Fréttir

Ísland vekur áhuga

Ísland virðist vera að festa sig í sessi í hugum fólks sem einn áhugaverðasti ferðamannastaður í heimi, a.m.k. ef marka má tvær nýlegar kannanir á Internetinu. Strax skal tekið fram að skoða þarf niðurstöður kannana sem þessara með hæfilegum fyrirvara en engu að síður eru þær enn ein vísbendingin um aukinn Íslandsáhuga. BBC Holiday vefmiðilinn, sem er einn hluti BBC-fjölmiðlasamsteypunnar í Bretlandi, gerði fyrr á árinu könnun meðal lesenda sinna þar sem þeir voru beðnir að nefna þá staði á jörðinni sem allir þyrftu að sjá á lífsleiðinni. Nú hefur vefurinn birt lista með þeim 50 stöðum sem fengu flest atkvæði og er Ísland í 44 sæti. Í efsta sæti eru Miklugljúfur (The Grand Canyon) í Bandaríkjunum. Könnunin fór sem fyrr segir fram á Internetinu og þar sem Bandaríkjamenn eru duglegri en flestir að notfæra sér Netið þá bera niðurstöðurnar þess vissulega nokkur merki. Þannig má t.d. finna Flórída, Las Vegas og New York á topp 10 listanum. Af stöðum í Evrópu komast aðeins 4 á listann. París er í 27. sæti, Barselóna í því 37. og tveimur sætum fyrir neðan Ísland má finna Zermatt í Sviss, þaðan sem sjá má Matterhorn. Ísland efst EvrópulandaTravelers Club, sem er vildarklúbbur í Bretlandi, gerði sambærilega könnun á meðal meðlima sinna og þar eru niðurstöðurnar flokkaðar eftir löndum. Á þessum topp 50 lista er Ísland í 29. sæti og skákar öllum öðrum Evrópulöndum. Grikkland, Ítalía, Tékkland, Frakkland, og Rússland komast einnig á listann nokkuð neðan við Ísland en þar er t.d. ekki að finna lönd á borð við Spán, Þýskaland eða hin Norðurlöndin, svo dæmi sé tekið. Áhugasamir geta nálgast listann í heild sinni með því að klikka hér. Vert er að ítreka að kannanir sem þessar verður að skoða í réttu ljósi, enda hafa þær e.t.v. meira skemmtanagildi en upplýsingagildi.  
Lesa meira

Ráðstefna um golf og ferðaþjónustu

Föstudaginn 6. desember nk. verður haldinn ráðstefna í Golfskálanum í Grafarholti um golf og ferðaþjónustu. Ráðstefnan er haldin í tilefni 60 ára afmælis Golfsambands Íslands og er samstarfsverkefni GSÍ, Ferðamálasamtaka Íslands og Ferðamálaráðs. Meðal frummælenda er Ciaran Tuite, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Írska ferðamálaráðsins, sem fjalla mun um hvers vegna Írar völdu að markaðssetja golf. Einnig verður tekið á íþróttatengdri ferðaþjónustu almennt og ýmsu öðru í sambandi við tengsl golfs og ferðaþjónustu. Þátttaka á ráðstefnunni er án endurgjalds en hægt er að skrá sig í netfanginu gsi@isisport.is. Ráðstefnustjóri er Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Staðsetning: Golfskálinn í GrafarholtiTímasetning: 6. desember frá kl.14:00-17:00. Dagskrá 14:00 SetningJúlíus Rafnsson, forseti Golfsambands Íslands 14:10 ÁvarpSturla Böðvarsson, ráðherra ferðamála 14:30 Hvers vegna völdu Írar að markaðssetja golf?Ciaran Tuite, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Írska ferðamálaráðsins 15:00 Geta og vilja golfklúbbarnir tekið við erlendum ferðamönnumHörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ 15:20 Kaffihlé 15:40 Íþróttatengd ferðaþjónusta, er golf á lista ferðaskipuleggjenda?Garðar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Íslenskra ævintýraferða 16:00 Markaðssetning á Íslandi erlendis, er golfíþróttin jákvæð viðbót?Magnús Stephensen markaðsstjóri Icelandair í USA og Kanada 16:20 Pallborð og fyrirspurnir 16:50 SamantektMagnús Oddsson ferðamálastjóri  
Lesa meira

Vestfirðir - besti áfangastaður á Norðurlöndum.

