Fréttir

Time.com - The Top 10 Everything of 2010

Time.com - The Top 10 Everything of 2010 4. sæti - top ten buzzwords - Eyjafjallajökull 4. sæti - top ten pictures  - Volcanic Eruption in Iceland  
Lesa meira

Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu og kynning á nýju gæða- og umhverfisverkefni

Þann 16. desember næstkomandi mun Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra afhenda umhverfisverðlaun Ferðamálastofu á Grand Hótel Reykjavík (Hvammi) kl 15. Við sama tækifæri verður einnig og kynnt nafn og merki á nýju gæða- og umhverfisverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu, ásamt því sem kynnt verður staða verkefnisins. Af þessu tilefni býður Ferðamálastofa samstarfsfélögum í ferðaþjónustunni til jólasamverustundar. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Auglýst var eftir tilnefningum í byrjun október sl. og bárust margar góðar ábendingar. Í fyrra fengu Íslenskir fjallaleiðsögumenn verðlaunin. Nánar um gæða- og umhverfisverkefniðFerðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands hafa um nokkurt skeið unnið að samræmdu gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu sem fyrirhugað er að innleiða á komandi misserum. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Auk almennrar kynningar á stöðu verkefnisins verða á fundinum tilkynnt úrslit úr samkeppni sem efnt var til um nafn og merki fyrir þetta nýja kerfi . Dagskrá: Ávarp – Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu – Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra Nafn og merki fyrir nýtt gæða- og umhverfisverkefni afhjúpað – Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra Kynning á gæða- og umhverfisverkefninu  - Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu *********Boðið verður upp á léttar veitingar með jólaívafi í lokin. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til alda@icetourist.is  fyrir lok dags þann 14. des. næstkomandi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest! Með kveðju,Starfsfólk Ferðamálastofu
Lesa meira

Erlendir gestir í nóvember álíka margir

Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku eða um tæp 20%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað". Bretum fækkar hins vegar um tæp 16%. Alls hafa 440.445 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 447 þúsund gestir farið frá landinu. Um er að ræða 1,5% fækkun milli ára. Fækkun hefur verið frá öllum mörkuðum nema N-Ameríku en þaðan hefur gestum fjölgað umtalsvert það sem af er ári eða um 16,4%. Íslendingar fara í vaxandi mæli utanMun fleiri Íslendingar eða 26% fleiri fóru utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra, 24.500 fóru utan í nóvember síðastliðnum en 19.500 í fyrra. Frá áramóum hafa 35 þúsund fleiri Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra. 273.500 hafa farið utan í ár en í fyrra höfðu 238.400  farið utan á sama tíma. Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan. Nóvember eftir þjóðernum Janúar-nóvember eftir þjóðernum   Breyting milli ára     Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.404 2.806 402 16,7   Bandaríkin 42.411 48.912 6.501 15,3 Bretland 5.017 4.229 -788 -15,7   Bretland 57.915 56.574 -1.341 -2,3 Danmörk 1.640 1.720 80 4,9   Danmörk 38.976 36.584 -2.392 -6,1 Finnland 399 618 219 54,9   Finnland 11.318 10.506 -812 -7,2 Frakkland 746 844 98 13,1   Frakkland 28.080 28.449 369 1,3 Holland 943 891 -52 -5,5   Holland 18.512 16.668 -1.844 -10,0 Ítalía 197 260 63 32,0   Ítalía 12.448 9.452 -2.996 -24,1 Japan 457 393 -64 -14,0   Japan 6.497 5.060 -1.437 -22,1 Kanada 223 339 116 52,0   Kanada 10.871 13.086 2.215 20,4 Kína 235 297 62 26,4   Kína 5.074 4.888 -186 -3,7 Noregur 2.433 2.189 -244 -10,0   Noregur 35.348 34.527 -821 -2,3 Pólland 535 522 -13 -2,4   Pólland 12.551 11.726 -825 -6,6 Spánn 207 199 -8 -3,9   Spánn 13.582 11.978 -1.604 -11,8 Sviss 84 125 41 48,8   Sviss 8.490 9.067 577 6,8 Svíþjóð 1.849 1.878 29 1,6   Svíþjóð 30.447 26.747 -3.700 -12,2 Þýskaland 1.108 1.191 83 7,5   Þýskaland 50.960 53.365 2.405 4,7 Annað 2.600 2.739 139 5,3   Annað 63.541 62.856 -685 -1,1 Samtals 21.077 21.240 163 0,8   Samtals 447.021 440.445 -6.576 -1,5                       Nóvember eftir markaðssvæðum Janúar-nóvember eftir markaðssvæðum   Breyting milli ára     Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%) Norðurlönd 6.321 6.405 84 1,3   Norðurlönd 116.089 108.364 -7.725 -6,7 Bretland 5.017 4.229 -788 -15,7   Bretland 57.915 56.574 -1.341 -2,3 Mið-/S-Evrópa 3.285 3.510 225 6,8   Mið-/S-Evrópa 132.072 128.979 -3.093 -2,3 N.-Ameríka 2.627 3.145 518 19,7   N.-Ameríka 53.282 61.998 8.716 16,4 Annað 3.827 3.951 124 3,2   Annað 87.663 84.530 -3.133 -3,6 Samtals 21.077 21.240 163 0,8   Samtals 447.021 440.445 -6.576 -1,5                       Ísland 19.521 24.581 5.060 25,9   Ísland 238.412 273.479 35.067 14,7    
Lesa meira

