Mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu

Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar sem unnin var með rannsóknarstyrk frá Ferðamálaráði Evrópu staðfesta mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu í Evrópu. Ritgerðin byggir á spurningarlistum sem voru sendir út til meðlima ráðsins og ítarlegri viðtölum við minni hóp svarenda.

Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi umhverfislegrar, efnahagslegrar og samfélagslegrar sjálfbærni. Ekki er nóg að þeir sem stýra ferðaþjónustu stjórnist af markaðssjónarmiðum, heldur verða þeir einnig að huga að sjálfbærni til að vernda áfangastaðinn, viðhalda samkeppnishæfni hans og koma til móts við auknar kröfur ferðamanna um sjálfbærni.

Höfundur ritgerðarinnar, Silvia Fontolan, hlaut rannsóknarstyrk frá Ferðamálaráði Evrópu, sem frá árinu 2015 hefur lagt sérstaka áherslu á sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar. Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra og varaforseta ráðsins var falið að hafa yfirumsjón með málaflokknum og vera ritgerðarhöfundi innan handar. Silvia hefur útskrifast frá University of Bergamo með meistaragráðu í skipulagi og stjórnun og hlaut hún hæstu einkunn fyrir ritgerðina.

Hér er samantekt um ritgerðina á ensku


Athugasemdir