Fara í efni

Laust starf hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

Laust starf hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur auglýst starf sérfræðings við rannsóknir og verkefnastjórn á starfsstöð sinni í Reykjavík.

Í auglýsingu kemur fram að viðkomandi vinnur að rannsóknum á sviði ferðamála, kemur að samstarfsverkefnum með innlendum og/eða erlendum rannsakendum. Fer með verkefnastjórn og vinnur að umsóknum m.a. í rannsóknasjóði. Hefur umsjón með gagnaöflun og utanumhaldi gagna og tekur þátt í nefndum og starfshópum eftir því sem við á.

Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum að Hólum en auk háskólanna tilnefna Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar hvor sinn fulltrúa í stjórn.

Nánar á vef RMF