Fréttir

"Litli leiðsögumaðurinn" leiðir þig áfram í leyfismálum

Leyfismálin geta vafist fyrir fólki og ekki alltaf augljóst hvaða leyfi eiga við viðkomandi starfsemi. Ferðamálastofa kynnir nú „Litla leiðsögumanninn“, gagnvirkan spurninga og leiðbeiningavef sem aðstoðar ferðaþjónustuaðila við að finna út undir hvaða leyfi þjónusta þeirra fellur.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun Reykjaness birt

Áfangastaðaáætlun Reykjaness hefur nú verið birt. Í áætluninni eru lögð drög að frekari þróun í ferðamálum á svæðinu en áætlunin er sú fyrsta sem sérstaklega hefur verið unnin fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborðinu – Fyllri upplýsingar um flugmál

Nýjasta viðbótin í Mælaborði ferðaþjónustunnar dregur fram áhugaverðar upplýsingar um flug til og frá landinu. Nú er hægt að sjá fjölda aflýstra fluga, meðalseinkun og hlutfall flugferða á áætlun (On time performance) á Keflavíkurflugvelli, allt saman eftir flugfélögum.
Lesa meira

Til mikils að vinna með auknu norrænu samstarfi

Norðurlönd hafa til mikils að vinna með því að starfa saman á sviði ferðamála. Meðal annars getur borgað sig að eiga samstarf á sviði stafrænnar þróunar, sjálfbærni, nýsköpunar og markaðsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera.
Lesa meira

Öryggisáætlanir fyrir allar ferðir

Ferðaþjónustufyrirtæki sem hyggjast veita gæðaþjónustu verða að hafa öryggismálin í lagi. Eitt af aðalatriðunum í því er gerð öryggisáætlana en lögum samkvæmt ber öllum þeim sem framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir. Söluaðilar verða einnig að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma ferðir séu með öryggisáætlanir.
Lesa meira

Innköllun - Þrotabú WOW air hf.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 28. mars 2019 var eftirtalið bú tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag voru undirritaðir skipaðir skiptastjórar í búinu. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 28. mars. 2019.
Lesa meira

1,7% fækkun milli ára í mars

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 170 þúsund í nýliðnum mars eða um þrjú þúsund færri en í mars árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 1,7%. Bandaríkjamenn og Bretar voru fjölmennastir í mars eða 47% brottfara en Bandaríkjamönnum fækkaði um 9,1% milli ára og Bretum um 1,7%. Þjóðverjum sem voru í þriðja sæti fjölgaði hins vegar um 16,7%. Þá fjölgaði Ítölum um 25,5%.
Lesa meira

Ferðamenn með WOW Air í samanburði við ferðamenn með öðrum flugfélögum

Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna falls WOW hefur Ferðamálastofa dregið saman lykilniðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna og skoðað sérstaklega ferðamenn eftir flugfélagi til að fá mynd af ferðamynstri þeirra sem komu með WOW á árinu 2018.
Lesa meira

Inga Rós ráðin verkefnastjóri stafrænnar ferðaþjónustu

Inga Rós Antoníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra á sviði stafrænnar ferðaþjónustu.
Lesa meira