Fréttir

60% fleiri ferðamenn í nóvember

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára. Þrefalt fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabiliÞegar litið er til fjölda ferðamanna í nóvembermánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 13,2% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 12.400 í tæplega 37 þúsund, sem er nærri þreföldun. Bretar og Bandaríkjamenn 45% ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (27,7%) og Bandaríkjunum (17,4%). Ferðamenn frá Noregi (8,3%), Svíþjóð (5,8%), Þýskalandi (5,2%), Danmörku (4,9%) og Frakklandi (4,1%) fylgdu þar á eftir. Samtals voru þessar sjö þjóðir þrír fjórðu ferðamanna í nóvember. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Norðmönnum og Þjóðverjum mest milli ára í nóvember. Þannig komu um 5.100 fleiri Bretar í ár en í fyrra, 2.300 fleiri Bandaríkjamenn, um 960 fleiri  Norðmenn og 800 fleiri Þjóðverjar. Veruleg aukning frá öllum markaðssvæðumÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá helmingsaukningu frá Bretlandi, 59% aukningu frá Norður Ameríku, 50% frá Mið- og Suður Evrópu, 33% frá Norðurlöndunum og 60% frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað“. Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hefur 618.901erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 99 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 19,1% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 39,5%, N-Ameríkönum um 18,%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,5% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 24,8%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli eða um 10,9%. Ferðir Íslendinga utanUm 26 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum eða svipaður fjöldi og í nóvember árið 2011. Frá áramótum hafa 336.938 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 318 þúsund. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is Nóvember eftir þjóðernum Janúar - nóvember eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 4.108 6.414 2.306 56,1   Bandaríkin 74.829 91.414 16.585 22,2 Bretland 5.090 10.241 5.151 101,2   Bretland 62.774 87.554 24.780 39,5 Danmörk 1.574 1.804 230 14,6   Danmörk 39.389 39.557 168 0,4 Finnland 383 758 375 97,9   Finnland 11.563 13.047 1.484 12,8 Frakkland 993 1.514 521 52,5   Frakkland 35.135 40.477 5.342 15,2 Holland 751 835 84 11,2   Holland 19.460 20.759 1.299 6,7 Ítalía 323 532 209 64,7   Ítalía 12.141 13.595 1.454 12,0 Japan 526 1.020 494 93,9   Japan 6.204 9.286 3.082 49,7 Kanada 349 676 327 93,7   Kanada 17.619 18.404 785 4,5 Kína 373 532 159 42,6   Kína 8.091 12.777 4.686 57,9 Noregur 2.099 3.065 966 46,0   Noregur 40.507 49.546 9.039 22,3 Pólland 492 528 36 7,3   Pólland 12.836 13.461 625 4,9 Rússland 95 185 90 94,7   Rússland 2.525 4.651 2.126 84,2 Spánn 187 280 93 49,7   Spánn 13.732 14.890 1.158 8,4 Sviss 139 207 68 48,9   Sviss 10.026 12.664 2.638 26,3 Svíþjóð 1.766 2.146 380 21,5   Svíþjóð 31.643 34.426 2.783 8,8 Þýskaland 1.122 1.922 800 71,3   Þýskaland 55.867 63.778 7.911 14,2 Annað 2.599 4.291 1.692 65,1   Annað 65.524 78.615 13.091 20,0 Samtals 22.969 36.950 13.981 60,9   Samtals 519.865 618.901 99.036 19,1                       Nóvember eftir markaðssvæðum Janúar - nóvember eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 5.822 7.773 1.951 33,5   Norðurlönd 123.102 136.576 13.474 10,9 Bretland 5.090 10.241 5.151 101,2   Bretland 62.774 87.554 24.780 39,5 Mið-/S-Evrópa 3.515 5.290 1.775 50,5   Mið-/S-Evrópa 146.361 166.163 19.802 13,5 Norður Ameríka 4.457 7.090 2.633 59,1   Norður Ameríka 92.448 109.818 17.370 18,8 Annað 4.085 6.556 2.471 60,5   Annað 95.180 118.790 23.610 24,8 Samtals 22.969 36.950 13.981 60,9   Samtals 519.865 618.901 99.036 19,1                       Ísland 26.084 26.240 156 0,6   Ísland 318.438 336.938 18.500 5,8
Lesa meira

Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í annað sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Framúrskarandi ferðaþjónustubær Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Lea Helga og Marteinn í Hestheimum í Ásahreppi, Eyja Þóra og Jóhann á Hótel Önnu á Moldnúpi og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal.   Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar.  Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arnheiður og Guðmundur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, Björg og Snæbjörn í Efstadal við Laugarvatn og Arngrímur Viðar á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði Eystra.   Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira