Fréttir

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði til Keilis

Golfklúbburinn Keilir fékk hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði 2003 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn sl. fimmtudagskvöldið. Átta ferðaþjónustuaðilar voru tilnefndir til hvatningarverðlaunanna og auk Keilis voru það Horft í Hamarinn sem býður gönguferðir um álfaslóðir, Fjarðarkaup, Fjörukráin, Hafnarborg, Hópbílar, Íshestar og gullsmiðirnir Sigga og Timo. Ferðamálanefnd tilnefnir til hvatningarverðlaunanna og það eru síðan ferðaþjónustuaðilar í Hafnarfirði sem greiða atkvæði. Tilgangur með verðlaununum er að hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til dáða og vekja athygli á ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Golfklúbburinn Keilir hlaut tilnefningu fyrir þá stefnu sína að þjóna gestum sem best, jafnt íslenskum sem útlendum, og öfluga þátttöku í alþjóðlegu markaðsstarfi. Góð aðstaða og markaðsstarf hjá KeiliÍ frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að Golfklúbburinn Keilir hefur á undanförnum árum markvisst byggt upp góða og sérstaka aðstöðu á Hvaleyri. Vallarstæðið er einstakt, samofið hraunlandslagi við úthaf. Þar er nú völlur í fullri stærð (18 holur), æfingavöllur (9 holur), æfingaskýli og klúbbhús með veitingaaðstöðu og golfbúð, sem einnig leigir gestum búnað. Á þrítugasta afmælisári klúbbsins (1997) var unnin stefnumótun þar sem m.a. kemur fram að kúbburinn leggur áherslu á markaðsmál og leggi Hafnarfirði sem ferðamannabæ lið. Gestum er vel tekið, þeim er útvegaður nauðsynlegur búnaður og geta pantað rástíma sem aðrir. Þar sem þessir lausagestir koma oftast utan annatíma bitnar það ekki á aðgengi klúbbfélaga. Í fyrra var haldið alþjóðlega golfmótið "Iceland Open" á Hvaleyrarvelli í samvinnu við Time4Media fjölmiðlasamsteypuna og verður mótið aftur í sumar. Stefnt er að árvissum viðburði með sterka markaðsstöðu í Bandaríkjunum. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu verðlaunanna.  
Lesa meira

Niðursveifla á landsbyggðinni í tekjukönnun SAF

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun fyrir febrúar 2003. Tölurnar sýna nokkra niðursveiflu hjá hótelum á landsbyggðinni miðað við febrúar í fyrra en sem fyrr er um að ræða tölur frá 10 hótelum á höfuðborgarsvæðinu og jafn mörgum á landsbyggðinni. Reykjavík Í Reykjavík var meðalnýting í febrúar 66,88%, meðalverð kr. 5.370 og tekjur á framboðið herbergi kr. 100.560. Tölurnar eru með þeim fyrirvara að endurbætur standa yfir á Hótel Esju sem hefur veruleg áhrif á framboðið. Sé litið á aðrar tölur en prósentur sést að tekjur eru rúmlega 89,3 milljónir í stað 91,1 milljón árið áður og seld herbergi 16.628 í stað 17.941 árið áður. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:1996 47,01% Kr. 3.7381997 50,80% Kr. 3.2141998 52,11% Kr. 3.7171999 57,01% Kr. 3.533 Tekjur á framboðið herbergi kr. 62.2792000 58,38% Kr. 4.475 Tekjur á framboðið herbergi kr. 73.153.2001 63,96% Kr. 4.693 Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.034.2002 59,22% Kr. 5.079. Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.224. Landsbyggðin Meðalnýting hótela á landsbyggðinni var 18,47%, meðalverð kr. 5.513 og tekjur á framboðið herbergi kr. 28.507. Sé litið ár aftur í tímann er ljóst að bæði nýting og verð hafa fallið verulega. Í fyrra var að vísu tiltölulega hátt verð í gangi sem virðist hafa gengið til baka. Til samanburðar koma fyrri ár: 1996 25,38% Kr. 4.1431997 29,49% Kr. 3.2411998 20,84% Kr. 2.9931999 19,00% Kr. 4.675 Tekjur á framboðið herbergi kr. 24.229 2000 18,39% Kr. 4.865. Tekjur á framboðið herbergi kr. 25.048.2001 22,14% Kr. 5.139. Tekjur á framboðið herbergi kr. 31.862.2002 22,49% Kr. 6.446. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.592. Landsbyggðin án Akureyrar og KeflavíkurMeðalnýting 10,03%, meðalverð kr. 4.886 og tekjur á framboðið herbergi kr. 13.661. Til samburðar koma fyrri ár:1996 20,15% Kr. 3.7201997 25,20% Kr. 2.9621998 15,51% Kr. 3.1881999 13,00% Kr. 4.447 Tekjur á framboðið herbergi kr 16.2602000 10,52% Kr 4.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 12.016.2001 11,54% Kr 4.402 Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.227.2002 12,67%. Kr. 5.686 Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.166.  
Lesa meira

Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum á sviði umhverfis- eða ferðamála

Landsvirkjun hefur auglýst eftir samstarfsaðilum til að vinna að verkefnum á sviði umhverfismála eða ferðamála. Leitað er eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem hafa hugsað sér að vinna að verkefnum af þessu tagi í sumar. Framlag Landsvirkjunar felst í því að fyrirtækið býður fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem starfa hjá Landsvirkjun á sumrin. Auk þess sem hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja Landsvirkjunar hafa þeir um árabil sinnt umhverfismálum og sköpun aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land. Í frétt frá Landsvirkjun segir að fyrirtækið vilji eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða. "Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim. Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni, efniskostnað, vinnuskipulag og stjórnun verkefnisins. Verkefni sumarsins geta verið til lengri eða skemmri tíma," segir orðrétt. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 28. mars nk. til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri og Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. landsvirkjun@lv.is  
Lesa meira

Flugleiðir stefna að 7% fjölgun ferðamanna

Flugleiðir stefna að því að ferðamönnum hingað til lands fjölgi um 7% á ári. Þetta kom fram í máli Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær.  Verulegur árangur hefur sem kunnugt er náðst í að fjölga ferðamönnum til Íslands á undanförnum árum. Í töflunni hér að neðan, sem er meðal þess sem finna má hér á vefnum undir liðnum "Tölfræði", eru teknar saman tölur um fjölda ferðamanna sem koma til landsins með skipum og flugvélum frá árinu 1972. Ef t.d. eru bornar saman tölur fyrir árin 2002 og 1992 kemur í ljós að á þessu 10 ára tímabili fjölgar ferðamönnum um nær 95%, eða úr 142.600 ferðamönnum í 278.000. Jafn ljóst er að árangur sem þessi næst ekki fyrirhafnarlaust. Líkt og stjórnarformaður Flugleiða benti á í ræðu sinni í gær er Ísland að keppa við fjölda annarra áhugaverðra ferðamannastaða og væntanlega þurfi að verða framsækin þróun í greininni til að hún verði áfram samkeppnisfær. Eins og fram kom á frétt hér á vefnum á dögunum eru flugsamgöngur við landið nú með allra besta móti. Í sumar lítur út fyrir að hér verði í ferðum þrjú flugfélög sem eru með áætlunarflug allt árið á stefnuskrá sinni og a.m.k. 5 til viðbótar sem halda upp áætlun yfir sumartímann. Þá hefur ný og stærri Norræna siglingar til landsins í vor sem væntanlega þýðir fjölgun ferðamanna sem koma til landsins sjóleiðina. Erlendir ferðamenn sem koma til Íslands með skipum og flugvélum 1972 68.026 1988 128.830 1973 74.019 1989 130.503 1974 68.476 1990 141.718 1975 71.671 1991 143.459 1976 70.180 1992 142.560 1977 72.690 1993 157.326 1978 75.700 1994 179.241 1979 76.912 1995 189.796 1980 65.921 1996 200.835 1981 72.194 1997 201.654 1982 72.600 1998 232.219 1983 77.592 1999 262.605 1984 85.290 2000 302.900 1985 97.443 2001 295.000 1986 113.528 2002 277.900 1987 129.315     Unnið úr tölum útlendingaeftirlitsins af Ferðamálaráði.  
Lesa meira

Gistinætur í janúar álíka margar og í fyrra

Gistinóttum á hótelum fjölgaði lítillega í janúarmánuði sl. miðað við sama tíma í fyrra. Í ár voru gistinætur 31.400 en töldust 31.200 árið 2002. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Gistinóttum fjölgaði lítillega í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Mest er aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en þar fjölgaði gistinóttum úr 1.985 í 2.662 á milli ára. Í frétt frá Hagstofunni er tekið fram að tölur fyrir árin 2002 og 2003 teljast enn vera bráðabirgðatölur. Búast má við lokatölum fyrir árið 2002 í apríl eða maí. Talnaefni á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Umsögn ferðamálastjóra um þingsályktunarttillögu

