Fréttir

Í hvaða ástandi eru náttúruperlur landsins? - Bein útsending

Fimmtudaginn 28. febrúar mun Umhverfisstofnun kynna nýtt verkfæri til að meta ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða. Með verkfærinu er búið að meta og skrá yfir 100 áfangastaði. Ferðamálastofa sendir fundinn út beint á netinu.
Lesa meira

Mikil ánægja með ferðaþjónustuna í heimabyggð en ýmislegt brennur á

Niðurstöður könnunar á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann. Könnunin náði til Reykjanesbæjar, Stykkishólms, Húsavíkur og Egilsstaða. Helstu niðurstöður voru þær að allt stór hluti íbúa á þessum svæðum verður nær daglega var við ferðamenn og að ánægja með ferðaþjónustuna í heimabyggðinni er mikil. Hins vegar eru þau mál sem brenna mest á heimamönnum varðandi ferðaþjónustuna ólík eftir svæðum.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - febrúar

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - febrúar 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Framlengdur frestur vegna endurskilgreiningar

Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féllu heitin ferðaskipuleggjandi og bókunarþjónusta út. Frestur sem þessir aðilar hafa til að endurskilgreina starfsemi sína hefur verið framlengdur til 1. apríl næstkomandi og halda leyfin og skráningarnar gildi sínu þangað til.
Lesa meira

Ný reglugerð um tryggingar - Opnað fyrir umsóknir

Ný reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar hefur tekið gildi. Jafnframt hefur verið opnað að nýju fyrir umsóknir um ferðaskrifstofuleyfi en reglugerðin var forsenda þess að hægt væri að taka við umsóknum í samræmi við nýja löggjöf sem tók gildi um áramótin.
Lesa meira

Hámarka þarf verðmæti hvers herbergis

Í því harða samkeppnisumhverfi sem ríkir í gistingu er mikilvægt að hafa allar klær úti til að hámarka afraksturinn af hverju herbergi. Í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri, fer Margrét Polly Hansen hjá Hótelráðgjöf yfir áskoranir á þessu sviði og kynnir tæknilausnir sem hentar gististöðum af öllum stærðum.
Lesa meira

Of mörg dæmi um mál á jaðrinum

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á staðsetningu og aðstæðum erlends starfsfólks í íslenskri ferðaþjónustu voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn stóðu fyrir. Þær benda til að á ýmsum sviðum sé svigrúm til úrbóta og beinist það bæði að fyrirtækjum og stjórnvöldum.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun Vesturlands birt

Áfangastaðaáætlun Vesturlands hefur verið birt og af því tilefni var ferðamálastjóra formlega afhent eintak af áætluninni í gær. Í áætluninni er að finna ýmsar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustu á Vesturlandi, en henni er ætlað að styjða við ábyrga þróun ferðamála á svæðinu.
Lesa meira

Ferðamálastofa með fyrsta Græna skrefið

Ferðamálastofa fékk í liðinni viku afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrsta skrefinu í Grænum skrefum í ríkisrekstri fyrir báðar starfsstöðvar sínar, þ.e í Reykjavík og Akureyri.
Lesa meira

Nýtt fyrirkomulag efli Vakann til framtíðar

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að breyttu fyrirkomulagi úttekta og því ekki tekið á móti nýjum umsóknum.
Lesa meira