Fréttir

Ferðaárið 2011 fer vel af stað

Tæplega 23 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði og er um að ræða 2.500 fleiri brottfarir en í febrúarmánuði 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 12,6% í febrúarmánuði á milli ára. Bretar langfjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 30,8% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,7% af heildafjölda, síðan komu Norðmenn (7,9%), Danir (6,4%), Þjóðverjar (5,7%), Frakkar (5,5%) og Svíar (5,2%). Fjölgun frá öllum markaðssvæðumEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Bretlandi milli ára, N-Ameríku og þeim löndum Mið- og S- Evrópu sem talið er frá. Þannig fóru tæplega þúsund fleiri Bretar frá landinu í febrúar í ár en í febrúarmánuði í fyrra, um 800 fleiri N-Ameríkanar og um 600 fleiri gestir frá Mið- og S-Evrópu. Svipaður fjöldi Norðurlandabúa og gesta frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,Annað” fór úr landi í febrúarmánuði í ár og í fyrra.   Frá áramótun hafa 45 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er um 15 prósenta aukning frá árinu áður. Ríflega þriðjungsaukning (37,2%) hefur verið í brottförum frá N-Ameríku, fjórungsaukning frá Mið-og Suður Evrópu, 13% aukning frá Norðurlöndunum og tæp 11% frá Bretlandi. Svipaður fjöldi hefur komið frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”.   Fleiri Íslendingar fara utanUmtalsvert fleiri Íslendingar eða 2.600 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 19.600 Íslendingar utan en 17 þúsund árið áður. Aukningin nemur 15,3% á milli ára. Frá áramótum hafa um 42 þúsund Íslendingar farið utan, 5.400 fleiri en á sama tímabili árið 2010 þegar tæplega 37 þúsund Íslendingar fóru utan. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna  hér á vefnum. Febrúar eftir þjóðernum Janúar - febrúar eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.186 2.900 714 32,7   Bandaríkin 4.263 5.809 1.546 36,3 Bretland 6.116 7.033 917 15,0   Bretland 10.428 11.559 1.131 10,8 Danmörk 1.418 1.472 54 3,8   Danmörk 2.650 3.097 447 16,9 Finnland 268 228 -40 -14,9   Finnland 543 671 128 23,6 Frakkland 884 1.268 384 43,4   Frakkland 1.680 2.719 1.039 61,8 Holland 839 969 130 15,5   Holland 1.508 1.667 159 10,5 Ítalía 206 216 10 4,9   Ítalía 458 517 59 12,9 Japan 751 712 -39 -5,2   Japan 1.518 1.547 29 1,9 Kanada 237 343 106 44,7   Kanada 478 695 217 45,4 Kína 180 217 37 20,6   Kína 406 400 -6 -1,5 Noregur 1.618 1.799 181 11,2   Noregur 3.107 3.305 198 6,4 Pólland 397 475 78 19,6   Pólland 900 996 96 10,7 Rússland 99 81 -18 -18,2   Rússland 264 318 54 20,5 Spánn 175 258 83 47,4   Spánn 376 559 183 48,7 Sviss 186 152 -34 -18,3   Sviss 415 467 52 12,5 Svíþjóð 1.247 1.185 -62 -5,0   Svíþjóð 2.772 3.218 446 16,1 Þýskaland 1.263 1.310 47 3,7   Þýskaland 2.637 2.848 211 8,0 Annað 2.223 2.231 8 0,4   Annað 4.672 4.719 47 1,0 Samtals 20.293 22.849 2.556 12,6   Samtals 39.075 45.111 6.036 15,4                       Febrúar eftir markaðssvæðum Janúar - febrúar eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Norðurlönd 4.551 4.684 133 2,9   Norðurlönd 9.072 10.291 1.219 13,4 Bretland 6.116 7.033 917 15,0   Bretland 10.428 11.559 1.131 10,8 Mið/S-Evrópa 3.553 4.173 620 17,5   Mið/S-Evrópa 7.074 8.777 1.703 24,1 N-Ameríka 2.423 3.243 820 33,8   N-Ameríka 4.741 6.504 1.763 37,2 Annað 3.650 3.716 66 1,8   Annað 7.760 7.980 220 2,8 Samtals 20.293 22.849 2.556 12,6   Samtals 39.075 45.111 6.036 15,4                       Ísland 16.999 19.605 2.606 15,3   Ísland 36.943 42.379 5.436 14,7
Lesa meira

