Fara í efni

Erlendir gestir í nóvember álíka margir

Talningar nóv 2010
Talningar nóv 2010

Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári.

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku eða um tæp 20%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað". Bretum fækkar hins vegar um tæp 16%.

Alls hafa 440.445 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 447 þúsund gestir farið frá landinu. Um er að ræða 1,5% fækkun milli ára. Fækkun hefur verið frá öllum mörkuðum nema N-Ameríku en þaðan hefur gestum fjölgað umtalsvert það sem af er ári eða um 16,4%.

Íslendingar fara í vaxandi mæli utan
Mun fleiri Íslendingar eða 26% fleiri fóru utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra, 24.500 fóru utan í nóvember síðastliðnum en 19.500 í fyrra. Frá áramóum hafa 35 þúsund fleiri Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra. 273.500 hafa farið utan í ár en í fyrra höfðu 238.400  farið utan á sama tíma.

Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.

Nóvember eftir þjóðernum Janúar-nóvember eftir þjóðernum
  Breyting milli ára     Breyting milli ára
  2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.404 2.806 402 16,7   Bandaríkin 42.411 48.912 6.501 15,3
Bretland 5.017 4.229 -788 -15,7   Bretland 57.915 56.574 -1.341 -2,3
Danmörk 1.640 1.720 80 4,9   Danmörk 38.976 36.584 -2.392 -6,1
Finnland 399 618 219 54,9   Finnland 11.318 10.506 -812 -7,2
Frakkland 746 844 98 13,1   Frakkland 28.080 28.449 369 1,3
Holland 943 891 -52 -5,5   Holland 18.512 16.668 -1.844 -10,0
Ítalía 197 260 63 32,0   Ítalía 12.448 9.452 -2.996 -24,1
Japan 457 393 -64 -14,0   Japan 6.497 5.060 -1.437 -22,1
Kanada 223