Fréttir

Hvernig eru kjör og aðstæður erlends starfsfólks?

Fyrsti hádegisfyrirlestur ársins á vegum rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 8. febrúar næstkomandi. Kynnt verður ný og áhugaverð rannsókn á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann, í húsnæði hans að Fiskislóð 10 i Reykjavík.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum – Mánaðarleg útgáfa

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum sem héðan í frá verður mánaðarleg útgáfa hjá Ferðamálastofu. Um er að ræða stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 27. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Ný könnun um hlutfall sjálftengifarþega og erlendra ríkisborgara

Á morgunfundi Isavia í gær voru birtar niðurstöður nýrra úrtakskannana meðal farþega Keflavíkurflugvallar fyrir þriðja og fjórða ársfjórðung nýliðins árs. Tilgangurinn er að meta vægi sjálftengifarþega og erlends vinnuafls í brottfarartalningum. Niðurstöður eru áþekkar og fyrir sömu tímabil 2017 og gefa til kynna að hlutfall sjálftengifarþega sé hærra yfir sumarmánuðina en önnur tímabil.
Lesa meira

Fjölmörg spennandi verkefni í gangi

Ný birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu fyrir árið 2019 ber með sér að fjölmörg áhugaverð og spennandi verkefni eru í gangi eða í farvatninu. Framsetning birtingaráætlunarinnar er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina.
Lesa meira

Verkefnastjóri - stafræn þróun

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða verkefnastjóra á sviði stafrænnar ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá Ferðamálastofu. Starfsmaðurinn getur haft starfsaðstöðu hvort heldur er á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík eða á Akureyri. Einnig kemur til greina að starfið sé án staðsetningar en í því felst að komið verði upp starfsaðstöðu þar sem viðkomandi starfsmaður býr.
Lesa meira

Heildstæðari mynd af flugumferð

Mælaborð ferðaþjónustunnar geymir nú upplýsingar um komur og brottfarir til og frá Keflavíkurflugvelli frá ársbyrjun 2018. Þessi mikilvægu gögn flugumferðar voru fengin hjá ferðafjölmiðlinum Túrista og fæst nú loks í fyrsta skipti heildstæð mynd yfir hvaða flugfélög fljúga til Íslands, tíðni flugferða, fjöldi flugleggja og fleira.
Lesa meira

Komdu þér á kortið!

Kort gegna lykilhlutverki í öllu daglegu lífi okkar og erfitt að hugsa sér ferðaþjónustu án þeirra. Í nýjasta þætti af Ferðalausnir - stafræn tækifæri fer Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, yfir hvernig fyrirtæki skrá sig á Google Maps og hvernig hægt er að nota þá skráningu sem lið í markaðsstarfi.
Lesa meira

Ferðamálastofa og Vakinn á Mannamóti

Starfsfólk Ferðmálastofu verður með bás á ferðasýningunni Mannamóti 2019 í Kórnum í Kópavogi í dag kl. 12-17. Fyrir sýningunni standa markaðsstofur landshlutanna en hún er nú haldin í 6. sinn og vex ár frá ári.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborðinu – Yfirlit flugumferðar

Yfirlit flugumferðar um Keflavíkurflugvöll er nýjasta viðbótin í Mælaborði Ferðaþjónustunnar. Tölurnar eru fengnar af vef Isavia og meðal annars má sjá tíðni á hverri flugleið, fjölda áfangastaða og skiptingu eftir stærstu flugfélögum.
Lesa meira