Fara í efni

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda

Dagana 11. og 12. nóvember nk. heldur Ferðaþjónusta bænda uppskeruhátíð sína og er hún á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Viðbrögð frá bændum hafa verið afar góð og stefnir í metþátttöku nú í ár.

Þátttöku á að tilkynna til Erlu Gunnarsdóttur á skrifstofu FB í vefpóst: erla@farmholidays.is eða í síma 5702705. Gistinguna bókar hver og einn sjálfur en Ferðaþjónusta bænda hefur samið við Grand hótel um verð fyrir gistingu og mat. Fundirnir sjálfir báða dagana eru endurgjaldslausir.

Dagskrá uppskeruhátíðar 2002

Mánudagurinn 11.nóvember

Kl. 09.00 Í hverju felst umhverfisvæn ferðaþjónusta?
                Elín Berglind Viktorsdóttir, kennari Hólaskóla
Kl. 10.00 Ferðaþjónusta bænda - Í fararbroddi í umhverfismálum
                Guðrún og Guðlaugur Bergmann, Brekkubæ Snæfellsnesi
Kl. 12.30 Hádegishlé - Súpa og salat
Kl. 13.00 Fyrsta skrefið - markmiðasetning
Kl. 15.00 Gunnlaugur og Hulda á Gistihúsinu á Egilsstöðum segja reynslusögu sína í
                framhaldi af umhverfisfundinum í vor
Kl. 15.15 Kynning á lífrænum og umhverfisvænum vörutegundum.

Kvöldskemmtun 11. nóvember

Kl. 19:00 Fordrykkur
Kl. 20:00 Borðhald

Ræðumaður kvöldsins er Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir
Hinir bráðskemmtilegu félagar úr Skagafirði, sem kalla sig "Hest í vanskilum" munu stjórna fjöldasöng og fara með kveðskap að hætti sveitamanna
Hljómsveitin Þúsöldin mun spila fyrir dansi


Matseðill kvöldsins er svohljóðandi

Ítölsk sjávarréttasúpa
Steikartvenna
Nautalund og lambafillet með rauðvínssósu
Súkkulaðiterta með ávaxta"-compot" og kaffi


Þriðjudagurinn 12. nóvember

Kl. 09.00 Vinnuhópur um flokkun gististaða og gæðamál kynnir tillögur sínar
Kl. 11.00 Fundarmönnum skipt í hópa - umræður um tillögur vinnuhópsins auk umræðu um hvernig
                FB geti sem best þjónað hagsmunum félagsmanna.
Kl. 12.00 Hádegishlé - Súpa og "baguette"-brauð með grænmeti
Kl. 13.00 Umræðuhópar kynna niðurstöður sínar
Kl. 14.00 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra ávarpar fundinn
Kl. 14.10 Staðardagskrá 21 og ferðaþjónusta - dæmi frá Snæfellsbæ
                Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrá 21 á Íslandi
Kl. 14.40 Umhverfisvæn ferðaþjónusta - bætt ímynd Ferðaþjónustu bænda
                Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.15 Green Globe 21 viðurkenningar- og vottunarkerfið fyrir ferðaþjónustu
                Elín Berglind Viktorsdóttir
Kl. 15.35 Green Globe 21 vottunarkerfi fyrir ferðaþjónustubændur
                Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda
Kl. 15.45 Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda og Green Globe 21
                Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda

Kl. 16.00 Ráðstefnuslit

Reykjavíkurborg býður þátttakendum á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda til móttöku í Höfða að lokinni dagskrá þriðjudaginn 11. nóvember. Tilefnið er að treysta bönd landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins, einnig að óska ferðaþjónustubændum til hamingju með stefnumótun í umhverfisvænni ferðaþjónustu.