Fréttir

Áskorun um kröfulýsingu – Iceland Advice ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Advice ehf., kt. 490316-1240, Flatahrauni 31, 220 Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Wow Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi WOW Travel ehf., kt. 580112-0560, Katrínartúni 12, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Fyrstu fimm stjörnu hótel landsins

Í fyrsta skipti hafa íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viðurkenndu hótelflokkunarkerfi. Um er að ræða The Retreat Bláa Lónsins, sem fær fimm stjörnu Superior flokkun og Hótel Grímsborgir í Grímsnesi sem er fimm stjörnu hótel.
Lesa meira

Könnun um starfsánægju í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og Vinnueftirlit ríkisins eru nú í annað sinn að fara af stað með rannsókn á starfsánægju og vinnuumhverfi í íslenskri ferðaþjónustu. Kynningarbréf hefur verið sent á þá aðila sem eru í úrtaki vegna könnunarinnar og er vonast eftir góðum viðbrögðum frá atvinnugreininni. Fyrirtækið Markaðs- og Miðlarannsóknir (MMR) sér um framkvæmdina.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - október 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - október 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Niðurstaða í mál Gamanferða - Kröfur greiddar að fullu (uppfært)

Nú ættu allir sem sendu inn kröfu í kröfu í tryggingafé eftir rekstrarstöðvun Gamanferða að hafa fengið tilkynningu um niðurstöðuna. Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Leiðbeiningamyndband fyrir útfyllingu umsókna

Í nýju leiðbeiningamyndbandi er farið yfir umsóknarferlið vegna styrkja frá Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Áherslan er á útfyllingu umsónareyðublaðsins og að skýra út hvaða upplýsingar þar er beðið um.
Lesa meira

21% fækkun í september

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll 183.600 í septembermánuði eða um 48 þúsund færri en í september árið 2018. Fækkun milli ára nemur 20,7%. Mest munar um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um 35 þúsund frá því í september 2018 eða um 43% milli ára.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis 29. október næstkomandi.
Lesa meira

Gamanferðir - Byrjað að senda út tilkynningar

Nú er að hefjast vinna við að senda tilkynningar til þeirra kröfuhafa sem fullnægja skilyrðum endurgreiðslu vegna rekstrarstöðvunar Gaman ehf. (Gamanferða). Tilkynningar verða aðeins sendar rafrænt, þ.e. í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti til viðkomandi, sé tölvupóstfang til staðar.
Lesa meira