Fréttir

Rekstur flugfélaga ? áskoranir og tækifæri

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, stendur fyrir ráðstefnu um rekstur flugfélaga, áskoranir og tækifæri föstudaginn 8. maí kl. 13:00-17:00 í hátíðarsal Tækniskólans v/Háteigsveg. Rekstrarumhverfi flugfélaga í dag er þannig háttað að áskoranirnar eru margar, fjölbreytilegar og verða til með afar skjótum hætti. Eldsneytisverð hefur lengi verið hátt og samdráttur allsráðandi í efnahagslægð þeirri sem gengur yfir heimsbyggðina. Hugsanlegur inflúensufaraldur er nú enn eitt áfallið sem mun hafa áhrif á flugrekstur um heim allan. Áskoranirnar eru sannarlega til staðar en tækifærin líka, segir í tilkynningu. Tveir undirskólar Tækniskólans, Endurmenntunarskólinn og Flugskóli Íslands hafa safnað saman forsvarsmönnum í flugrekstri á Íslandi, flugmálastjóra og John Wensveen Ph.D. sérfræðingi í rekstri flugfélaga og deildarforseta Flugmálaskólans við Dowling College í New York til þess að fjalla um rekstur flugfélaga frá þessu sjónarhorni og leggja til umræðunnar hugmyndir um framtíðina í þessum geira. Ofangreindum skólum er málið skylt því bæði Endurmenntunarskólinn og Flugskóli Íslands bjóða upp á nám í flugtengdum greinum. Í Endurmenntunarskólanum er kennd flugrekstrarfræði á háskólastigi og Flugskóli Íslands býður upp á alla flugkennslu, þar með talið einkaflug og atvinnuflug, þyrluflug og flugumferðarstjórn. Ennfremur sér Flugskóli Íslands um sí- og endurmenntun áhafna flugvéla, þ.e. flumanna og flugliða. Nánari upplýsingar á www.tskoli.is    Ráðstefnugjald er 4000 kr. Skráning fer fram í s. 514 9000 eða á netfangið ave@tskoli.is Dagskrá ráðstefnunnar (PDF) Auglýsing um ráðstefnauna (PDF)
Lesa meira

Málþing á Húsavík um strandmenningu

Spegill fortíðar ? silfur framtíðar er heitið á málþingi um strandmenninguá Norðausturlandi sem haldið verður í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. maí. Kl. 10:00 Setning ? Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins Kl. 10:10 Fornleifavernd ríkisins ? Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur Kl. 10:30 Menningarlandslag hafsins. Daníel Borgþórsson og Sigurjón Hafsteinsson, Safnahúsinu á Húsavík Kl. 10:50 Strandmenning í neytendaumbúðum.Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi þingeyinga Kl 11:10 FISHERNET- Fiskveiðimenning í Evrópu. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar KL 11:30 Sail North ? strandmenningarhátíð - á Húsavík 2011. Árni Sigurbjarnarson, Norður-Siglingu Kl. 11:50 Gengið frá Safnahúsi að Helguskúr og þaðan á Gamla Bauk þar sem sjávarréttir á kostakjörum bíða málþingsgesta Kl. 12:45 Draumur hins djarfa manns ? tónlist við sjávarsíðuna. Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur Kl. 13:15 Hafið blá hafið. Sigling á Skjálfanda með Norður-Siglingu Fundarstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis Sameinuð stöndum við sterk Skoða auglýsingu (PDF)
Lesa meira