Fara í efni

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - ný útgáfa

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - ný útgáfa

Talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er jafnan mikið notaður. Í honum eru teknar saman og settar fram myndrænt og í texta, ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu - upplýsingar sem handhægt er að geta haft aðgang að með einföldum hætti á einum stað. Nýjasta útgáfan er aðgengileg á vefnum okkar.

Meðal þess sem fram kemur í bæklingnum er:

  • Hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum
  • Útgjöld erlendra ferðamanna
  • Kortavelta erlendra ferðamanna
  • Fjöldi starfa í ferðaþjónustu
  • Velta fyrirtækja
  • Fjöldi ferðamanna og skipafarþega
  • Ferðamenn eftir þjóðerni, mánuðum og árstíðum
  • Gistirými eftir landshlutum
  • Nýting á gistirými
  • Gistinætur erlendra ferðamanna og Íslendinga
  • Helstu niðurstöður úr síðustu könnun meðal erlendra ferðamanna
  • Ferðalög Íslendinga innanlands og utan, ferðahegðun innanlands og áform um ferðalög

Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal ferðamanna, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Hagstofunni. Ritið í heild er aðgengilegt hér að neðan í PDF-formi.