23.05.2019
Mikilvægi sjálfvirknivæðingar í ferðaþjónustu er viðfangsefni næsta þáttar af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Við fengum til liðs við okkur Soffíu Kristínu Þórðardóttur hjá Origo, sem hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Hér skoðar hún hver staðan er í dag og hvaða verkefni innan ferðaþjónustunnar henta vel til sjálfvirknivæðingar
Lesa meira
23.05.2019
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - maí 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira
15.05.2019
Ferðamálastofa heldur utan um ýmsar staðtengdar upplýsingar sem ætlað er að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. Gögnin er hægt að skoða saman á vefsjá og hefur nú verið opnuð ný útgáfa af henni með aðgengilegra viðmóti.
Lesa meira
14.05.2019
Á hádegiskynningu Ferðamálastofu í dag voru kynntar nýjar niðurstöður um fjölda og dreifingu ferðamanna 2018 þar sem byggt er á talningum á fjölda áfangastaða um allt land. Einnig eru skoðaðar breytingar á milli síðustu ára.
Lesa meira
06.05.2019
Skráning gesta á IcelandTravelTech - Expo and Summit, tækniráðstefnu og sýningu sem Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir í Hörpu næstkomandi föstudag, 10. maí, er nú í fullum gangi.
Lesa meira
06.05.2019
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 120 þúsund í nýliðnum apríl eða um 27 þúsund færri en í apríl árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 18,5%.
Lesa meira
02.05.2019
Niðurstöður rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á Höfuðborgarsvæðinu voru birtar í dag á fundi sem Höfuðborgarstofa og Ferðamálastofa stóðu fyrir. Helstu niðurstöður voru þær að fjöldi skráðra eigna hjá Airbnb hefur marfaldast síðastliðin ár. Þéttleiki er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en þar eru 60% skráðra eigna, og í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á Airbnb. Í apríl 2019 voru 58% skráðra eigna Airbnb í Reykjavík starfræktar án lögbundins leyfis. Þá virðist Airbnb (og stuttir leigusamningar) frekar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð á Höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira