Eldhestar fá VAKANN

Eldhestar fá VAKANN
Eldhestar

Enn fjölgar í VAKANUM, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og nýjasti meðlimurinn er Hestaleigan Eldhestar í Ölfusi. Fyrirtækið er það sjöunda sem lýkur úttekt en að auki eru hátt í 50 fyrirtæki í umsóknar- og úttektarferli.

Um Eldhesta
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986 og er í dag meðal stærstu og öflugustu fyrirtækja landsins á sínu sviði. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Fyrirtækið er staðsett að Völlum í Ölfusi og býður bæði lengri og styttri hestaferðir, allt frá 1 klukkustund upp í 7 daga.

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel,  Hótel Eldhesta. Það er búið 26 tveggja manna herbergjum og matsal sem tekur um 70-80 manns. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið Svaninn og hótelið hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra.

Á myndinni eru Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og þau Sigurjón Bjarnason, Hróðmar Bjarnason og Fríða Rut Stefánsdóttir frá Eldhestum. (Ljósmyndari: Magnús Hlynur Hreiðarsson)

www.eldhestar.is

 

 


Athugasemdir