Fara í efni

Ráðstefna um vistvæna ferðaþjónustu í verki

Fjölmargar umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum
Fjölmargar umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Ferðamálasetur Íslands halda ráðstefnu um vistvæna ferðaþjónustu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 13-18 í húsnæði Háskólans á Akureyri að Sólborg. Á ráðstefnunni verður kastljósinu beint að því hvernig vistvæn ferðaþjónusta er í verki og hvaða ávinning fyrirtæki hafa af því að tileinka sér hana.

Fyrirlestrarnir eru bæði á íslensku og ensku en fyrirlesararnir eru flestir reyndir aðilar í ferðaþjónustu og vita því af eigin raun hvað umhverfismálin eru mikilvæg. M.a. verður fjallað um alþjóðleg vottunarkerfi og hvernig þau eru viðurkenning á þeirri stefnu sem fyrirtækin hafa tileinkað sér á sviði umhverfismála. Ráðstefnustjóri er Arnar Már Ólafsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands og lektor við HA. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá:
13:00-13:15

Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri setur ráðstefnuna

13:15-13:.45
Umhverfisvæðing í framkvæmd, umhverfisstefna markaðssett

Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta ehf., sem fengu umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2001.

13:45-14:30
Umhverfisvottun - ferðaþjónusta.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur

Kaffihlé 14:30-14:45

14:45-15:15
Estonian Experience in Ecotourism development
Aivar Ruukel, frá Estonian Ecotourism Association í Eistlandi. Hann starfrækir einnig fyrirtæki á sviði grænnar ferðamennsku en ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum í Eistlandi undanfarin ár, ekki síst græn ferðaþjónusta.

15:15-15:45
Hver er ávinningurinn af því að tileinka sér græna ferðamennsku?

Guðlaugur Bergmann frá Gistiheimilinu Brekkubæ og Ferðaskrifstofunni Leiðarljós. Gistiheimilið Brekkubær fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2000 og bæði fyrirtækin hafa fengið vottun hjá Green Globe 21, stærsta vottunarfyrirtæki grænnar ferðaþjónustu í heiminum.

Kaffihlé 15:45-16:.00

16:00-16:30
Umhverfisstefna í orði og á borði

Gísli Jens Friðjónsson, Hópbílum hf. Hjá fyrirtækinu hefur verið innleiddur alþjóðlegur umhverfisstaðall, ISO 14001, sem unnið er eftir.

16:30-17:00
Kostir umhverfisvænnar hótelstefnu.

Hróðmar Bjarnason, Eldhestum ehf. Hótel Eldhestar er viðurkennt af norræna umhverfismerkinu "Svaninum."

17:00-18:00 Spurningar og umræður.

18:00 Ráðstefnuslit.