Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan

Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan
Beinagrind steypireyðar verður að líkindum hryggjarstykkið í sýningu safnsins í Perlunni.

Síðastliðinn föstudag gekkst Ferðamálastofa fyrir fræðslufundi þar sem Dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, flutti fróðlegt erindi sem hann nefndi: „Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan: Tengsl og gagnkvæmir hagsmunir.“

Í erindinu fór hann m.a. yfir sögu safnsins, sem í senn er löng en þó stutt í þeim skilingi að safnið hefur í raun aldrei komist almennilega á legg. Nú eru sem kunnugt er áform uppi um að safnið verði til húsa í Perlunni á Öskjuhlíð. Fór Hilmar yfir þær hugmyndir sem unnið er að í því sambandi, umgjörð safnsins o.fl. Erindi hans má nálgast hér að neðan.

Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan


Athugasemdir