Fara í efni

Tekjukönnun SAF í október 2002

Hotelherbergi
Hotelherbergi

Herbergjanýting var talsvert lakari í nýliðnum októbermánuði en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samdrátturinn er einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna lægri tölur í októbermánuði.
Í Reykjavík var meðalnýting 61,79% í október, meðalverð var 6.427 krónur og tekjur á framboðið herbergi 123.106 krónur. Til samanburðar þá var nýtingin 70,21% í október í fyrra og meðalverð 6.164 krónur þannig að nýtingin nú hefur dregist saman um 8,42 prósentustig.

Landsbyggðin
Sé litið til landsbyggðarinnar þá var meðalnýting nú 28,22%, meðalverð 7.742 krónur og tekjur á framboðið herbergi 67.732 krónur. Í fyrra var nýtingin 32,41% og meðalverð 5.843 krónur. Nýtingin gengur þannig aðeins til baka en verðið helst ótrúlega hátt, hærra en í Reykjavík. Það er að sögn Þórleifs Þórs, hagfræðings SAF, tilkomið vegna óvenju góðarar afkomu einstaka hótela. Að Akureyri og Keflavík slepptum var meðalnýting 19,12%, meðalverð 4.858 krónur og tekjur á framboðið herbergi 28.791 krónur. Landsbyggðin er þannig ekki að lenda í sama samdrættinum og höfuðborgarsvæðið og nær einnig að lyfta upp verðinu þó verð frá 2000 náist ekki í sömu krónutölu. Hér á eftir fylgir síðan nánari samanburður á milli ára.

Reykjavík
1996 55,89% Kr. 4.675
1997 58,52% Kr. 4.120
1998 61,39% Kr. 4.619
1999 73,32%. Kr. 5.022. Tekjur á framboðið herbergi kr. 114.257.
2000 71,97%. Kr. 5.653. Tekjur á framboðið herbergi kr. 126.118.
2001 70,21%. Kr. 6.164. Tekjur á framboðið herbergi kr. 134.169.
2002 61,79%. Kr. 6.427. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.106.

Landsbyggðin:
1996 48,33% Kr. 3.893
1997 28,67% Kr. 4.750
1998 30,58% Kr. 3.930
1999 32,80% Kr. 5.046. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.302.
2000 24,66% Kr. 5.325. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.723.
2001 32,41% Kr. 5.843. Tekjur á framboðið herbergi kr. 58.696.
2002 28,22% Kr. 7.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 67.732.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
1996 34,85% Kr. 3.893
1997 23,04% Kr. 3.942
1998 25,78% Kr. 3.743
1999 18,17% Kr. 3.941. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.200.
2000 13,54% Kr. 4.954. Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.791.
2001 19,28%. Kr. 4.013. Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.985.
2002 19,12%. Kr. 4.858. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.791.