþjónustu internetsins (e. Search Engine Optimization)
Skipulagðar fjölmiðlaferðir ? erlendum fjölmiðlamönnum boðið til Íslands í mismunandi themaferðir eftir miðlum/áhugasviði. T.d. ferð á Hvannadalshnjúk, ferð í Bláa lónið o.s. frv.