Nordica Hotel opnað í apríl

Nordica Hotel opnað í apríl
NordicaHotel2

Sem kunnugt er standa nú yfir miklar breytingar á Hótel Esju. Hótelið verður opnað að nýju í apríl undir nafninu Nordica Hotel.

Nánast má segja að um nýtt hótel sé að ræða. Herbergjum hefur verið fjölgað um helming og verða 284 eftir breytingar. Veitingastaður og bar verður á hótelinu og einnig heilsuræktarstöð. Kappkostað hefur verið búa aðstöðu fyrir funda- og ráðstefnugesti vel úr garði enda verður megináherslan í rekstri hótelsins lögð á ráðstefnuhald og fólk í viðskiptaerindum. Alls verða 11 funda- og ráðstefnusalir á Nordica Hotel og mun sá stærsti taka 600 manns í sæti.

 


Athugasemdir