Þann 18. nóvember sl. var flutt þingsályktunartillaga um flutning starfa Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar. Ferðamálaráð var beðið að gefa umsögn um tillöguna og hefur ferðamálastjóri nú sent svar stofnunarinnar. Tillagan er svohljóðandi: "Tillaga til þingsályktunar um flutning starfa Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar. Flm.: Hjálmar Árnason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Jónína Bjartmarz. Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að kanna hagkvæmni þess að flytja störf Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar. Ráðherra geri Alþingi grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar fyrir 1. mars 2003. Greinargerð:Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst mjög á undanförnum árum. Atvinnugreinin gegnir æ veigameira hlutverki í íslensku hagkerfi og fjölmargir hafa haslað sér völl á flestum sviðum ferðamála. Eigi að síður má segja að atvinnugreinin sé ung að árum en hröð þróun innan hennar hefur m.a. leitt til þess að innviðir hennar hafa styrkst að undanförnu. Auk fjölmargra tilboða fyrir ferðamenn hafa aðilar innan greinarinnar myndað ýmiss konar samráðsvettvang, svo sem Samtök ferðaþjónustunnar. Samhliða þeim samtökum er starfandi Ferðamálaráð Ís lands sem er ætlað að vera stjórnvöldum til halds og trausts á sviði ferðamála. Eðlilegt er að spyrja hvort ekki sé orðið tímabært að endurskoða þá skipan mála og fela atvinnugreininni sjálfri að mestu hlutverk Ferðamálaráðs. Slíkt fyrirkomulag hefur tíðkast í samstarfi stjórn valda við heildarsamtök annarra greina.Tillaga þessi gerir ráð fyrir því að samgönguráðherra skipi nefnd til að skoða kosti þess að flytja störf Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar og skal ráðherra gera Alþingi grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar eigi síðar en 1. mars árið 2003.Flutningsmenn mæla með því að í nefndinni eigi sæti fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, ferðamálabraut Menntaskólans í Kópavogi og Samtökum ferðaþjónustunnar, auk formanns er ráðherra skipar án tilnefningar." Umsögn Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra: Reykjavík 4. mars 2003 Nefndasvið Alþingis,Austurstræti 8-10,150 Reykjavík.   Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning starfa Ferðamálráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar, 373. mál. Í umræddri þingsályktunartillögu er með vísan til greinagerðar í reynd gerð tillaga um að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að kanna hagkvæmni þess að leggja niður Ferðamálaráð Íslands. Hvaða störf á að flytja? Ekki er í greinagerð með tillögunni á nokkurn hátt farið yfir þau störf sem nú eru unnin hjá stofnuninni á fjórum skrifstofum í þremur löndum. Þó virðist mega skilja á heiti tillögunnar og greinagerð að flutningsmenn telji hagkvæmt að flytja alla starfsemi stofnunarinnar til atvinnugreinarinnar. Gera verður ráð fyrir að flutningsmenn hafi kynnt sér þau stjórnsýslustörf og önnur sem þeir telja að unnin geti verið hjá fyrirtækjum í atvinnugreininni sjálfri. Þó vekur athygli að í greinagerðinni stendur: ".. er starfandi Ferðamálaráð Íslands sem er ætlað að vera stjórnvöldum til halds og trausts á sviði ferðamála" Ferðamálaráð Íslands hefur ekki síst í vaxandi mæli unnið fyrir atvinnugreinina og með henni enda sést á lögbundnu hlutverki Ferðamálaráðs að það er mikil einföldun að þessi stofnun sé eingöngu stjórnvöldum til halds og traust. Stofnunin hefur í vaxandi mæli orðið þjónustustofnun við greinina og einnig almenning og er orðin greininni mjög mikilvæg í öllu samstarfi. Stjórnsýsluverkefni Ferðamálaráðs flutt til atvinnugreinarinnar? Umræðan hefur undanfarin misseri verið frekar á þeim nótum hvernig hægt væri að færa fleiri stjórnsýsluverkefni ráðuneytisins vegna ferðamála til undirstofnunarinnar, sem fer með málaflokkinn. Þessi umræða óx í kjölfar setningar stjórnsýslulaga. Eðlilegt hefur verið talið að í þessum málaflokki eins og öðrum væri stjórnsýslan í tveimur þrepum. Samkvæmt stjórnsýslulögum er hægt að skjóta afgreiðslu