Fréttir

Breytingar á starfsemi Ferðamálaráð Íslands í Evrópu

-verkefni skrifstofunnar í París flutt til Frankfurt -skrifstofa opnuð í Kaupmannahöfn á næsta ári Undanfarin tvö ár hefur Ferðamálaráð rekið skrifstofu í París en í dag, 15. maí, verður sú breyting að starfsemi hennar færist til skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Frankfurt. Er þetta í samræmi við samþykkt Ferðamálaráðs frá því sl. haust þar sem gert er ráð fyrir að erlend starfsemi á næstu misserum verði byggð upp á þremur meginskrifstofum, auk starfseminnar á Íslandi. Skrifstofan í New York sinnir þannig N.- Ameríku og skrifstofan í Frankfurt sinnir meginlandi Evrópu. Að auki er stefnt að opnun skrifstofu í Kaupmannahöfn á árinu 2003 og mun hún sinna Norðurlöndunum. Frá síðustu áramótum hefur síðan Bretlandsmarkaði verið sinnt frá skrifstofunni í Reykjavík. Þessu fylgja jafnframt breytingar á starfsmannahaldi. Guðrún Kristinsdóttir, sem verið hefur forstöðumaður skrifstofunnar í París frá upphafi, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Á skrifstofuna í Frankfurt hefur verið ráðinn franskur starfsmaður, Mario Noellee ADAM, til að sinna frönskumælandi hluta Evrópu.  
Lesa meira

Nordic overseas workshop (NOW) á Íslandi 2003

Nú stendur yfir í Osló Nordic Overseas Workshop ( NOW) þar sem söluaðilar í ferðaþjónustu frá Norðurlöndunum fimm kynna vöru sína og þjónustu fyrir söluaðilum í löndum utan Evrópu. Fjölmargir söluaðilar eru frá N.- Ameríku og Asíu en færri frá S.- Ameríku og Ástralíu. Þessi ferðamarkaður færist á milli landanna fimm sem eru aðilar að Ferðamálaráði Norðurlanda en það eru Danmörk, Finnland, Ísland Noregur og Svíþjóð. Á Íslandi að ári liðnuNæst verður NOW á Íslandi 12-13 maí 2003. Gera má ráð fyrir að um 60 söluaðilar frá Norðurlöndum komi hér og kynni sig fyrir um 100 kaupendum frá löndum utan Evrópu. Þá munu þessir kaupendur einnig fara í ferðir um Ísland á undan og á eftir ferðakaupstefnunni. Því er ljóst að NOW getur haft mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuaðila hérlendis.  
Lesa meira

Ráðstefnuskrifstofa Íslands boðar til morgunverðarfundar

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli sínu mun Ráðstefnuskrifstofa Íslands standa fyrir morgunverðarfundi í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn, 8. maí nk kl 08:15-09:30. Yfirskrift fundarins er: Framtíð ráðstefnuhalds á Íslandi. Eftirfarandi eru framsöguerindin sem verða flutt: · Mikilvægi ráðstefnuhúss fyrir ferðaþjónustuna, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra · Bygging ráðstefnuhúss í Reykjavík - fjárfesting til framtíðar - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgastjóri · Ráðstefnulandið Ísland -best eða ódýrast - Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við HÍ  
Lesa meira