Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis 29. október næstkomandi.
Lesa meira

Gamanferðir - Byrjað að senda út tilkynningar

Nú er að hefjast vinna við að senda tilkynningar til þeirra kröfuhafa sem fullnægja skilyrðum endurgreiðslu vegna rekstrarstöðvunar Gaman ehf. (Gamanferða). Tilkynningar verða aðeins sendar rafrænt, þ.e. í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti til viðkomandi, sé tölvupóstfang til staðar.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - Sumar 2019

Í dag kom út Ferðaþjónustu í tölum – sumar 2019. Um er að ræða viðbót við mánaðarlegu útgáfuna sem kom út fyrr í mánuðinum. Þar eru teknar saman lykiltölur fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Yfirferð krafna vegna Gamanferða á lokametrunum

Vinna við yfirferð krafna í tryggingarfé Gaman ehf. gengur vel og er á lokametrunum. Búið er að afgreiða þær kröfur sem ekki fullnægja skilyrðum endurgreiðslu og hefur viðkomandi kröfuhöfum verið send tilkynning þess efnis rafrænt, í þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti, sé hann til staðar.
Lesa meira

Umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hugi að undirbúningi

Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um mánaðarmótin september - október. Umsækjendur eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hefji undirbúning nú þegar.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - september 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - september 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Síðari hluti skýrslu um áfangastaðastofur birtur

Í sumar birti Ferðamálastofa fyrri hluta skýrslu áfangastaðahönnuðarins Daniel Byström um skipulag og hlutverk áfangastaðastofa (DMO) víða um heim, en nú er skýrslan birt í heild sinni. Í síðari hluta skýrslunnar er að finna tillögur skýrsluhöfundar að stofnun áfangastaðastofa á Íslandi.
Lesa meira

13,5% fækkun í ágúst milli ára

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágúst árið 2018. Þar munaði mest um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um tæp 35 þúsund frá því í ágúst 2018. Fækkun milli ára nemur 13,5%. Fækkun hefur verið alla aðra mánuði frá áramótum, í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5%, um 23,6% í maí, 16,7% í júní og 17% í júlí.
Lesa meira