Fréttir

Upplýsingar vegna rekstrarstöðvunar WOW Air

WOW AIR hefur hætt starfsemi og hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar til farþega og ferðaþjónustuaðila. Í þessari erfiðu stöðu vill Ferðamálastofa hvetja ferðaþjónustuaðila til að aðstoða eftir fremsta megni þá ferðalanga sem lenda í vandræðum, hjálpa þeim við að afla upplýsinga og almennt sýna greiðvikni og sanngirni í hvívetna.
Lesa meira

Staða farþega og seljenda pakkaferða vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga

Hér að neðan verða rakin helstu atriði varðandi stöðu farþega og seljenda pakkaferða vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga, annars vegar þegar flug er hluti pakkaferðar og hins vegar þegar keyptur hefur verið stakur flugmiði.
Lesa meira

Áframhaldandi uppbygging um allt land

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Þetta er í annað sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Fjörefli ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Fjöreflis ehf., kt.650602-4470, Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Heimsókn forseta Íslands

Ferðamálastofa fékk góða gesti í gær þegar forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid komu í heimsókn til okkar á starfsstöðina í Reykjavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi Ferðamálastofu og hlutverki hennar fyrir ferðaþjónustuna í landinu.
Lesa meira

Milljarðahagsmunir en lítið gegnsæi

Þókunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári. Lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir er meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - mars 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Nýtt í Mælaborði ferðaþjónustunnar – Fjöldi í hvalaskoðun og talningar á áfangastöðum

Mælaborð ferðaþjónustunnar er stöðugt uppfært með nýjum gögnum og nú hafa einnig bæst við tveir nýir flokkar. Um er að ræða fjölda gesta í hvalaskoðun og heimsóknartölur fyrir þrjá áfangastaði
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur!

Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hún hefur í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.
Lesa meira

Kíkt í verkfærakistu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Hæft starfsfólk er lykilatriði til að bjóða upp á ferðaþjónustu í fremstu röð. Stórt skref í þessa átt var stigið með stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri fer Hildur Hrönn Oddsdóttir yfir starfsemi Hæfnisetursins og helstu verkfæri þess með áherslu á stafræna miðlun.
Lesa meira