Fréttir

Áhugaverðar niðurstöður um starfsánægju í ferðaþjónustu

Niðurstöður fyrstu könnunar á starfsánægju og vinnuumhverfi í ferðaþjónustu voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn stóðu fyrir. Könnunin er samvinnuverkefni Ferðamálastofu og Vinnueftirlits ríkisins og var framkvæmd í samvinnu við MMR.
Lesa meira

Umsagnir og mikilvægi Tripadvisor

„Mikilvægi Tripadvisor fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er alveg gríðarlegt. Því er er nauðsynlegt að fyrirtæki taki Tripadvisor alvarlega og sinni skráningunni sinni þar af kostgæfni.“ Þetta segir Sunna Þórðardóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Ferðavefjum en hún deilir fjölmörgum gagnlegum ráðum tengdum Tripadvisor í nýjasta þættinum af Ferðalausnir – stafræn tækifæri.
Lesa meira

Tækifærin felast í áfangastaðaáætlunum

Árið 2016 var hafin vinna við gerð áfangastaðaáætlana um land allt. Verkefnið var sett í forgang í Vegvísi í ferðaþjónustu. Markmiðið var að staðfesta mikilvægi ferðaþjónustunnar sem grunnstoðar byggðaþróunar og atvinnulífs. Einnig var lagt upp með að efla samtal í hverjum landshluta um aðgengi og umferð ferðamanna til að dreifa álagi, vernda náttúru og tryggja öryggi.
Lesa meira

Ferðalög Íslendinga og ferðaáform

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2018 og ferðaáform á árinu 2019. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Lesa meira

Starfsánægja í ferðaþjónustu - Hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar um starfsánægju í ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - apríl 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - apríl 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Gaman ehf. (Gaman ferðir)

Ferðaskrifstofuleyfi Gaman ehf. (Gaman ferðir), kt. 430212-1090, Bæjarhrauni 14, 220 Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem rekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Tryggingunni er ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Lesa meira

Nýtt starf - Sérfræðingur á rannsóknasvið

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða töluglöggan, sjálfstæðan og drífandi einstakling í greiningu og miðlun gagna sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á rannsóknasviði Ferðamálastofu sem hefur það hlutverk að halda utan um opinbera gagnasöfnun og rannsóknir á ferðamálum. Um fullt starf er að ræða. Staðan er auglýst án staðsetningar
Lesa meira

Upplýsingar vegna rekstrarstöðvunar Gaman ferða

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hætt starfsemi. Hér er að finna mikilvægar upplýsingar til viðskipavina ferðaskrifstofunnar sem keypt hafa pakkaferðir eða samtengda ferðatilhögun. Upplýsingar verða uppfærðar jafn óðum eftir því sem mál skýrast. Við hvetjum því fólk til að fylgjast með hér á vefnum.
Lesa meira

Stafræn tækni getur aukið upplifun og skilning

„Framtíðin er stafræn. Fólk er alltaf með símana á lofti og sjálfsagt að nýta þá til að auka öryggi fólks og koma á framfæri upplýsingum,“ segir Einar Skúlason sem á heiðurinn af Wapp-Walking app. Það er umfjöllunarefnið í nýjasta þættinum af Ferðalausnir – stafræn tækifæri.
Lesa meira