Iceland Travel hlaut virt markaðsverðlaun

Ferðaskrifstofan Iceland Travel hlaut í síðustu viku virt verðlaun á sviði ferðaþjónustu fyrir besta markaðsframtak ársins á árlegri uppskeruhátíð Seatrade Insider, en það er eitt stærsta fagtímarit heims á sviði skemmtiferðasiglinga. Í tilkynningu segir að Iceland Travel þjónusti mörg stærstu skipafélög heims á hverju sumri með því að skipuleggja dagsferðir fyrir farþega þeirra skipa sem koma við á Íslandi á hverju sumri. Markaðsframtakið fólst í endurgerð á laginu "Walking in a Winter Wonderland" sem starfsmenn fyrirtækisins tóku upp og sendu til allra samstarfsaðila, viðskiptavina og tengiliða sinna á síðasta ári. Myndbandið var framleitt innanhúss að öllu leyti og vakti mikla lukku á meðal þeirra skipafélaga sem eru í viðskiptum við Iceland Travel. Verðlaunin voru afhent í óperuhúsinu í Nice í Frakklandi að viðstöddum öllum helstu áhrifamönnum skemmtiskipaiðnaðarins. "Þessi verðlaun veita okkur mikinn meðbyr hjálpa okkar fyrirtæki við að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Allir þeir sem taka ákvarðanir í þessum bransa voru þarna samankomnir og fengu þannig smjörþefinn af því sem Ísland býður upp á sem áfangastaður. Viðbrögðin sem við höfum fengið í kjölfarið hafa verið mjög jákvæð," segir Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel. Í umsögn dómnefndar sagði meðal annars að einfaldleiki myndbandsins hefði verið heillandi, en umfram allt væri það frumlegt og skemmtilegt.
Lesa meira

Þátttaka á TUR ferðasýningunni

Íslandsstofa kannar áhuga íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ferðasýningunni  TUR, sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð  dagana 24.-27. mars 2011. TUR er tvískipt sýning þar sem fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru eingöngu B2B en seinni tveir dagar eru opnir fyrir almenning. Á TUR gefst gott tækifæri fyrir íslensk fyriræki í ferðaþjónustu að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Þátttaka í sýningunni getur verið með tvennum hætti: Full þátttaka  og viðvera á Íslandsbásnum Senda kynningarefni til dreifingar á sýningunni TUR er stærsta ferðasýningin á Norðurlöndunum en um 40.000–50.000 manns sækja hana. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst og eigi síðar en 8. desember. Nánari upplýsingar veitir Sunna Þórðardóttir, sunna@islandsstofa.is. Sími: 5114000. Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá á vefsvæði hennar:http://nemonet.swefair.se/templates/FlexiblePage____172374.aspx
Lesa meira

Inspired by Iceland tilnefnt til verðlauna

Markaðsátakið Inspired by Iceland hefur verið tilnefnt til  tvennra verðlauna á European Excellence Awards 2010 í flokki bestu markaðsherferða á Norðurlöndunum og krísusamskipta. Úrslitin verða tilkynnt í Prag 9. desember næstkomandi. Verðlaunin eru alþjóðleg og veitt árlega í viðurkenningarskyni fyrir upplýsingamiðlun fyrirtækja og stofnanna í víðum skilningi; almannatengsl, markaðssetningu, uppbyggingu vörumerkjaímyndar og orðspor. Það er mikill heiður að vera valin en fimm eru tilnefndir í hverjum flokki og á Norðurlöndunum keppir herferðin við risa á borð við Coca Cola og Chiquita. Í flokki krísusamskipta keppir herferðin m.a. við SAAB og hergagnaframleiðandann BAE. Nánar um European Excellence Awards
Lesa meira