lægra stjórnsýslustigs til úrskurðar æðra stigs. Verði stjórnsýsluverkefni Ferðamálaráðs flutt til æðra stjórnsýslustigsins; þ.e. ráðuneytisins, þá eru afgreiðslur þess lokaafgreiðslur hvað stjórnsýsluna varðar. Eins og áður er nefnt hefur umræðan frekar verið á hinn veginn að færa stjórnsýsluverkefni frá ráðuneytum til stofnana. Þetta kemur m.a fram í tiltölulega nýju skipuriti Ferðamálaráðs þar sem stofnuð hafa verið þrjú aðalsvið og er eitt þeirra stjórnsýslu- og rekstrarsvið í samræmi við þessa þróun,þ.e. aukin áhersla á flutning stjórnsýsluverkefna til stofnana. Hvernig er fyrirkomulag málaflokksins hjá okkar samkeppnis- og samstarfsaðilum? Í öllum löndum, sem Íslendingar eiga samskipti við, eru starfandi National Tourist Board ( NTO) sem hafa öll hliðstæð verkefni. Þau eru sú stofnun stjórnvalda sem fer með öll almenn verkefni á sviði ferðamála þ.m.t. markaðsmál, upplýsingamál, kannanir, rannsóknir, tölfræði o.fl.o.fl. Og hvað Ísland varðar einnig ákveðinn þátt umhverfismála sbr. 7. gr. laga nr. 117/1994 um skipulag ferðamála. Ferðamálaráð Íslands tekur aðallega þátt í þrenns konar alþjóðlegu starfi með öðrum Ferðamálaráðum: Í Ferðamálaráði Vestnorden eru Ferðamálaráð Íslands, Ferðamálaráð Færeyja og Ferðamálaráð Grænlands. Ísland er aðili að Ferðamálaráði Norðurlanda. Þar eru ferðamálaráð Norðurlandanna fimm. Þau sinna ýmsum sameiginlegum verkefnum og reka t.d. sameiginlega starfsemi í Bandaríkjunum. Þá eiga þau þar hlutafélag sem sér um reksturinn. Formennska í Ferðamálaráði Norðurlanda skiptist á milli formanna ferðamálaráðanna. Ísland er aðili að Ferðamálaráði Evrópu (ETC) Þar eru nú 33 ferðamálaráð (NTO). Þetta eru stjórnsýslustofnanir viðkomandi ríkja á sviði ferðamála. Þá eru ferðamálaráðin í miklu markaðslegu samstarfi, t.d. í Bandaríkjunum. Ísland hefur nú um nokkurra ára skeið átt fulltrúa í framkvæmdastjórn ETC. Þar hefur ferðamálstjóri setið. Formaður ETC nú er ferðamálastjóri Spánar og í framkvæmdastjórninni eru ferðamálastjóri Frakklands, Austurríkis, Bretlands, Ítalíu og Íslands. Sú skoðun sem kemur fram í greinagerð tillögunnar um að hægt sé að fela atvinnugreininni verkefni Ferðamálaráðs Íslands og þar með aðild að þessu fjölþjóðlega starfi gengur þvert á það sem verið hefur að gerast í nágrannalöndunum og víðar. Mér er ekki kunnugt um neinar hugmyndir í Færeyjum,Grænlandi á öðrum Norðurlöndum eða í Evrópu yfirleitt um að draga úr starfsemi NTO, hvað þá að leggja þau niður. Alls staðar hefur verið unnið að frekari eflingu þessara NTO á undanförnum árum hliðstætt og hér á landi. Það er gert til að auka samkeppnishæfni og til að leggja greininni enn frekara lið og vinna nánar með henni en ekki að fækka stoðunum undir þessari starfsemi með því að greinin standi ein að þessum viðamiklu verkefnum. Yrðu þessi erlendu samstarfsverkefni flutt til greinarinnar verður að gera ráð fyrir að aðild okkar að þessu mikilvæga samstarfi væri lokið þar sem aðildin byggist á tilvist NTO, opinberrar stofnunar stjórnvalda í hverju landi. Hliðstætt fyrirkomulag hvað varðar aðrar greinar? Í greinagerðinni segir: "Eðlilegt er að spyrja hvort ekki sé tímabært að endurskoða þá skipan mála og fela atvinnugreininni sjálfri að mestu hlutverk Ferðamálaráðs. Slíkt fyrirkomulag hefur tíðkast í samstarfi stjórnvalda við heildarsamtök annarra greina." Áður en gerð er grein fyrir þessu hvað varðar aðrar greinar atvinnulífsins er rétt að benda á að þarna er vísað til heildarsamtaka, þegar rætt er um aðrar greinar atvinnulífsins. Í ferðaþjónustunni á Íslandi eru engin slík heildarsamtök. Til að endurspegla sem best þá hagsmunaaðila,sem eru í ferðaþjónustu á Íslandi var skipan Ferðamálaráðs einmitt breytt fyrir fáum árum (1999) með vísan til hagsmuna. Nú eru þar tveir fulltrúar ríkis, enda ríkisvaldið stærsti hagsmunaaðilinn, tveir fulltrúar Sambands Ísl. sveitarfélaga, tveir fulltrúar SAF og fulltrúi Ferðamálasamtaka Íslands. Er e.t.v rétt að segja að innan Ferðamálaráðs séu hin einu heildarsamtök ferðaþjónustu á Íslandi? Þá þarf enga nefnd til að kanna hagkvæmni þess að flytja verkefni Ferðamálaráðs