Fara í efni

Fjölmenni á ráðstefnu um hvataferðir

Hvataferdir
Hvataferdir

Ríflega 300 gestir hvaðanæva úr heiminum auk fjölda Íslendinga sátu árlega ráðstefnu SITE um hvataferðir, fundi og ráðstefnuhald sem haldin var á Nordica-hótelinu 3.-7. desember slíðastliðinn.

SITE, Society of Incentive & Travel Executives, eru alþjóðleg samtök sérfræðinga á sviði hvataferða og gafst því einstakt tækifæri til að sýna það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Flugleiðahótelin báru ábyrgð á ráðstefnunni sem var að mestu leyti markaðssett af höfuðstöðvum samtakanna í Bandaríkjunum en einnig var verkefnastjórn að störfum hér á landi. Meðal bakhjarla ráðstefnunnar voru bæði ríki og borg en fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóginn.