Fara í efni

Landamærarannsókn boðin út hjá Ríkiskaupum

Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hafa ákveðið að bjóða út framkvæmd landamærarannsóknar meðal farþega á leið úr landi. Rannsóknin verður framkvæmd með könnun á Keflavíkurflugvelli, sem fylgt er eftir með vefkönnun. Rannsóknin beinist að erlendum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi og Íslendingum búsettum erlendis sem ferðast til Íslands.

Markmið verkefnisins er að afla tölfræðilegra upplýsinga sem eiga að gefa skýra mynd af ferðamönnum á Íslandi; tilurð Íslandsferðar, ferðahegðun á Íslandi, útgjöldum og viðhorfum ferðamanna til ýmissa þátta ferðaþjónustunnar.

Nánari lýsingu á einstaka verkþáttum má nálgast í útboðslýsingu á vef Ríkiskaupa en tilboðsfrestur er til 8.12.2016 sjá

http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20391