til Ferðamálaráðs? Innan Samtaka ferðaþjónustunnar sem vísað er til í greinagerðinni eru 270-300 fyrirtæki en í gagnagrunni Ferðamálaráðs eru fyrirtæki í ferðaþjónustu 876. Yrði t.d. sátt um það að ríkið afhenti SAF hundruð milljóna króna til nota við almenn markaðs- og kynningarmál og alla ákvarðanatöku og framkvæmd þeim tengda? Hver gætir hagsmuna þeirra fyrirtækja sem ekki eru aðilar í þeim hagsmuna-samtökunum og þeirra sem ekki eru fyrirtæki? Sveitarfélögin eru t.d. stór aðili í rekstri í ferðaþjónustu Það er eðlilega á hinn veginn að SAF gæti hagsmuna aðildarfyrirtækja sinna gagnvart sveitarfélögunum og ríkisvaldinu? ( Sbr. fjölda athugasemda SAF við aðgerðir Reykjavíkurborgar og aðgerðir ríkisvaldsins nú í vetur ). Gæti það verið trúverðugt að SAF væri að vinna að stjórnsýsluverkefnum og hagsmunaverkefnum fyrir stjórnvöld annars vegar og hins vegar að gæta hagsmuna sinna félagsmanna gagnvart þessum sömu stjórnvöldum samhliða? Ferðamálsamtök landhlutanna eru stór hagsmunaaðili í ferðaþjónustu undir hatti Ferðamálasamtaka Íslands. Hluti af fjármunum stjórnvalda til markaðsmála hefur verið nýttur í beinu samstarfi við einstök landshlutasamtök og heildarsamtök þeirra. Stjórnvöld hafa komið í vaxandi mæli að almennri hlutlausri upplýsingagjöf með sveitarfélögum með fjárhagslegri aðkomu Ferðamálaráðs að upplýsingamiðstöðvum um allt land. Þá hafa stjórnvöld í gegnum Ferðamálaráð byggt upp gagnagrunn ferðaþjónustunnar til afnota fyrir alla í markaðs- og kynningarmálum. Þá er ríkið sjálft stærsti hagsmunaðilinn í greininni eins og áður gefur verið bent á. Gæti það talist eðlilegt miðað við það sem að framan segir að ein hagsmunasamtök hluta fyrirtækja í ferðaþjónustu sjái um öll almenn markaðs-, kynningar- og upplýsingamál stjórnvalda í ferðaþjónustu? Allar ákvarðanir um notkun fjármagns og framkvæmd væri þeirra? Eru hagsmunasamtök í stakk búinn til slíkra verkefna og vildu þau taka slíkt að sér samhliða hagsmunagæslu gagnvart þessum sömu stjórnvöldum? Mér er ekki kunnugt um að í neinu landi séu umrædd mál stjórnvalda á hendi hagsmunasamtaka fyrirtækja. Fyrirtækin og samtök þeirra koma eðlilega mjög mikið að markaðs- og kynningarmálum og þá auðvitað á sínum forsendum. En að þau sjái um hina almennu, hlutlausu kynningu og upplýsingagjöf og að stjórnvöld viðkomandi landa afhendi hagsmunasamtökum hluta fyrirtækja í atvinnugrein eða yfirleitt einhverjum öðrum samtökum allt vald yfir notkun opinberra fjármuna til málaflokksins væri mjög óeðlilegt og væntanlega brjóta í bága við lög. Stjórnvöld hafa stóraukið allt fjármagn og um leið allt starf að markaðs- og kynningarmálum ferðaþjónustunnar á allra síðustu árum. Þetta á bæði við um innlenda og erlenda markaðinn. Þetta hefur verið gert í samstarfi við einstök fyrirtæki, samtök fyrirtækja eins og SAF og ferðamálasamtök landshlutanna, sveitarfélög og aðrar ríkisstofnanir o.fl. Yrði sú ákvörðun tekin að færa störf og ákvarðanatöku um notkun fjármuna til SAF væri það hliðstætt og á fundi í Ferðamálaráði Íslands, þegar þessi mál eru rædd, vikju allir fulltrúar annarra hagsmunaaðila af fundi og fulltrúar SAF ( 2) tækju ákvarðanir um þessi mál einir. Þá að því sem að ofan sagði með vísan til greinagerðarinnar um að slíkt fyrirkomulag " hafi tíðkast í samstarfi stjórnvalda við heildarsamtök annarra greina." Í atvinnuvegaráðuneytunum er fjöldi stofnana sem fer með fjölmarga málaflokka viðkomandi atvinnugreina: Landbúnaðarráðuneyti 13 stofnanirIðnaðarráðuneyti 7 stofnanirSjávarútvegráðuneyti 5 stofnanir. Þannig að í þessum meginatvinnugreinum þjóðarinnar eru 5-13 stofnanir í hverju ráðuneyti sem sinna stjórnsýsluverkefnum og fjölmörgum öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa á vegum viðkomandi ráðuneyta. Þannig að það fær varla staðist að það fyrirkomulag að fela greininni sjálfri að mestu hlutverk opinberra aðila í viðkomandi atvinnugrein hafi tíðkast. Í fjórðu meginatvinnugreininni, ferðaþjónustu er ein stjórnsýslustofnun sem sinnir þessum verkefnum. Í tillögunni er lagt til að kannað verði hvort ekki sé hagkvæmt að leggja hana