Fara í efni

Spegillinn II - markaðsþróunarverkefni í ferðaþjónustu

innanlandskönnun3
innanlandskönnun3

Íslandsstofa og Ferðamálastofa kynna markaðsþróunarverkefnið Spegilinn, sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Spegillinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur að sannreyna áform sín, lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en haldið er af stað í markaðssókn og aðgerðir, heima og eða erlendis.

Megin áherslur verkefnisins eru:

Greining :
Eitt fyrirtæki er í brennidepli á hverjum vinnufundi.  Á fundinum fer fram opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, framtíðarsýn, markmiðum og leiðum hjá viðkomandi fyrirtæki.

Úrvinnsla: 
Á hverjum vinnufundi eru fyrirfram ákveðnir lykilþættir yfirfarnir í skipulagðri hópavinnu, undir stjórn ráðgjafa.  Við lok vinnufundarins liggja fyrir ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að bæta og auka árangur.

Úrbætur og árangursmið: 
Úrbótatillögur hópsins eru kynntar fyrir viðkomandi fyrirtæki og aðstoð veitt við að koma þeim í framkvæmd.   Vinnan miðar að því að tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós sem stjórnendur fyrirtækisins hafa við markaðsþróun þess til framtíðar.

Átta - tíu fyrirtækjum verður boðin þátttaka í Speglinum og mun það standa í jafn marga mánuði.  Einn vinnufundur er í hverjum mánuði meðan verkefnið stendur, tveir dagar í senn. Þátttökugjald er kr. 150.000 og greiðast kr. 50.000.- við staðfestingu. Að auki þurfa þátttakendur að greiða allan kostnað svo sem ferðir innanlands, gistingu og fæði á meðan á fundi stendur.

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að opna „allar bækur“ fyrir hópnum og gert verður trúnaðarsamkomulag milli allra aðila.

Umsóknarfrestur er til 11. mars 2012.

Nánari upplýsingar
Sjá verkefnislýsingu, ummæli, skilyrði fyrir þátttöku og umsóknarblað á upplýsingasíðu um Spegilinn

Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is, sími 511 4000

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com