Fréttir

Tekjukönnun SAF í október 2002

Herbergjanýting var talsvert lakari í nýliðnum októbermánuði en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samdrátturinn er einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna lægri tölur í októbermánuði.Í Reykjavík var meðalnýting 61,79% í október, meðalverð var 6.427 krónur og tekjur á framboðið herbergi 123.106 krónur. Til samanburðar þá var nýtingin 70,21% í október í fyrra og meðalverð 6.164 krónur þannig að nýtingin nú hefur dregist saman um 8,42 prósentustig. Landsbyggðin Sé litið til landsbyggðarinnar þá var meðalnýting nú 28,22%, meðalverð 7.742 krónur og tekjur á framboðið herbergi 67.732 krónur. Í fyrra var nýtingin 32,41% og meðalverð 5.843 krónur. Nýtingin gengur þannig aðeins til baka en verðið helst ótrúlega hátt, hærra en í Reykjavík. Það er að sögn Þórleifs Þórs, hagfræðings SAF, tilkomið vegna óvenju góðarar afkomu einstaka hótela. Að Akureyri og Keflavík slepptum var meðalnýting 19,12%, meðalverð 4.858 krónur og tekjur á framboðið herbergi 28.791 krónur. Landsbyggðin er þannig ekki að lenda í sama samdrættinum og höfuðborgarsvæðið og nær einnig að lyfta upp verðinu þó verð frá 2000 náist ekki í sömu krónutölu. Hér á eftir fylgir síðan nánari samanburður á milli ára. Reykjavík 1996 55,89% Kr. 4.6751997 58,52% Kr. 4.1201998 61,39% Kr. 4.6191999 73,32%. Kr. 5.022. Tekjur á framboðið herbergi kr. 114.257.2000 71,97%. Kr. 5.653. Tekjur á framboðið herbergi kr. 126.118.2001 70,21%. Kr. 6.164. Tekjur á framboðið herbergi kr. 134.169.2002 61,79%. Kr. 6.427. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.106. Landsbyggðin: 1996 48,33% Kr. 3.8931997 28,67% Kr. 4.7501998 30,58% Kr. 3.9301999 32,80% Kr. 5.046. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.302.2000 24,66% Kr. 5.325. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.723.2001 32,41% Kr. 5.843. Tekjur á framboðið herbergi kr. 58.696.2002 28,22% Kr. 7.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 67.732. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur 1996 34,85% Kr. 3.8931997 23,04% Kr. 3.9421998 25,78% Kr. 3.7431999 18,17% Kr. 3.941. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.200.2000 13,54% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.791.2001 19,28%. Kr. 4.013. Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.985.2002 19,12%. Kr. 4.858. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.791.  
Lesa meira

