Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Flugstöð
Flugstöð

Rúmlega 97 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 15% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra.

Farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári hefur fjölgað um rúm 15% á milli ára. Þá eru allir taldir en farþegum á leið til og frá landinu hefur fjölgað um rúm 13%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Væntanlegar eru tölur frá Ferðamálastofu um talningu farþega sem fara um úr landi þar sem hægt er að sjá skiptingu eftir þjóðerni.

 

Feb.11 

YTD 

Feb.10 

YTD 

Mán. %   breyting 

YTD %   Breyting 

Héðan: 41.581 84.861

36.607

75.061

13,39%

13,7%
Hingað: 42.254 78.049

37.558

68.790

12,50%

13,46%
Áfram: 1.799 3.809

1.651

3.767

8,96%

1,11%
Skipti. 11.527 26.759

8.650

20.073

33,26%

33,31%
  97.161 193.513 84.529 167.711

14,94%

15,36%