Ferðamálaráð Vestfjarða hefur hlotið fyrstu verðlaun í samkeppninni "Scandinavian Travel Award 2001", um sérstök ferðaþjónustuverðlaun sem veitt voru á Skandinavíuhátíð í Berlín helgina 24.-25. nóv. s.l.Dómnefnd keppninnar segir að undir stjórn Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, hafi verið unnið framúrskarandi starf í þágu uppbyggingar ferðaþjónustu á Vestfjörðum en einnig sé heildarhugmyndin að baki uppbyggingunni afar eftirtektaverð. Í umsókn í keppnina er fjallað sérstaklega um þrjú verkefni sem verið er að vinna að í ferðamálaráði Vestfjarða; Sagnareka, Galdrasýninguna á Ströndum og Svaðilfara hestaferðir.Vestfirðir eru samkvæmt úrskurði dómnefndarinnar besti kosturinn þegar ferðamenn ákveða áfangastað á Norðurlöndum þar sem landslagið sé stórbrotið með sínum djúpu fjörðum og háu og tignarlegu fjöllum og aðstaða til að skoða fróðlega staði hin besta þar sem vel hefur verið búið að þörfum ferðamannsins.Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og er það þýska útgáfufyrirtækið Nordis sem hefur frumkvæði að samkeppninni. Nordis hefur starfað í Þýskalandi í um tuttugu ár og sérhæfir síg í útgáfu kynningarefnis um Norðurlönd. Úr Morgunblaðinu Ferðamálaráð Íslands sendir ferðaþjónustuaðilum og Vestfirðingum öllum hamingjuóskir og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.  
Lesa meira

Kallað eftir þátttökutilkynningum á NOW 2003

Ferðamálaráð Íslands hefur nú kallað eftir umsóknum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum um þátttöku á Nordisk Overseas Workshop kaupstefnunni (NOW 2003), sem haldin verður í Reykjavík 12.-13. maí á næsta ári. Skráningarfrestur rennur út þann 19. desember og fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Hvað er NOW?NOW-kaupstefnan er samstarfsverkefni ferðamálaráða Norðurlanda, Flugleiða og SAS. Tilgangurinn er að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá fjarlægum mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu, með það að markmiði að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila til að mynda og byggja upp sambönd á þessum sterku mörkuðum. Á undanförnum NOW-stefnum hefur fjöldi kaupenda verið á bilinu 80-120. Til stefnunnar er aðeins boðið viðurkenndum kaupendum frá sterkustu mörkuðunum og mest er lagt upp úr aðilum frá eftirtöldum ríkjum: Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Taiwan, Kína, Suður-Kóreu, Singapore og Ástralíu. Kaupendur eiga þess kost að panta viðtöl (appointments) við seljendur samkvæmt lýsingum sem seljendur munu leggja fram (Product manual). Ef ráðrúm gefst munu seljendur einnig eiga þess kost að leggja fram óskir um að hitta einstaka seljendur. Slíkt mun ráðast af fjölda kaupenda og seljenda og verður ekki ljóst fyrr en örskömmu áður en kaupstefnan hefst. Fyrsta NOW-kaupstefnan var haldin í Danmörku 1999, árið eftir í Svíþjóð, árið 2000 í Finnlandi og sl. vor í Osló. Næsta vor lýkur umferðinni með NOW á Íslandi 12.-13. maí. Kaupstefnan verður haldin á hinu nýja ráðstefnuhóteli Icelandair Hótel Esju, sem opnað verður í vor eftir mikla stækkun og gagngerar breytingar. Ferðmálaráð Íslands hefur með höndum framkvæmd NOW í vor en undirbúningur verður í höndum Ráðstefna og funda ehf. í Kópavogi. Umsóknarfrestur til 19. desemberNú er kallað eftir umsóknum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum um þátttöku í NOW í Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út þann 19. desember og fjöldi þátttökufyrirtækja er takmarkaður. Skráningareyðublað þarf að prenta út af heimasíðu NOW 2003, (sjá undir "Suppliers"), fylla það út og undirrita og símsenda (faxa) til Ferðamálaráðs Íslands (fax. 535-5501). Að því loknu munu samskipti fara beint á milli þátttökufyrirtækja og Ráðstefna og funda. Að sjálfsögðu má leita til starfsfólks Ferðamálaráðs í Reykjavík ef spurningar vakna eða vandamál koma upp. ÞátttökukostnaðurÞátttökufyrirtæki geta valið milli þriggja skráningarkosta: Eitt borð, einn þátttakandi og einn viðtalalisti (appointment list). Verð: 1.900 Evrur Eitt borð og tveir þátttakendur (eitt fyrirtæki og einn viðtalalisti). Verð: 2.100 Evrur Eitt borð og tveir þátttakendur (eitt fyrirtæki og tveir viðtalalistar). Verð: 2.300 Evrur Innifalið í þátttökugjaldinu er þátttaka í stefnunni (fyrirlestrar, kynningar og "workshop"), tveir hádegisverðir og tvær kvöldskemmtanir (sbr. dagskrá á heimasíðunni). Bindandi tilkynningarUm leið og skráning er send inn er bókun bindandi. Reikningar vegna þátttökugjalda verða sendir út í janúar 2003 og gjalddagi þeirra verður 19. febrúar. Afpantanir skulu vera skriflegar og fæst þátttökugjald endurgreitt að hálfu ef afpöntun verður fyrir 15. apríl. Eftir þann tíma fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.  
Lesa meira

