Fréttir

Gjaldeyristekjur 2001

Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árið 2001 urðu þær rúmlega 7 milljörðum meiri en árið 2000.  Aukning tekna vegna eyðslu í landinu er tæpir 5 milljarðar, en í fargjaldatekjum rúmlega 2 milljarðar .   2000 2001 Breyting Tekjur alls: 30.459 37.720 23,8% Fargjaldatekjur: 12,492 14.839 18,8% Eyðsla í landinu: 17.967 22.881 27,34% Þegar tekið er tillit til gengisbreytinga á milli ára og áætlunar um dreifingu tekna eftir myntum virðist sem gera megi ráð fyrir að raunaukning geti verið um 1-2% í gjaldeyristekjum á milli ára. Magnús Oddsson 08.03 02.  
Lesa meira

Byrjað að telja ferðamenn aftur í Leifsstöð.

Loksins, loksins er aftur farið að hefja talningu á ferðamönnum í Leifsstöð eftir þjóðerni.
Lesa meira

Ísland öruggasti staðurinn.

Ísland er öruggasti ákvörðunarstaður ferðalanga, að mati bandaríska tímaritsins Blue og helsta grein nýjasta ferðablaðs The New York Times er um laxveiði hér- lendis. Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í New York segir þetta mjög ánægjulegt og sýni að kynningin á Íslandi í Bandaríkjunum hafi skilað sér. Í febrúar/mars -blaði Blue er forsíðumyndin frá Bláa lóninu og í ritinu kemur fram að vilji fólk forðast hryðjuverk sé Ísland öruggasti staðurinn. Patagonía er í öðru sæti, Suðurskautslandið í því þriðja, síðan Nýja - Sjáland, Alaska og Breska Kólumbía í Kanada í sjötta sæti. Í blaðinu er mikil umfjöllun um Ísland. Á sjö síðum eru stórar myndir frá Íslandi og síðan er viðtal við ljósmyndarann Oz Lubling um Íslandsferð hans, en í stuttri grein hvetur hann ferðalanga m.a. til að fara í Landmannalaugar, á Mývatn, ganga yfir Eldhraun og skoða Jökulsárgljúfur, sem hann líkir við Miklagljúfur og Niagara-fossa. Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrifstofu FMR í New York, segir að þessi umfjöllun sé mjög ánægjuleg og skipti miklu máli. "Við vitum að Ísland er öruggasti staður í heimi og við erum meðvituð um ágæti landsins, en við segjum það ekki heldur aðrir og það hefur gríðarlega mikið að segja. Þetta hefur mikið að segja í allri kynningu um Ísland og hjálpar okkur mikið". (Úr Morgunblaðinu - 5. mars 2002)  
Lesa meira

Er seta í Ferðamálaráði ávísun á ráðherradóm?

Það virðist sem seta í Ferðamálaráði Íslands sé e.t.v. ávísun á eitthvað meira og stærra ef dæma má leiðir fyrrverandi formanns og varaformanns Ferðamálaráðs. Jón Kristjánsson var varaformaður ráðsins þegar hann var skipaður ráðherra heilbrigðis-og tryggingarmála í apríl á síðasta ári og nú tæpu ári seinna hverfur formaður FMR Tómas Ingi Olrich einnig til setu í ráðherrastóli því eins og kunnugt er tók hann við embætti menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni nú fyrir skemmstu.Ferðamálaráð þakkar þeim vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar.  
Lesa meira

Nýjar niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs

Niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna fyrir tímabilið september 2000 - ágúst 2001 eru komnar út á geisladiski. Kannanir Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna nýtast ferðaþjónustufyrirtækjum, hagsmunasamtökum, ráðgjöfum og öðrum sem þurfa á upplýsingum að halda um síbreytilegan markað ferðamanna. Hvernig nýtast kannanir meðal ferðamanna? Meiri og betri þekking á viðskiptavinum Betri skipulagning markaðs-og kynningarmála Markvissari aðgerðir Greining sóknarfæra Betri nýting á markaðsfjármunum og samræming á markaðsvinnu Stuðningur við vöruþróun Stjórntæki við uppbyggingu og fjárfestingu í ferðaþjónustu Árangursríkari vinnubrögð Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálaráðs í Reykjavík, s. 535-5500. KÖNNUN FERÐAMÁLARÁÐS MEÐAL ERLENDRA FERÐAMANNASeptember 2000 - ágúst 2001 Efnisatriði Niðurstöður úr heilsárskönnun Ferðamálaráðs eru settar fram myndrænt í powerpointskjali, en út frá hverri mynd er hægt að skoða nánar niðurstöður eftir þjóðernum og einstökum breytum s.s. kyni, aldri, starfsstétt, tilgangi ferðar, tegund ferðar, tegund gistingar og fararmáta til landsins - þannig ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess er hliðstætt powerpoint skjal á ensku. Bakgrunnur- Þjóðerni- Búsetuland - Kyn- Aldur- Starfsstétt- TekjurÁkvörðunarferlið- Hvaðan kom hugmyndin að Íslandsferð?- Hve löngu fyrir brottför vaknaði hugmyndin?- Hve löngu fyrir brottför var tekin ákvörðun um að fara?- Hvaða þættir höfðu áhrif á að ferð var farin?- Kom til greina að ferðast til annars lands? - Höfðu svarendur komið áður og þá hve oft og á hvaða árstíma?- Hvaðan fengust upplýsingnar um Ísland?- Hve löngu fyrir brottför var ferðin bókuð? - Hvar var ferðin keypt?- Var ferðast á eigin vegum eða í pakkaferð?Ferðahegðun- Tilgangur ferðar- Með hverjum var ferðast?- Dvalarlengd og gistinætur- Í hvaða landshluta var gist?- Hvaða gistimáti var nýttur?- Hvaða ferðamáti var nýttur?- Hvaða afþreying var nýtt? - Var gisting bókuð fyrir eða eftir komu til Íslands? - Hvernig var gisting bókuð?Útgjöld- Meðalútgjöld í Íslandsferðinni- Útgjöld ferðalanga í pakkaferð og þeirra sem voru á eigin vegum- Hlutfallsleg dreifing útgjaldaHuglægt mat- Álit á einstökum þáttum ferðaþjónustunnar- Álit á verðlagningu einstakra þátta- Hvaða afþreyingar fannst svarendum mest til koma?- Hvaða þættir voru jákvæðastir og neikvæðastir við ferðina?- Hafa svarendur áhuga á að koma aftur og þá á hvaða árstíma og hvenær?- Hversu vel eða illa lýsa einstakar staðhæfingar ástandinu?- Hvaða staðir/svæði voru heimsóttir í ferðinni?- Var kynning á öryggisreglum og búnaði áður en lagt var af stað í ,,ævintýraferð"?- Voru farþegum kynntar mögulegar hættur í ,,ævintýraferð"?  
Lesa meira

Nýr formaður Ferðamálaráðs.

Einar Kr. Guðfinnsson hefur verið skipaður nýr formaður Ferðamálaráðs Íslands í stað Tómasar Inga Olrich sem hefur nú tekið við embætti menntamálaráðherra.Ferðamálaráð þakkar Tómasi Inga fyrir samstarfið og býður nýjan formann velkominn til starfa.  
Lesa meira