Gistinætur á hótelum í október

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur og gestakomur á hótelum í október. Sem fyrr er vert að benda á að tölurnar ná aðeins til hótela sem opin eru allt árið en ekki annarar gistingar. Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 101.900 en voru 106.400 í sama mánuði árið 2009. Fækkun gistinátta í október nær eingöngu til höfuðborgarsvæðisins, en í öllum öðrum landshlutum var aukning á gistinóttum milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um 10% milli ára, úr 81.300 í 73.400. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 3.800 í 5.100 eða um 35% milli ára. Á Suðurnesjum voru 5.200 gistinætur í október sem 28% fjölgun frá fyrra ári. Á Austurlandi voru 2.400 gistinætur, fjölgaði um 16% og á Vestfjörðum og Vesturlandi voru 2.600 gistinætur í október sem er aukning um 15% frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru 13.100 gistinætur í október sem er 3% aukning samanborið við október 2009. Fækkun gistinátta á hótelum í október nær eingöngu til erlendra gesta. Gistinóttum þeirra fækkaði um 9% samanborið við október 2009 á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11%.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu

Til að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjónustu á Íslandi hefur iðnaðarráðherra ákveðið að veita tvenn verðlaun til  fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Ráðherra tilkynnti um þetta á kynningarfundi sem samtök um heilsuferðaþjónustu gengust fyrir í dag. þar var einnig opnuð ný heimasíða samtakanna á slóðinni www.islandofhealth.is Nánar um verðlauninHvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða verðlaunin veitt í desember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn. Verðlaunahafar þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: Þrír eða fleiri aðilar/fyrirtæki koma að heilsuferðinni og skal nafn og hlutverk hvers og eins skilgreint nákvæmlega á umsóknareyðublaðinu. Ferðin sé ætluð erlendum vel skilgreindum markhópum. Heilsuferðirnar verði metna út frá nýnæmi og framtíðarmöguleikum þeirra. Heilsuferðin sé amk. 3 sólarhringar og sé í boði utan háannatíma. Heilsuferðin falli að skilgreiningu á vellíðunar- eða heilsuferðaþjónustu* Tilgangur ferðarinnar sé að efla heilsu viðskiptavinar. Ávinningur af ferðinni sé skilgreindur. Hverjir geta tekið þátt: Öllum sem bjóða upp á heilsuferðaþjónustu er frjálst að taka þátt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma á umsóknareyðublaðinu. Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 3. desember nk. á sérstöku umsóknareyðublaði sem nálgast má hér að neðan Umsóknareyrðublað (PDF) Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, sigrun@icetourist.is , s. 535 5500. Auglýsing um verðlaunin (PDF) *Heilsuferðaþjónusta er ferðaþjónusta sem felur í sér að ferðamaðurinn geti notið sem aðalþáttar og hvata ferðar eftirfarandi heilsuþátta: Vatns og vellíðunar, líkamsræktar, íþrótta og hreyfingar, endurhæfingar og heilsubætandi meðferða, hátæknilækninga. Auk mismunandi afþreyingar.                 
Lesa meira

Fundur um heilsuferðaþjónustu á Akureyri

Ferðaþjónustuaðilar á Akureyri og nágrenni viðhafa þann góða sið að hittast mánaðarlega á súpufundum í hádeginu og næsti fundur, sem verður þriðjudaginn 7 desember, er jafnframt kynningarfundur um heilsuferðaþjónustu. Samtök um heilsuferðaþjónustu voru stofnuð fyrr á árinu og fyrir skömmu var heimasíða verkefnisins opnuð á slóðinni www.islandofhealth.is Verkefnið er vistað hjá Ferðamálastofu og er Sigrún Hlín Sigurðardóttir starfsmaður verkefnisins. Ákveðið var að halda kynningarfundi á nokkrum stöðum á landinu, sá fyrsti var á Suðurnesjum í liðnum mánuði og nú er komið að Akureyri. Fundarstaður:Menningarhúsið Hof í Hömrum, veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro sér um veitingarnar. Þær verða í boði Samtaka um heilsuferðaþjónustu og Ferðamálastofu “súpa, brauð og kaffi” Skráning:Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir kl 16.00 mánudaginn 6.desember:Skráning hjá Akureyrarstofu á netfangið mariat@akureyri.is Dagskrá:12:00 Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur12:30 Kynningarfundur um heilsuferðaþjónustu og klasasamstarf innan geirans            Magnús Orri Schram formaður samtaka um heilsuferðaþjónustu.13.10   Klasasamstarf heilsuferðaþjónustu á Norðurlandi           Sigurbjörg Níelsdóttir Framkvæmdastjóri FAB Travel ehf.13:30  Fundarlok Fundarstjóri: Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarstjóri Minjasafnsins á Akureyri
Lesa meira

Skotveiðitengd ferðaþjónusta ? málþing

Skotveiðitengd ferðaþjónusta, þróunarmöguleikar í dreifðum byggðum, er yfirskrift málþings sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 13 desember næstkomandi. Þar verða m.a. kynntar niðurstöður “North Hunt” verkefnisins. Fundarstjóri er Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Staður og tími:Háskólinn á Akureyri, Sólborg. Stofa M-102.13. desember 2010 kl. 13:00-17:30 Dagskrá málþings - PDF
Lesa meira