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda

Dagana 11. og 12. nóvember nk. heldur Ferðaþjónusta bænda uppskeruhátíð sína og er hún á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Viðbrögð frá bændum hafa verið afar góð og stefnir í metþátttöku nú í ár. Þátttöku á að tilkynna til Erlu Gunnarsdóttur á skrifstofu FB í vefpóst: erla@farmholidays.is eða í síma 5702705. Gistinguna bókar hver og einn sjálfur en Ferðaþjónusta bænda hefur samið við Grand hótel um verð fyrir gistingu og mat. Fundirnir sjálfir báða dagana eru endurgjaldslausir. Dagskrá uppskeruhátíðar 2002 Mánudagurinn 11.nóvember Kl. 09.00 Í hverju felst umhverfisvæn ferðaþjónusta?                Elín Berglind Viktorsdóttir, kennari HólaskólaKl. 10.00 Ferðaþjónusta bænda - Í fararbroddi í umhverfismálum                Guðrún og Guðlaugur Bergmann, Brekkubæ SnæfellsnesiKl. 12.30 Hádegishlé - Súpa og salatKl. 13.00 Fyrsta skrefið - markmiðasetningKl. 15.00 Gunnlaugur og Hulda á Gistihúsinu á Egilsstöðum segja reynslusögu sína í                framhaldi af umhverfisfundinum í vorKl. 15.15 Kynning á lífrænum og umhverfisvænum vörutegundum. Kvöldskemmtun 11. nóvember Kl. 19:00 FordrykkurKl. 20:00 Borðhald Ræðumaður kvöldsins er Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka ÍslandsJóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir Hinir bráðskemmtilegu félagar úr Skagafirði, sem kalla sig "Hest í vanskilum" munu stjórna fjöldasöng og fara með kveðskap að hætti sveitamannaHljómsveitin Þúsöldin mun spila fyrir dansi Matseðill kvöldsins er svohljóðandi Ítölsk sjávarréttasúpaSteikartvennaNautalund og lambafillet með rauðvínssósuSúkkulaðiterta með ávaxta"-compot" og kaffi Þriðjudagurinn 12. nóvember Kl. 09.00 Vinnuhópur um flokkun gististaða og gæðamál kynnir tillögur sínarKl. 11.00 Fundarmönnum skipt í hópa - umræður um tillögur vinnuhópsins auk umræðu um hvernig                 FB geti sem best þjónað hagsmunum félagsmanna. Kl. 12.00 Hádegishlé - Súpa og "baguette"-brauð með grænmetiKl. 13.00 Umræðuhópar kynna niðurstöður sínarKl. 14.00 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra ávarpar fundinnKl. 14.10 Staðardagskrá 21 og ferðaþjónusta - dæmi frá Snæfellsbæ                 Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrá 21 á ÍslandiKl. 14.40 Umhverfisvæn ferðaþjónusta - bætt ímynd Ferðaþjónustu bænda                Einar Bollason, framkvæmdastjóri ÍshestaKl. 15.00 KaffihléKl. 15.15 Green Globe 21 viðurkenningar- og vottunarkerfið fyrir ferðaþjónustu                 Elín Berglind ViktorsdóttirKl. 15.35 Green Globe 21 vottunarkerfi fyrir ferðaþjónustubændur                Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubændaKl. 15.45 Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda og Green Globe 21                Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda Kl. 16.00 Ráðstefnuslit Reykjavíkurborg býður þátttakendum á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda til móttöku í Höfða að lokinni dagskrá þriðjudaginn 11. nóvember. Tilefnið er að treysta bönd landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins, einnig að óska ferðaþjónustubændum til hamingju með stefnumótun í umhverfisvænni ferðaþjónustu.  
Lesa meira

Hótel Óðinsvé hlaut forvarnarverðlaun TM

Hótel Óðinsvé hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir árið 2002 en verðlaunin voru afhent í fjórða skiptið í gær, 31. október. Þau eru veitt árlega þeim viðskiptavinum TM sem þykja skara framúr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Ákvörðun um að veita Hótel Óðinsvéum verðlaunin í ár byggir á því að TM telur forvarnir þar með því besta sem gerist hér á landi og að hótelið sýni öðrum fyrirtækjum gott fordæmi að þessu leyti.Í frétt frá TM kemur fram að afhending verðlaunanna beinir sjónum að mikilvægi öflugra brunavarna í fyrirtækjum sem hafa aðsetur í fjölmennum íbúahverfum. Óðinsvé er staðsett í miðbæ Reykjavíkur þar sem byggð er einna þéttust og mikil hætta getur stafað af útbreiðslu elds. Á síðustu árum hefur hótelið lagt mikla áherslu á uppbyggingu brunavarna og annarra forvarna sem hafa aukið öryggi viðskiptavina, starfsfólks og nærliggjandi húsa. Að mati TM standast brunavarnir hótelsins allar þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja um viðvörunar- og vatnsúðakerfi, brunahólfun, þjálfun starfsfólks, gott aðgengi að handslökkvibúnaði og öflugt eigið eftirlit. Meðal þeirra sem viðstaddir voru afhendingu verðlaunanna voru samgöngu- og ferðamálaráðherra, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og forsvarsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar.  Myndatexti:  Bjarni Ingvar Árnason hjá Hótel Óðinsvéum og Gunnar Felixson forstjóri Trygginga-miðstöðvarinnar við afhendingu verðlaunanna.  
Lesa meira