Fara í efni

Upptökur frá ráðstefnu um náttúrutengda ferðamennsku

Nú geta áhugasamir hlustað á upptökurnar af þeim fjölmörgu fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni Practicing Nature-Based Tourism helgina 5. - 6. febrúar. Hljóðupptökurnar eru aðgengilegar á Vimeo-síðu safnsins.

Practicing Nature-Based Tourism var alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Hún var hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur á ýmsum sviðum náttúrutengdrar ferðamennsku að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins.

Practicing Nature-Based Tourism  - nánari upplýsingar