Íslenskir ferðaþjónustuaðilar geta sótt um umhverfisverðlaun WWF

World Wide Fund for Nature (WWF) er nú að leita eftir tilnefningum til "Arctic Award" umhverfisverðlauna samtakanna en íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru meðal þeirra sem eru gjaldgengir í valinu. Til nokkurs er að vinna því verðlaunaféð nemur 10.000 svissneskum frönkum, eða sem samsvarar tæpum 600 þúsundum íslenskra króna. Verðlaunin eru ætluð aðila í ferðaþjónustu, einstaklingi, fyrirtæki eða samtökum, sem sýnt hafa í verki að verndun náttúrunnar og dýralífs sé lykilþáttur í starfseminni. Gjaldgengir í valinu eru ferðaþjónustuaðilar í þeim átta löndum sem liggja að Norðurheimskautinu en auk Íslands eru það Grænland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin (Alaska). Til þess að koma til greina í valinu þarf viðkomandi að hafa sýnt fram á að ferðaþjónusta og náttúruvernd geti farið saman í því viðkvæma umhverfi sem hinar norðlægu slóðir eru og að öll starfsemi hans taki mið af þeirri staðreynd. Tilnefningar geta verið með tvennum hætti. Bæði er hægt að senda inn tilnefningu og benda á aðila sem þeim hinum sama finnst verðugur verðlaunanna en einnig geta einstaklingar, fyrirtæki eða samtök sótt sjálf um að vera með í valinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar næstkomandi.  
Lesa meira

Gistinætur og gestakomur á gistiheimilum

Bráðabirgðatölur yfir gistinætur og gestakomur á gistiheimilum fyrstu tvo ársþriðjungana þessa árs liggja nú fyrir hjá Hagstofunni. Margt athyglisvert kemur fram í þessum tölum. Gistirými í þessum flokki jókst á milli áraTil þessa flokks gististaða teljast gistiheimili, íbúðarhótel, sumargistiheimili og sumarhótel. Gististöðum í þessum flokki fjölgaði um 13 á fyrsta ársþriðjungi 2002. Þar af fjölgaði um fjóra á höfuðborgarsvæðinu og sex á Vestfjörðum. Mánuðina maí-ágúst fjölgaði gististöðum í þessum flokki um níu, þar af fjölgaði um þrjá á höfuðborgarsvæðinu og fjóra á Vestfjörðum. Athuga skal að breytingar á fjölda gististaða má að einhverju leyti rekja til breyttrar skráningar á Hagstofunni eða til breytts rekstrarforms gististaða. Heildarfjölgun eða fækkun gististaða á Íslandi má því best sjá þegar allri talningu gistinátta er lokið fyrir árið 2002. Gistinóttum fjölgaði á fyrsta ársþriðjungiMánuðina janúar-apríl fjölgaði gistinóttum á gistiheimilum á Íslandi úr 37.922 árið 2001 í 39.025 árið 2002, eða um tæp 3%. Þar af fjölgaði gistinóttum vegna Íslendinga um tæp 12% milli ára meðan gistinóttum útlendinga fækkaði um tæp 5%. Gestakomum á tímabilinu fækkaði um 3% sem gerir meðaldvalarlengd gesta rúmar 2 nætur. Á fyrsta ársþriðjungi fækkaði gistinóttum á milli ára á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi eystra og vestra. Gistinóttum fjölgaði hinsvegar á sama tíma á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Sérstaka athygli vekur að gistinætur á Austurlandi rúmlega tvöfaldast á milli áranna 2001 og 2002. Tæp 17% aukning gistinátta yfir sumartímannÁrið 2001 töldust gistinætur í maí-ágúst vera 328.867 á gistiheimilum á Íslandi. Árið 2002 töldust þær svo vera 383.569 en það er aukning um tæp 17%. Gistinóttum vegna Íslendinga fækkaði um rúm 3% á meðan útlendingum fjölgaði um rúm 24%. Gestakomum fjölgaði um tæp 20% og dvöldu því gestir að meðaltali 1,44 nætur. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum yfir sumartímann árið 2002. Mest var þó aukningin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Vesturlandi, en þar taldist aukningin um 29% á milli ára. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.  
Lesa meira

Ráðstefna um vistvæna ferðaþjónustu í verki

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Ferðamálasetur Íslands halda ráðstefnu um vistvæna ferðaþjónustu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 13-18 í húsnæði Háskólans á Akureyri að Sólborg. Á ráðstefnunni verður kastljósinu beint að því hvernig vistvæn ferðaþjónusta er í verki og hvaða ávinning fyrirtæki hafa af því að tileinka sér hana. Fyrirlestrarnir eru bæði á íslensku og ensku en fyrirlesararnir eru flestir reyndir aðilar í ferðaþjónustu og vita því af eigin raun hvað umhverfismálin eru mikilvæg. M.a. verður fjallað um alþjóðleg vottunarkerfi og hvernig þau eru viðurkenning á þeirri stefnu sem fyrirtækin hafa tileinkað sér á sviði umhverfismála. Ráðstefnustjóri er Arnar Már Ólafsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands og lektor við HA. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna og aðgangur er ókeypis. Dagskrá:13:00-13:15Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri setur ráðstefnuna 13:15-13:.45Umhverfisvæðing í framkvæmd, umhverfisstefna markaðssettEinar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta ehf., sem fengu umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2001. 13:45-14:30Umhverfisvottun - ferðaþjónusta.Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Kaffihlé 14:30-14:45 14:45-15:15Estonian Experience in Ecotourism developmentAivar Ruukel, frá Estonian Ecotourism Association í Eistlandi. Hann starfrækir einnig fyrirtæki á sviði grænnar ferðamennsku en ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum í Eistlandi undanfarin ár, ekki síst græn ferðaþjónusta. 15:15-15:45Hver er ávinningurinn af því að tileinka sér græna ferðamennsku?Guðlaugur Bergmann frá Gistiheimilinu Brekkubæ og Ferðaskrifstofunni Leiðarljós. Gistiheimilið Brekkubær fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2000 og bæði fyrirtækin hafa fengið vottun hjá Green Globe 21, stærsta vottunarfyrirtæki grænnar ferðaþjónustu í heiminum. Kaffihlé 15:45-16:.00 16:00-16:30Umhverfisstefna í orði og á borðiGísli Jens Friðjónsson, Hópbílum hf. Hjá fyrirtækinu hefur verið innleiddur alþjóðlegur umhverfisstaðall, ISO 14001, sem unnið er eftir. 16:30-17:00Kostir umhverfisvænnar hótelstefnu.Hróðmar Bjarnason, Eldhestum ehf. Hótel Eldhestar er viðurkennt af norræna umhverfismerkinu "Svaninum." 17:00-18:00 Spurningar og umræður. 18:00 Ráðstefnuslit.  
Lesa meira

Ráðstefna um ásýnd og ímynd íslenskra sveita

Föstudaginn 29. nóvember nk. verður haldin ráðstefna á Hótel Selfossi undir yfirskriftinni "Íslenskar sveitir - ásýnd og ímynd." Ráðstefnan er haldin af átaksverkefninu Fegurri sveitum og landbúnaðarráðuneytinu. Eins og nafnið ber með sér er Fegurri sveitir átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Verkefnið er á vegum landbúnaðarráðuneytisins og tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Mikill meirihluti sveitarfélaga í landinu er nú meðal þátttakenda auk fjölmargra félagasamtaka. Ráðstefnan á Selfossi er ókeypis og öllum opin. Hægt er að skrá sig til 22. nóvember og er netfangið ragnhildur.umhverfi@simnet.is. Dagskrá Kl. 10:00 Setning. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherraKl. 10:05 Átaksverkefnið Fegurri sveitir. Níels Árni Lund formaður stjórnar Fegurri sveitaKl. 10:15 Skýrsla verkefnisstjóra Fegurri sveita. Ragnhildur SigurðardóttirKl. 10:35 Reynsla okkar og framtíðarsýn. Hildur Stefánsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir, starfsmenn Fegurri sveita. Kaffihlé 11:10 Raddir samstarfsaðila:Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Magnús B. Jónsson rektorEyjafjarðarsveit. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóriHrunamannahreppur. Tómas Þórir JónssonBændasamtök ÍslandsKl. 11:50 Umræður og fyrirspurnir Kl. 12:15 Léttur hádegisverður (1350 kr)Tónlistaratriði Kl. 13:00 Hvers virði er ásýnd íslenskra sveita? Páll Skúlason HáskólarektorKl. 13:20 Hver er ábyrgð stórra fyrirtækja á ásýnd landsins? Fulltrúi Landsvirkjunar Kl. 13:30 Erindi. Ómar Ragnarsson Kaffihlé Kl. 14:00 Málstofur Vatn Málstofustjóri : Sigurbjörg Sæmundsdóttir Umhverfisráðuneytinu.Efni: Verndun vatnsbóla, nytjavatn, þ.á.m. neysluvatn og frárennslismál í sveitum.Meðal þátttakenda: Ingólfur Gissurarson Hollustuvernd ríkisins, Óttar Geirsson Bændasamtökum Íslands og Gunnar Steinn Jónsson Hollustuvernd ríkisins. Umhverfisskipulagsmál Málstofustjóri: Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21Efni: Stjórn umhverfis- og náttúruverndarmála í sveitumMeðal þátttakenda: fulltrúi frá Náttúruvernd ríkisins, Ólafur Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands, Elín Berglind Viktorsdóttir frá Hólaskóla, Ásdís Helga Bjarnardóttir landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, fulltrúi frá Garðyrkjuskólanum, Marteinn Njálsson formaður stjórnar félags ferðaþjónustubænda, og Heiðrún Guðmundsdóttir frá Hollustuvernd ríkisins. Úrgangur Málstofustjóri: Helgi Jensson Hollustuvernd ríkisinsEfni: Spilliefni, landbúnaðarplast, brotajárn og annar úrgangur í sveitum. Söfnun, endurnýting og förgun.Meðal þátttakenda: Már Karlsson frá Spilliefnanefnd, Cornelis Aart Meyles Hollustuvernd ríkisins, Guðmundur Tryggvi Ólafsson Sorpstöð Suðurlands, Gunnar Þ. Garðarsson Endurvinnslunni hf. Akureyri og fulltrúar frá brotajárnsendurvinnslufyrirtækjum. Kaffihlé Kl. 15.10 Málstofustjórar gera grein fyrir umræðum. Almennar umræður og fyrirspurnir Gestum boðið upp veitingar. Landbúnaðarráðherra veitir þátttakendum viðurkenningar Kl 17.00 Ráðstefnunni slitið Ráðstefnustjóri: Níels Árni Lund formaður stjórnar Fegurri sveitaSkráning hjá verkefnisstjóra Fegurri sveita í síma 43 56695/8511646 og 8482339, netfang: ragnhildur.umhverfi@simnet.is eða hjá skiptiborði landbúnaðarráðuneytisins. Skráningarfrestur er til 22. nóvember.  
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Ferðamálasamtök Íslands halda aðalfund sinn á Hótel Húsavík dagana 22. og 23. nóvember næstkomandi. Meðal þess sem verður til umfjöllunar má nefna erindi um ferðaþjónustu sveitarfélaga og einnig verður farið yfir áherslur stjórnvalda í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þá verður ferðasýningin Ferðatorg til umfjöllunar og bókunarkerfi frá fyrirtækinu Tourism in Action, auk að sjálfsögðu aðalfundarstarfa skv. lögum FSÍ. Skráning á fundinn og bókun herbergja er á Hótel Húsavík í síma 464-1220. Dagskrá fundarins Föstudagur 22. nóvember: Kl.: 13:00 Afhending fundargagnaKl.: 13:30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka ÍslandsKl.: 13:45 Ferðaþjónusta sveitarfélaga. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri Kl.: 15:10 Kaffihlé Kl.: 15:30 Aðalfundarstörf skv. lögum FSÍKl.: 18:00 Skoðunarferð á HúsavíkKl.: 20:00 Kvöldverður og kvöldvaka Laugardagur 23. nóvember: Kl.: 09:30 Áherslur stjórnvalda í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Kristján Pálsson, alþingismaður og form. Ferðamálasamtaka SuðurnesjaKl.: 10:15 Ferðatorg 2002 / 2003. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdarstjóri KOMKl.: 10:45 Bókunarkerfi frá fyrirtækinu Tourism in Action. Tim Diets, framkvæmdastjóriKl.: 11:15 UmræðurKl.: 12:00 Fundarslit.  
Lesa meira

