Sólrún Anna Jónsdóttir ráðin rekstrarstjóri Ferðamálastofu

Sólrún Anna Jónsdóttir  ráðin rekstrarstjóri Ferðamálastofu
solrun

Sólrún Anna Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Ferðamálastofu. Starfið var auglýst laust til umsóknar í október síðastliðnum og var Sólrún Anna ráðin úr hópi margra hæfra umsækjanda.

Sólrún Anna Jónsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og hefur jafnframt lokið námskeiðum á meistarastigi frá Háskóla Íslands, m.a. í mannauðsstjórnun.  Hún hefur m.a. starfað sem fjármálaráðgjafi hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi og sem deildarstjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Undanfarin ár hefur hún sinnt rekstri, fjármálum og starfsmannamálum hjá Íslensku Ölpunum. Starfsfólk Ferðamálastofu býður Sólrúnu Önnu velkomna!

 


Athugasemdir