Fréttir

Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Viðburðadagatal ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa hefur tekið í notkun viðburðadagatal sem ætlað er að halda utan um fagtengda viðburði í greininni. Öllum er frjálst að skrá viðburði í dagatalið og þá geta aðrir aðilar einnig birt dagatalið á sínum vefjum.
Lesa meira

Morgunverðarkynning um afkomu í ferðaþjónustu

Föstudaginn 22. nóvember standa Ferðamálastofa og KPMG fyrir morgunverðarkynningu í höfuðstöðvum KPMG. Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um könnun og úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira