Fréttir

Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna - Kynningarfundur 15. júní

Fimmtudaginn 15. júní 2017 verður haldinn kynningarfundur um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins sem mun koma til framkvæmda 1. júlí 2018. Starfshópur sem unnið hefur að undirbúningi málsins vill tryggja samráð við hagsmunaaðila og boðar í því skyni til fundar þar sem helstu breytingar verða kynntar og leitast verður við að fá fram ábendingar og athugasemdir sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Á fundinum munu fulltrúar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Ferðamálastofu og Neytendastofu kynna helstu breytingar.
Lesa meira

Mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu

Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar sem unnin var með rannsóknarstyrk frá Ferðamálaráði Evrópu staðfesta mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu í Evrópu. Ritgerðin byggir á spurningarlistum sem voru sendir út til meðlima ráðsins og ítarlegri viðtölum við minni hóp svarenda.
Lesa meira

Hvalaskoðun Akureyri í Vakann

Hvalaskoðun Akureyri er nýjasti liðsmaður Vakans. Fyrirtækið var sett á laggirnar á vormánuðum 2016 og gerir út hvalaskoðunarferðir allt árið um kring í Eyjafirði ásamt því að bjóða upp á Norðurljósasiglingar yfir vetrartímann.
Lesa meira

I heart Reykjavík í Vakann

Fyrirtækið I heart Reykjavík - IHR ehf. bættist nú fyrir skömmu í ört vaxandi hóp þátttakenda í Vakanum og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Lesa meira