Tölur yfir gistinætur og gestakomur á hótelum í september

Hagstofan hefur nú birt bráðabirgðatölur yfir gistinætur og gestakomur á hótelum í september. Þar sem skil á gistiskýrslum voru ekki nægjanleg fyrir Austurland er ekki mögulegt að birta tölur fyrir þann landshluta að svo stöddu. Þar af leiðandi er ekki hægt að birta heildartölur fyrir landið en tölur annara landsvæða eru þó birtar eins og vanalega. Gistinætur á höfuðborgarsvæðinu nánast jafnmargar og í fyrra Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði voru nánast jafnmargar og árið 2001. Í september síðastliðnum töldust gistinætur vera 46.152 en árið 2001 voru þær 46.550. Athygli vekur þó að fjöldi íslenskra hótelgesta á höfuðborgarsvæðinu eykst um 47% milli ára meðan útlendingum fækkar um rúm 4% á sama tíma. Hótelum á svæðinu hefur fjölgað um eitt milli ára og rúmum um 349. Gistinóttum fækkar á Suðurnesjum, Vesturlandi og VestfjörðumÍ september fækkaði gistinóttum um tæp 11% í þessum landshlutum til samans. Þar voru gistinætur 5.484 í september síðastliðnum en árið á undan voru þær 6.129. Þess má þó geta að gististöðum í þessum landshluta fækkaði um einn og rúmum um 42. Á Norðurlandi fjölgar gistinóttum Gistinóttum á Norðurlandi vestra og eystra fjölgaði um tæp 34% milli ára. Þá voru gistinæturnar 5.467 árið 2001 en töldust 7.321 í september síðastliðnum. Þá fjölgaði útlendingum um rúm 80% en íslendingum fækkaði að sama skapi um rúm 40%. Hótelum á Norðurlandi hefur fjölgað um eitt og hefur rúmum fjölgað um 105 á tímabilinu. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgar Eins og flesta aðra mánuði ársins fjölgar gistinóttum á Suðurlandi. Þær voru 4.780 í ágúst 2001 en töldust 7.435 í september sl, en það er aukning um rúm 55%. Fjölgunin á bæði við um íslenska og erlenda hótelgesti en gistinætur vegna útlendinga hafa nánast tvöfaldast milli ára. Geta má að á Suðurlandi fjölgar gististöðum um 4 á milli ára og rúmum um 303. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.  
Lesa meira