niður. Getur það verið vilji atvinnugreinarinnar sjálfrar að veikja svo stjórnsýsluþátt og opinbert stoðkerfi ferðaþjónustunnar að leggja niður þá einu stofnun sem sinnir hennar málefnum í stjórnsýslunni? Fleiri hugmyndir um að fela hagsmunasamtökum verkefni opinberra stofnana? Ekki hafa komið fram á núverandi þingi aðrar hliðstæðar hugmyndir um að fela hagsmunaaðilum verkefni opinberra stofnana. Ekki hefur t.d. verið varpað fram hugmyndum um að verkefni stjórnsýslustofnunarinnar Flugmálastjórn væri falin SAF, en þó eru allir íslenskir flugrekstararaðilar innan SAF. Ekki hafa komið fram hugmyndir um að færa verkefni Vegagerðar til Félags Ísl. bifreiðaeigenda svo dæmi séu tekin. Ekki er að sjá að hér sé um að ræða hluta af þeirri hugmyndafræði að fela hagsmunaaðilum verkefni opinberra stjórnsýslustofnana almennt. Fyrirtæki í útflutningi greiða lögbundið gjald til Útflutningsráðs en ráðið fer með ýmis almenn markaðsmál útflutningsfyrirtækja erlendis. Kæmi til skoðunar að heildarhagsmunasamtökin, Samtök atvinnulífsins tækju að sér þetta verkefni og fengju það fjármagn sem þessari stofnun er lagt til í þessum tilgangi? Öll ákvarðanataka væri þeirra og framkvæmd verkefnisins. Sá munur er á þessu og því sem hér er rætt um að fyrirtækin eru þó þarna búin að greiða lögbundið markaðsgjald til Útflutningsráðs, en í tilfelli Ferðamálaráðs er um að ræða 100% fjármögnun ríkis. Í hvoru tilfellinu gæti því talist "eðlilegra" að færa allt vald og fjármuni til hagsmunasamtaka? Samskipti erlendra hagsmunaaðila við hlutlausa opinbera stofnun? Hvernig tækju erlendir söluaðilar slíkri breytingu? Öll markaðsvinna og almenn landkynning og upplýsingagjöf yrði nú í höndum hagsmunasamtaka fyrirtækjanna, sem í mörgum tilfellum eru þeirra samkeppnisaðilar á erlendri grund. Þessi erlendu fyrirtæki eru ekki bara að markaðssetja Ísland og þau eru vön því að hin almenna kynning og upplýsingagjöf séu í höndum ferðamálaráða viðkomandi landa en ekki t.d. hagsmunasamtaka ferðaskrifstofa í Danmörku svo dæmi sé tekið. Erlendir söluaðilar og einstaklingar leita mikið til viðkomandi NTO þar sem þeir telja sig fá hlutlausa afgreiðslu sinna mála. Með færslu verkefna til hagsmunasamtaka hluta greinarinnar væri þetta mikilvæga hlutleysi ekki til staðar enda ekkert NTO til staðar á Íslandi, eina landinu í Evrópu og miklu víðar. Breytinga þörf vegna verri árangurs en annarra? Höfum við Íslendingar verið að ná verri árangri en aðrir í ferðaþjónustu? Nei þvert á móti. Enda stendur í upphafi greinagerðarinnar: "Ferðaþjónustan á Íslandi hefur eflst mjög á undanförnum árum." Ekki þarf að minna á þær tölulegu upplýsingar sem liggja fyrir um þennan árangur, sem hefur unnist innan þess umhverfis sem hefur þróast í samstarfi stjórnvalda og greinarinnar. Þetta fyrirkomulag og vinna okkar hefur vakið athygli annarar þjóða og verið litið til þessa fyrirkomulags,þegar rætt er um fyrirkomulag,sem skili árangri. Hefur þetta fyrirkomulag orðið til að minnka umfang almenna kynningarþáttarins? Nei, enda hefur fjármagn stjórnvalda til málaflokksins nær áttfaldast á árunum 1998-2003. Hefur núverandi fyrirkomulag reynst rekstrarlega óhagkvæmt? Erfitt er að benda á einhverja rekstrarlega útþenslu samfara auknu umfangi í þessum málaflokki. Ef SAF eða aðrir hagsmunaaðilar telja að hagkvæmari leiðir séu færar þá eiga þeir nú aðild að allri ákvarðanatöku innan Ferðamálaráðs um framkvæmd alls málaflokksins. Engar tillögur í þessa veru hafa komið fram innan Ferðamálaráðs. Hver er hvatinn til þessarar tillögu? Núverandi fyrirkomulag hefur myndað það stoðkerfi heildarinnar, sem ásamt öðru starfi ríkis og annarra hagsmunaaðila hefur lagt grunninn að því að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af þessari atvinnugrein hafa tvöfaldast á örfáum árum og stefna nú í 40 milljarða á þessu ári. Ekki ætti það að vera hvati til að nauðsynlegt sé að gera þessar grundvallarbreytingar. En auðvitað eru stöðugar breytingar í gangi innan ráðsins í samræmi við breytingar á mörkuðum og breyttar aðferðir í allri markaðs- og kynningarvinnu. Kemur hvatinn frá atvinnugreininni sjálfri? Erfitt er að sjá að greinin hafi frumkvæði að því að veikja eða leggja niður þá einu stjórnsýslustofnun,sem fer með umræddan málaflokk. Öll umræða innan Ferðamálaráðs, þar sem fulltrúar greinarinnar sitja hefur verið í þá átt að efla starfið innan stofnunarinnar en ekki veikja það. Hæpið er einnig að hvati komi frá SAF í þá veru að SAF hafi áhuga á að sitja báðum megin við borðið; þ.e. að gæta hagsmuna greinarinnar gagnvart stjórnvöldum og sinna jafnframt hlutverki opinberra aðila í ferðaþjónustu. Hver gætir þá hagsmuna greinarinnar gagnvart þeirri vinnu SAF? Í Fréttabréfi SAF 28 nóvember 2002 er að vísu fjallað um þingsályktunina og þar segir: "Ljóst er að tillaga þessi er í takt við þær umræður sem hafa átt sér stað innan greinarinnar um nauðsyn þess að endurskoða skipulag ferðamála í heild sinni og eðlilegt að horft verði til þess að greinin sjálf taki að sér ákveðin verkefni sem ekki er nauðsynlegt að hýsa í opinberri stofnun." Þarna er að vísu gengið mun skemur en í greinagerð með tillögunni þegar hér er rætt um "..ákveðin verkefni sem ekki er nauðsynlegt að hýsa í opinberri stofnun." Það er auðvitað allt annað en að ".... fela atvinnugreininni sjálfri að mestu hlutverk Ferðamálaráðs." eins og stendur í greinagerðinni Hvað varðar það sem segir í fréttabréfi SAF um að þessi tillaga " ..sé í takt við þær umræður sem hafi átt sér stað innan greinarinnar" þá hefur sú umræða ekki verið á helstu fundum greinarinnar á árinu 2002. Það á við aðalfund SAF, þar er ekki að sjá í fundargerð að slík umræða hafi farið fram né nein ályktun í þessa veru. Sama á við þegar lesin er fundargerð aðalfundar Ferðamálsamtaka Íslands; engin umræða eða ályktun. Í október 2002 er haldin árleg ferðamálaráðstefna. Þar er ekki minnst á umrætt mál í umræðum né nein ályktun um málið. Á sjö almennum fundum um ferðaþjónustu á landsbyggðinni á vegum Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands hafa þessi mál ekki komið til umræðu né verið spurt um þau. Þannig að á þessum fundum atvinnugreinarinnar,sem yfir 500 aðilar úr greininni hafa sótt hefur þessi umræða ekki verið á síðasta ári. Þegar vísað er til umræðu innan greinarinnar í Fréttabréfi SAF þá hefur sú umræða ekki verið á þeim samkomum greinarinnar þar sem helstu hagsmuna- og baráttumál hennar eru rædd og ályktað um. Erfitt er því að sjá hvaðan hvatinn að þeirri þingsályktun kemur að kanna hagkvæmni breytinga sem fælu í sér þess fela atvinnugreininni sjálfri að mestu hlutverk Ferðamálaráðs. Tímamörk og samsetning nefndar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að umrædd nefnd skili samgönguráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars 2003, sem er liðinn. Þá er gerð tillaga um að í umræddri nefnd eigi sæti fulltrúar þriggja stofnana menntamálaráðuneytis auk fulltrúa eins hagsmunaaðila í ferðaþjónustu svo og formanns sem samgönguráðherra skipi. Hver hugsunin er að baki tillögu um meirihluta menntastofnana í umræddri nefnd sem fjallar um verkefni einnar stofnunar samgönguráðuneytis kemur ekki fram í greinagerð. Lokaorð. Að öllu framansögðu þá er það skoðun undirritaðs að samþykkt umræddrar tillögu sé ekki líkleg til að leiða til meiri hagkvæmni í rekstri umrædds málaflokks, eins og tilgangurinn er með tillögunni, hvorki rekstrarlega né faglega, auk þess sem erfitt er að sjá hvernig verkefni opinberra aðila þessa málaflokks geti að mestu leyti nokkurn tíma verið falin hagsmunaaðilum í heild eða hluta þeirra. Þá hljóta að vakna spurningar um hvort það sé eðlilegt hlutverk stjórnvalda að íþyngja einkaaðilum með því að fela þeim rekstur, sem víðast er talið vera hlutverk opinberra aðila að annast.Gæti Alþingi eða framkvæmdavaldið ákveðið með samþykktum eða beinum ákvörðunum að færa lögbundin verkefni ríkisstofnunar til einkaaðila? Ekki hefur verið haldinn fundur í Ferðamálaráði frá því beiðni barst um umsögn og því hefur ekki gefist færi á að taka erindið þar fyrir en umsögnin er send að höfðu samráði við formann Ferðamálaráðs Íslands, Einar Kr. Guðfinnsson. Virðingarfyllst,Magnús Oddsson, ferðamálastjóri  
Lesa meira

