Fréttir

Svigrúm til bætingar á ýmsum sviðum

Þótt kannanir sýni að meirihluti erlendra ferðamanna sé ánægður með dvöl sína hérlendis og myndi mæla með Íslandi sem áfangastað, þá benda niðurstöður landamærakönnunar á ýmis atriði sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt þannig að upplifun verði enn betri. Bæði er um að ræða þætti sem snúa að greininni sjálfri og aðkomu hins opinbera.
Lesa meira

Víða áskoranir í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Í dag stóðu Ferðamálastofa og KPMG fyrir fundi þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar skýrslu um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - nóvember 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - nóvember 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Skráning á morgunverðarkynningu um afkomu

Á morgun, föstudaginn 22. nóvember, standa Ferðamálastofa og KPMG fyrir morgunverðarkynningu í höfuðstöðvum KPMG. Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um könnun og úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.
Lesa meira

Viðhorf heimafólks til ferðamanna og ferðaþjónustu 2018

Í dag komu út skýrslur með niðurstöðum kannana á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu á fjórum áfangastöðum, Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og Egilsstöðum. Kannaðar voru áskoranir sem fylgja uppbyggingu ferðaþjónustu og móttöku ferðamanna á þessum stöðum.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning metin með nýjum hætti

Frá og með 1. október voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi talningar brottfararfarþega eftir þjóðerni á Keflavíkurflugvelli. Í stað handtalningar á öllum farþegum á leið úr landi verður þjóðernasamsetning framvegis metin út frá kerfisbundnu úrtaki.
Lesa meira

18,4% fækkun í október

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 163 þúsund í októbermánuði eða um 36 þúsund færri en í október árið 2018. Fækkun milli ára nemur 18,4%. Samkvæmt niðurstöðum talninga Ferðamálastofu á skiptingu þjóðerna munar mest um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um 25 þúsund frá því í október 2018 eða um 42% milli ára.
Lesa meira

Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Viðburðadagatal ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa hefur tekið í notkun viðburðadagatal sem ætlað er að halda utan um fagtengda viðburði í greininni. Öllum er frjálst að skrá viðburði í dagatalið og þá geta aðrir aðilar einnig birt dagatalið á sínum vefjum.
Lesa meira