Spegillinn - Nýtt markaðsþróunarverkefni

Íslandsstofa og Ferðamálastofa kynna markaðsþróunarverkefnið Spegilinn, sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Samsvarandi verkefni hefur verið rekið í Finnlandi undanfarin ár með frábærum árangri. Megin áherslur verkefnisins eru: Greining: Eitt fyrirtæki er í brennidepli á hverjum vinnufundi. Á fundinum fer fram opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, framtíðarsýn, markmiðum og leiðum hjá viðkomandi fyrirtæki. Úrvinnsla: Á hverjum vinnufundi eru fyrirfram ákveðnir lykilþættir yfirfarnir í skipulagðri hópavinnu, undir stjórn ráðgjafa. Við lok vinnufundarins liggja fyrir ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að bæta og auka árangur. Úrbætur og árangursmið: Úrbótatillögur hópsins eru kynntar fyrir viðkomandi fyrirtæki og aðstoð veitt við að koma þeim framkvæmd. Vinnan miðar að því að tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós sem stjórnendur fyrirtækisins hafa við markaðsþróun þess til framtíðar. Átta til tíu fyrirtækjum verður boðin þátttaka í fyrsta verkefninu og mun það standa í jafn marga mánuði. Einn vinnufundur er í hverjum mánuði meðan verkefnið stendur, tveir dagar í senn. Þátttökugjald er kr. 150.000. Að auki þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir að greiða fyrir ferðir innanlands, gistingu og fæði á meðan á fundi stendur. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að opna „allar bækur“ fyrir hópnum og gert verður trúnaðarsamkomulag milli allra aðila. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Sjá verkefnislýsingu á www.islandsstofa.is/spegillinn Nánari upplýsingarNánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is, sími 511 4000 og Erna Björnsdóttir, verkefnisstjóri, erna@islandsstofa.is Auglýsing til útprentunar
Lesa meira

Landbúnaðarverðlaun afhent

Við setningu Búnaðarþings í gær voru Landbúnaðarverðlaunin afhent. Þau féllu að þessi sinni í skaut Ferðaþjónustu bænda og samtakanna Beint frá býli. Venjulega hafa einstaklingar fengið landbúnaðarverðlaunin en að þessu sinni er var til og veitt tvenn verðlaun. “Falla þau til tveggja félagsskapa bænda sem vakið hafa athygli fyrir starfsemi sína í þágu íslenskra sveita. Er það von mín að starfsemi þeirra dafni áfram enda hún mikils virði fyrir bændur landsins og þjóðina alla. Þá vona ég að landbúnaðarverðlaunin verði þeim hvatning í starfinu,“ sagði Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sem afhenti verðlaunin. Ferðaþjónusta bænda Ferðaþjónusta bænda var stofnuð árið 1980 en vísi að slíkri starfsemi má þá rekja lengra aftur í tímann. Um 300 manns eru nú skráðir fyrir starfsemi á vegum félagsskaparins á 156 bæjum. Ferðaþjónusta bænda hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2011 fyrir frumkvöðlastarf og frábæran árangur til margra ára og veitti Sigurlaug Gissurardóttir formaður verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. Beint frá býliBeint frá býli var stofnað í febrúar 2008 með það að markmiði að vera samtök bænda sem stunda heimavinnslu og sölu á heimaunnum afurðum. Félagsskapurinn hefur farið vaxandi frá stofnun og eru félagsmenn nú um eitt hundrað. Hefur félagsskapurinn vakið verðskuldaða athygli og hlaut í gær verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og árangur. Veitti Guðmundur Jón Guðmundsson formaður félagsins verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, formaður FB, Marteinn Njálsson, Sævar Skaptason, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður BFB. Ljósmynd: Hörður Kristjánsson  
Lesa meira

Fjölsótt ráðstefna um ímynd Norðurlands

Ímynd Norðurlands var yfirskrift ráðstefnu og vinnufundar sem haldin var í Hofi á Akureyri sl. mánudag. Tæplega 200 manns sátu ráðstefnuna og um 90 manns tóku þátt í hópavinnu eftir að henni lauk. Flestir þátttakendurnir tengdust ferðaþjónustunni en einnig tóku þátt sveitarstjórnarmenn, fólk úr háskólasamfélaginu og fleiri. Megin tilgangur og markmið ráðstefnunnar var að ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta. Það var Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi sem stóð fyrir ráðstefnunni. Nokkrar myndir frá ráðstefnunni
Lesa meira

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum komin út

Í nýútgefnum tölfræðibæklingi Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt með stuttum skýringatextum. Meðal efnis má nefna niðurstöður úr nýlegum könnunum meðal erlendra ferðamanna á Íslandi 2009- 2010 og um ferðir Íslendinga  innanlands árið 2010 í samanburði við fyrra ár, auk samantekta um ferðamannatalningar, hótelgistinætur og ferðaþjónustureikninga. Ferðaþjónusta gjaldeyrisskapandiEins  og sjá má í bæklingi  hefur ferðaþjónustan  stóreflst á síðustu árum og er hún nú ein af stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum þjóðarinnar.  Á árunum 2000 – 2008 var hlutdeild ferðaþjónustu innanlands í heildarútflutningstekjum að meðaltali 18,8%. Atvinnugreinin er auk þess mannaflsfrek og voru störf í ferðaþjónustu 5,1% af heildarfjölda starfa á landinu árið 2009. Fjöldi ferðamanna og árstíðabundin sveifla Ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum en árleg aukning hefur verið 5,3% milli ára að jafnaði síðastliðin tíu ár. Árið 2010 komu tæplega 495 þúsund erlendir ferðamenn til landsins eða tæplega 200 þúsund fleiri en á árinu 2000. Þar að auki komu um 70 þúsund erlendir gestir til landsins árið 2010 með skemmtiferðaskipum. Árstíðabundinnar sveiflu gætir í komum gesta en samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð kemur tæplega helmingur ferðamanna um Keflavíkurflugvöll yfir sumarmánuðina, tæplega þriðjungur að vori eða hausti og um fimmtungur að vetri.  Árstíðabundinnar sveiflu gætir ennfremur í ferðum Íslendinga um eigið land en langflestir Íslendingar ferðast að sumri til. Sund og jarðböð álíka vinsæl hjá erlendum ferðamönnum og Íslendingum á ferðalögumErlendir ferðamenn hafa einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og fóru fjölmargir í náttúruskoðun, gönguferðir, fjallgöngu, hvalaskoðun, bátsferð eða eldfjallaferð í  Íslandsferðinni sumarið 2010. Sund og jarðböð voru ennfremur nýtt af fjölmörgum erlendum ferðamönnum en sund og jarðböð eru jafnframt sú afþreying sem flestir Íslendingar greiddu fyrir á ferðalögum árið 2010. Fáir Íslendingar greiddu hins vegar fyrir náttúrutengda afþreyingu. GistinæturErlendir ferðamenn gistu samkvæmt könnunum að jafnaði 5,9 nætur veturinn 2009-2010 og 10,4 nætur sumarið 2010. Íslendingar gistu hins vegar að jafnaði 14,9 nætur á ferðalögum innanlands árið 2010. Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum voru um ein milljón árið 2010 en gistinætur Íslendinga um 250 þúsund.  Íslendingar nýta sem áður ódýra tegund gistingar í miklum mæli en helmingur Íslendinga á ferðalagi innanlands árið 2010 gisti hjá vinum og ættingjum og sama hlutfall í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl. Meðal  efnis í bæklingnum er eftirfarandi: Ferðaneysla innanlands eftir vöruflokkum, fjöldi ferðaþjónustustarfa og hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu og heildarútflutningstekjum. Erlendir ferðamenn til Íslands eftir komustöðum. Fjöldi gesta með skemmtiferðaskipum. Erlendir ferðamenn til Íslands um Keflavíkurflugvöll eftir mánuðum og tímabilum. Gistinætur á hótelum eftir mánuðum. Erlendir ferðamenn á Íslandi 2009-2010 (kyn, aldur, tilgangur ferðar, ferðafélagar, tegund ferðar, dvalarlengd). Erlendir ferðamenn á Íslandi  sumarið 2010 (hver er hvatinn að Íslandssferð, hvaða afþreying er nýtt, hvað finnst ferðamönnum minnisstæðast við Íslandsferðina og finnst fólki ferðin standa undir væntingum). Ferðalög Íslendinga árið 2010 í samanburði við ferðalög á árinu 2009 (hvenær ferðast Íslendingar á árinu og hvert, hversu lengi dvelja þeir, hvaða afþreyingu nýta þeir og hvaða gistingu). Ferðaáform Íslendinga 2011. Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - mars 2011 (PDF) Vefútgáfa (flettanegt á vefnum)
Lesa meira

Gistinætur á hótelum í janúar álíka margar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í janúar síðastliðnum. Tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 54.200 en voru 54.800 í sama mánuði árið 2010. Á höfuðborgarsvæðinu voru 44.300 gistinætur í janúar samanborið við 44.900 í janúar 2010. Á Suðurnesjum voru 2.900 gistinætur í janúar sem er sambærilegt við fyrra ár. Gistinætur á Norðurlandi voru ríflega 1.500 janúar og fækkaði um 23%, á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum einnig á milli ára, voru tæplega 800 samanborið við 1.000 í janúar 2010. Á Suðurlandi og Austurlandi fjölgaði hinsvegar gistinóttum á milli ára. Á Suðurlandi voru 3.900 gistinætur í janúar og fjölgaði um 9% frá fyrra ári. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum hlutfallslega meira, þar voru rúmlega 700 gistinætur í janúar sem er 53% aukning miðað við janúar 2010. Í janúar fækkaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um 7% á meðan gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 1% samanborið við janúar 2010.  
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Rúmlega 97 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 15% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra. Farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári hefur fjölgað um rúm 15% á milli ára. Þá eru allir taldir en farþegum á leið til og frá landinu hefur fjölgað um rúm 13%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Væntanlegar eru tölur frá Ferðamálastofu um talningu farþega sem fara um úr landi þar sem hægt er að sjá skiptingu eftir þjóðerni.   Feb.11  YTD  Feb.10  YTD  Mán. %   breyting  YTD %   Breyting  Héðan: 41.581 84.861 36.607 75.061 13,39% 13,7% Hingað: 42.254 78.049 37.558 68.790 12,50% 13,46% Áfram: 1.799 3.809 1.651 3.767 8,96% 1,11% Skipti. 11.527 26.759 8.650 20.073 33,26% 33,31%   97.161 193.513 84.529 167.711 14,94% 15,36%
Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um náttúrutengda ferðamennsku

Nú geta áhugasamir hlustað á upptökurnar af þeim fjölmörgu fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni Practicing Nature-Based Tourism helgina 5. - 6. febrúar. Hljóðupptökurnar eru aðgengilegar á Vimeo-síðu safnsins. Practicing Nature-Based Tourism var alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Hún var hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur á ýmsum sviðum náttúrutengdrar ferðamennsku að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins. Practicing Nature-Based Tourism  - nánari upplýsingar
Lesa meira