Fara í efni

Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu

íslenskir eftirlætisstaðir
íslenskir eftirlætisstaðir

Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu á Íslandi verður haldinn 28. janúar kl. 09:30-11:00. Fundurinn veður haldinn að Kaffi Nauthól  í Nauthólsvík í Reykjavík.

Fundarefni:

- Samtök um heilsuferðaþjónustu á Íslandi stofnuð
- Farið yfir samþykktir og markmið félagsins
- Kosning stjórnar
- Árgjald

Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir situr fundinn.

Fundarstjóri verður Helga Haraldsdóttir.

Meðfylgjandi eru samþykktir og markmið samtakanna.

Samþykktir Samtaka um heilsuferðaþjónustu (Word)

Markmið Samtaka um heilsuferðaþjónustu (Word)

Eftirfarandi aðilar hafa boðið sig fram í stjórn:

Formaður - Magnús Orri Schram
Aðrir stjórnarmenn: Anna G. Sverrisdóttir, Dagný Pétursdóttir, Ingi Þór Jónsson, Íris Elva Þorkelsdóttir, Sjöfn Kjartansdóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Stefán Gunnarsson og Hansina B. Einarsdóttir.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið: sunna@icetourist.is