Fara í efni

Áfangastaðaáætlanir á Norðurlandi - Stöðuskýrsla

Forsíða skýrslunnar
Forsíða skýrslunnar

Nýverið kom út stöðuskýrsla vegna áfangastaðaáætlana, eða DMP-verkefnisins, sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Þekkingarneti Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan í verkefninu og hverjar áherslur þess verða.

15 verkefni valin

Búið er að velja 15 verkefni sem teljast til forgangsverkefna í ferðaþjónustu á Norðurlandi, en tilgangurinn verkefnisins er einmitt sá að kortleggja ferðaþjónustuna og stöðu hennar. Alls bárust hugmyndir að 68 verkefnum.

Framtíðarsýn Norðurlands

Í skýrslunni kemur einnig fram hver framtíðarsýn Norðurlands er, en bæði hún og val á forgangsverkefnum er afrakstur svæðisfunda sem haldnir voru síðasta haust vegna DMP. Fundirnir voru vel sóttir og þakkar Markaðsstofa Norðurlands þátttakendum kærlega fyrir þeirra framlag.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.