Þrjú flugfélög í ferðum allt árið

Um þessar mundir bjóðast fleiri valkostur í flugsamgöngum til og frá landinu en oftast áður. Í sumar lítur út fyrir að hér verði í ferðum þrjú flugfélög sem eru með áætlunarflug allt árið á stefnuskrá sinni og a.m.k. 5 til viðbótar sem halda upp áætlun yfir sumartímann. Icelandair langstærstIcelandair bera höfðuð og herðar yfir aðra, bæði hvað varðar tíðni og fjölda áfangastaða en ekki færri en 15 borgir erlendis eru á flugáætlun félagsins í sumar, til og frá Keflavík. Þetta eru Amsterdam, Baltimor, Barcelona, Boston, Frankfurt, Glasgow, Kaupmannahöfn , London, Milano, Minneapolis, New York, Osló, París, Stokkhólmur og Wasington. Tíðastar eru ferðir til Kaupmannahafnar, allt að 14 sinnum í viku og til London, allt að 10 sinnum í viku. Ekki er flogið sjaldnar en tvisvar í viku til neins áfangastaðar. Önnur flugfélög sem bjóða upp á áætlunarflug allt árið eru annars vegar Iceland Express, sem flýgur daglega á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og Keflavíkur og London, og hins vegar Grænlandsflug sem innan tíðar hefur flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Góðar flugsamgöngur við EvrópuAkureyri er þó ekki eini flugvöllurinn sem nýtur beinna samgangna við útlönd því líkt og í fyrra mun LTU halda uppi flugi á milli Dusseldorf og Egilsstaða í sumar, með millilendingu í Keflavík. Félagið hefur haldið uppi áætlunarflugi hingað til lands yfir sumartímann frá árinu 1995 í samvinnu við ferðaskrifstofuna Terra-Nova Sól. Áætlun LTU í sumar gerir annars ráð fyrir flugi tvisvar í viku á milli Munchen og Keflavíkur og þrisvar á milli Dusseldorf og Keflavíkur, að Egilsstaðafluginu meðtöldu. Terra-Nova Sól er einnig með umboð fyrir fleiri flugfélög og í sumar býður félagið samtals upp á 15 flug í viku til 8 mismunandi staða í Evrópu. Auk áætlunar LTU er um að ræða þýska flugfélagið Aero Lloyd sem flýgur vikulega til og frá Vín, Berlín, Frankfurt og München, þýska flugfélagið Condor sem flýgur einu sinni í viku til og frá Frankfurt og Munchen, franska flugfélagið Corsair sem flýgur tvisvar í viku til og frá Paríasr og loks Futura Airlines sem flýgur vikulega til og frá Barcelona í samvinnu við Heimsferðir og Terra-Nova Sól.Hér hafa verið nefnd flugfélög sem telja má að séu með áætlunarferðir en hægt væri að bæta við þennan lista ef leiguflug í tengslum við sólarlandaferðir, borgarferðir og ýmsar sérferðir væru talin með.  
Lesa meira

Nordica Hotel opnað í apríl

Sem kunnugt er standa nú yfir miklar breytingar á Hótel Esju. Hótelið verður opnað að nýju í apríl undir nafninu Nordica Hotel. Nánast má segja að um nýtt hótel sé að ræða. Herbergjum hefur verið fjölgað um helming og verða 284 eftir breytingar. Veitingastaður og bar verður á hótelinu og einnig heilsuræktarstöð. Kappkostað hefur verið búa aðstöðu fyrir funda- og ráðstefnugesti vel úr garði enda verður megináherslan í rekstri hótelsins lögð á ráðstefnuhald og fólk í viðskiptaerindum. Alls verða 11 funda- og ráðstefnusalir á Nordica Hotel og mun sá stærsti taka 600 manns í sæti.  
Lesa meira

Góð þátttaka á "Experience Iceland"

Á morgun hefst í Reykjavík námsstefna sem ber nafnið "Experience Iceland -incentive & convention seminar". Markmiðið er að kynna hvað Ísland hefur að bjóða sem áfangastaður fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Þetta er í annað skiptið sem Experience Iceland er haldin en að viðburðinum standa Ráðstefnuskrifstofa Íslands og Icelandair. Til stefnunnar er boðið vænlegum kaupendum víða að og voru viðbrögðin mjög góð því skráðir kaupendur eru um 70 talsins frá 10 löndum. "Upplifun og reynsla er það sem við höfum að leiðarljósi við skipulagningu Experience Iceland enda teljum við að Ísland hafi mjög margt að bjóða fyrir þennan hóp kaupenda. Við erum "öðruvísi" og höfum ákveðinn ferskleika sem menn eru einmitt að sækjast eftir þegar ráðstefnur og hvataferðir eru annars vegar," segir Rósbjörg Jónsdóttir hjá Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Dagskráin er blanda af ævintýraferðum, dekri í mat og drykk og stuttum fundum þar sem aðildarfélögum Ráðstefnuskrifstofu Íslands gefst kostur á að kynna fyrir væntanlegum kaupendum hvað fyrirtæki þeirra hefur uppá að bjóða. Formlegri dagskrá lýkur síðan á fimmtudagskvöld. Heimasíða Ráðstefnuskrifstofu Íslands  
Lesa meira