Fara í efni

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011

Foss vetur
Foss vetur

Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17. sinn og nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Öllum er heimilt að senda inn tillögur um verðlaunahafa. Í tillögunum þarf eftirfarandi að koma fram auk rökstuðnings:

  1. Kynning og lýsing á starfseminni.
  2. Hver hefur haft veg og vanda af starfseminni.
  3. Starfsemin skal vera faglega unnin og hafa þýðingu fyrir almenning í einu eða fleiri norrænu ríkjanna.
  4. Tillagan má að hámarki vera tvær A-4 síður og skal henta til fjölföldunar.

Verðlaunahafinn verður valinn af nefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja.

Tillögurnar skulu sendar inn á sérstöku eyðublaði og þurfa að berast skrifstofu sendinefndar Noregs í Norðurlandaráði, í síðasta lagi föstudaginn 10. desember 2010 kl. 12.00.

Eyðublaðið er hægt að nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs, www.norden.org, eða hjá skrifstofu norsku sendinefndarinnar.
 
Nordisk Råd
Den norske delegation
Stortinget, 0026 Oslo
Sími: +47 2331 3568
Netfang: nordpost@stortinget.no